Davíð segist aldrei hafa hitt neinn sem les Fréttablaðið Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2018 10:19 Davíð Oddsson náði þeim merka áfanga í gær að verða sjötugur. Hvergi nærri af baki dottinn. Það sópaði að Guðna í veislunni sem Árvakur hélt sínum manni í glæsilegum salarkynnum í Moggahöllinni uppi í Hádegismóum. visir/hanna Fullt var út úr dyrum í afmælishófi Árvakurs sem haldið var til heiðurs Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins sjötugum í gær. Vinum og velunnurum var boðið í Moggahöllina uppi í Hádegismóum og vitaskuld tók blaðamaður Vísis það til sín. Hann og Hanna ljósmyndari, brunuðu uppeftir og út í móa. Sjaldan eða aldrei hafa sést eins margir bílar þar fyrir utan og við Moggahöllina. Var bílunum lagt alla leið niður að hringtorginu við Hádegismóa -- glæsidrossíur.Eina blaðið sem hægt er að lesa Veislustjóri var Kjartan Gunnarsson, einn helsti foringi Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins og vitaskuld steig afmælisbarnið sjálft á stokk og flutti ávarp. Davíð var á heimavelli:Troðið var út úr dyrum og höfðinglegar veitingar í glæsilegum salarkynnum Árvakurs.visir/hanna„Ég vil biðja ykkur öll að skála og núna fyrir gestgjafanum, Árvakri. Sem hefur stýrt þessu myndarlega blaði núna í 105 ár bráðum og er ekkert blað annað sem svo lengi hefur lifað. Reyndar er ekkert annað blað í landinu, satt best að segja. Ekki sem hægt er að lesa. Það er til blað sem vitað er að einhverjir fletti en ég hef ekki enn hitt neinn sem les það,“ sagði Davíð í lok ræðu sinnar og lyfti glasi sínu. Kannski borubrattur í ljósi þess að samkvæmt Gallup-mælingum er lestur Moggans 26 prósent meðan Fréttablaðið nýtur 44 prósenta lesturs, eða flettingum samkvæmt Davíð. En, hver er að láta staðreyndir trufla sig á degi sem þessum? Ekki nokkur maður.Hannes og Haraldur. Þeir skemmtu sér konunglega í veislunni og léku við hvurn sinn fingur.visir/hannaÁkaflega góður rómur var gerður af orðum Davíðs, mikil hlegið, mikið klappað, mikið gaman, mikið grín. Enda engir Illugar Jökulssynir í salnum til að varpa skugga á stundina. Þarna voru vinir og velunnarar; aðdáendur Davíðs mættir með blik í auga. Og, ef maður má ekki rífa kjaft á sjötugsafmælisdegi sínum, hvenær má maður það þá? Davíð kom reyndar inná það í ræðu sinni að brattur málflutningur sinn hafi ekki verið bundinn við afmælisdagana eina.Hinn umdeildi Davíð Davíð rifjaði upp tíð sína sem þingfréttaritari blaðsins 1973-4 með gamansamri sögu. Hann sagði það hafa verið mikla gæfu fyrir sig að hafa verið ráðinn að Morgunblaðinu aftur: „Þá skrifaði ég Staksteina. Ég geri það stundum enn. Dáldið skrítið þegar maður er orðinn svona gamall að átta sig á því að manni hefur ekkert farið fram.“Miðað við viðbrögð í salnum þótti gestum þetta kostuleg öfugmæli. Davíð sagði það ekki hafa verið sjálfsagt mál fyrir Árvakur að velja sig sem ritstjóra blaðsins ásamt Haraldi Johannessen. „Ég er það sem kallað er umdeildur maður. Ég reyndar veit ekki hvað hefði hefði orðið úr mér ef ég hefði ekki verið umdeildur maður. Ég reyndar átta mig ekki á því hvers konar fólk það er sem sinnir ábyrgðarmiklum stöðum en er ekki umdeilt fólk? Reyndar sýnist mér á fréttum að það séu helst Sjálfstæðismenn sem taldir eru umdeildir menn. Ég er mjög ánægður með það að vera slíkur.“Hvaða skýrsla? En, Davíð var ekki umdeildur í afmælishóf Árvakurs. Svo mikið er víst. Margir helstu mektarmenn flokksins voru mættir til að fagna þessum miklu tímamótum, þar var vitaskuld prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem lék við hvurn sinn fingur.Kjartan og Eyþór á heimavelli. Eyþór er stærsti eigandi Morgunblaðsins, hann er í leiðtogaslag innan Sjálfstæðisflokksins og honum hugnaðist vel ræða Haraldar Johannessen sem vék að borgarstjóraferli ritstjórans Davíðs í ræðu sinni.visir/hanna„Hvaða skýrsla,“ spurði hann blaðamann Vísis á móti þegar hann var inntur eftir því hvort mikil grein sem Mogginn birti á afmælisdeginum og fjallar um hlut Davíðs í hruninu 2008, tengdist skýrslu sem hann hefur unnið að um einmitt það efni. Jú, auðvitað gefur þetta innsýn í hvernig skýrslan verður. Hannes furðaði sig á því að Vísir hefði ekki gert sér mat úr grein sinni því þar væri eitt og annað að finna sem ekki hefur komið fram; sem snéri að því að Davíð þá Seðlabankastjóri hafi sannarlega varað við grafalvarlegri stöðu mála en mönnum, einkum þó þeim í Samfylkingunni sem þá voru í ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum sem og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þá menntamálaráðherra, hafi daufheyrst við varnaðarorðum hans. „Geir Haarde staðfesti þetta við mig.“ Því er þá hér með komið á framfæri.Góður dagur fyrir Hannes Nokkuð hefur verið til umræðu hvort Davíð léti af störfum við þessi tímamót en hann hyggst halda ótrauður áfram. Og Hannes ætlar að taka Davíð sér til eftirbreytni í því og láta á það reyna hvort hann getur ekki verið lengur við Háskólann þegar hann verður sjötugur að sex árum liðnum. Það var gáski í prófessornum í veislunni, bráðskemmtilegur og kjaftaði á honum hver tuska. Og fullt tilefni til.Guðfinnur Halldórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali, og Sambíó-feðgarnir Alfreð Ásberg Árnason og Árni Samúelsson.visir/hannaSeinna um kvöldið var svo fámennt kvöldverðarboð í tilefni afmælisins sem sátu meðal annarra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, dr. Jóhannes Nordal, Birgir Ísleifur Gunnarsson og Ingimundur Friðriksson. Í það minnsta þrír ráðherrar heiðruðu Davíð með návist sinni: Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins mætti að sjálfsögðu, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra voru báðar á staðnum. Ólafur Teitur Guðnason aðstoðarmaður hennar, Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna, var þarna einnig ásamt eiginmanni sínum Loga Bergmann sem nú er byrjaður að skrifa í Moggann.Höfðinglegar veitingar voru í veislunni og þessir velunnarar og vinir Davíðs kunnu vel að meta það.visir/hanna„Já, þú hefur ákveðið að taka þetta boð til þín,“ spurði Logi blaðamann Vísis, og glotti. Hann býst við að láta til sín taka í ljósvakadeild Árvakurs í mars. Lengi má þylja upp frægt fólk sem var í veislunni.Völlur á Guðna Fyrrverandi ráðherrar voru þar einnig. Eitt sinn ráðherra ávallt ráðherra? Mestur völlur var á Framsóknarmanninum Guðna Ágústssyni fyrir miðju salar, Jón Bjarnason VG-liði var þarna einnig og þegar blaðamaður Vísis yfirgaf staðinn mætti hann Ögmundi Jónassyni Vinstri grænum í dyrunum. Gunnlaugur Sigmundsson, faðir Sigmundar formanns Miðflokksins, var þarna einnig til að samfagna Davíð á þessum tímamótum. Framsóknarmenn virtust líta svo á að þetta væri ekki síður dagurinn þeirra en Sjálfstæðismenn.Gunnar Haraldsson hagfræðingur, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Ragnar Árnason hagfræðiprófessor.visir/hannaHöfðinglegar veitingar voru í boði; puttamatur, rauðvín, hvítvín og bjór sem gestir gerðu góð skil.Hagur skattborgarans í öndvegi Sigurbjörn Magnússon stjórnarformaður Árvakurs steig í ræðupúlt og flutti lofræðu um afmælisbarnið og það gerði Haraldur Johannessen, hinn ritstjóri Morgunblaðsins, einnig. Haraldur lét gesti hrópa ferfalt húrra afmælisbarninu til lofs og dýrðar og rifjaði upp tíma hans í borgarstjórn. „Hann var borgarstjóri sem vann að vexti og uppbyggingu í borginni. Hann gerði það án þess að setja hana á hausinn og hugsaði um hag skattgreiðenda. Við höfum lært það undanfarin ár að það er ekki sjálfgefið,“ sagði Haraldur meðal annars. Þessi orð féllu ekki síst vel í kramið meðal þeirra sem nú takast á í leiðtogakjöri innan Sjálfstæðisflokksins; Eyþór Arnalds, helsti eigandi Morgunblaðsins var þarna að sjálfsögðu staddur sem og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Og talandi um borgarmálin, þá voru vitaskuld fyrrverandi borgarstjórar mættir; Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon. Tengdar fréttir Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00 Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Davíð hvergi nærri hættur Davíð Oddsson verður áfram ritstjóri Morgunblaðsins. 17. janúar 2018 08:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fullt var út úr dyrum í afmælishófi Árvakurs sem haldið var til heiðurs Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins sjötugum í gær. Vinum og velunnurum var boðið í Moggahöllina uppi í Hádegismóum og vitaskuld tók blaðamaður Vísis það til sín. Hann og Hanna ljósmyndari, brunuðu uppeftir og út í móa. Sjaldan eða aldrei hafa sést eins margir bílar þar fyrir utan og við Moggahöllina. Var bílunum lagt alla leið niður að hringtorginu við Hádegismóa -- glæsidrossíur.Eina blaðið sem hægt er að lesa Veislustjóri var Kjartan Gunnarsson, einn helsti foringi Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins og vitaskuld steig afmælisbarnið sjálft á stokk og flutti ávarp. Davíð var á heimavelli:Troðið var út úr dyrum og höfðinglegar veitingar í glæsilegum salarkynnum Árvakurs.visir/hanna„Ég vil biðja ykkur öll að skála og núna fyrir gestgjafanum, Árvakri. Sem hefur stýrt þessu myndarlega blaði núna í 105 ár bráðum og er ekkert blað annað sem svo lengi hefur lifað. Reyndar er ekkert annað blað í landinu, satt best að segja. Ekki sem hægt er að lesa. Það er til blað sem vitað er að einhverjir fletti en ég hef ekki enn hitt neinn sem les það,“ sagði Davíð í lok ræðu sinnar og lyfti glasi sínu. Kannski borubrattur í ljósi þess að samkvæmt Gallup-mælingum er lestur Moggans 26 prósent meðan Fréttablaðið nýtur 44 prósenta lesturs, eða flettingum samkvæmt Davíð. En, hver er að láta staðreyndir trufla sig á degi sem þessum? Ekki nokkur maður.Hannes og Haraldur. Þeir skemmtu sér konunglega í veislunni og léku við hvurn sinn fingur.visir/hannaÁkaflega góður rómur var gerður af orðum Davíðs, mikil hlegið, mikið klappað, mikið gaman, mikið grín. Enda engir Illugar Jökulssynir í salnum til að varpa skugga á stundina. Þarna voru vinir og velunnarar; aðdáendur Davíðs mættir með blik í auga. Og, ef maður má ekki rífa kjaft á sjötugsafmælisdegi sínum, hvenær má maður það þá? Davíð kom reyndar inná það í ræðu sinni að brattur málflutningur sinn hafi ekki verið bundinn við afmælisdagana eina.Hinn umdeildi Davíð Davíð rifjaði upp tíð sína sem þingfréttaritari blaðsins 1973-4 með gamansamri sögu. Hann sagði það hafa verið mikla gæfu fyrir sig að hafa verið ráðinn að Morgunblaðinu aftur: „Þá skrifaði ég Staksteina. Ég geri það stundum enn. Dáldið skrítið þegar maður er orðinn svona gamall að átta sig á því að manni hefur ekkert farið fram.“Miðað við viðbrögð í salnum þótti gestum þetta kostuleg öfugmæli. Davíð sagði það ekki hafa verið sjálfsagt mál fyrir Árvakur að velja sig sem ritstjóra blaðsins ásamt Haraldi Johannessen. „Ég er það sem kallað er umdeildur maður. Ég reyndar veit ekki hvað hefði hefði orðið úr mér ef ég hefði ekki verið umdeildur maður. Ég reyndar átta mig ekki á því hvers konar fólk það er sem sinnir ábyrgðarmiklum stöðum en er ekki umdeilt fólk? Reyndar sýnist mér á fréttum að það séu helst Sjálfstæðismenn sem taldir eru umdeildir menn. Ég er mjög ánægður með það að vera slíkur.“Hvaða skýrsla? En, Davíð var ekki umdeildur í afmælishóf Árvakurs. Svo mikið er víst. Margir helstu mektarmenn flokksins voru mættir til að fagna þessum miklu tímamótum, þar var vitaskuld prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem lék við hvurn sinn fingur.Kjartan og Eyþór á heimavelli. Eyþór er stærsti eigandi Morgunblaðsins, hann er í leiðtogaslag innan Sjálfstæðisflokksins og honum hugnaðist vel ræða Haraldar Johannessen sem vék að borgarstjóraferli ritstjórans Davíðs í ræðu sinni.visir/hanna„Hvaða skýrsla,“ spurði hann blaðamann Vísis á móti þegar hann var inntur eftir því hvort mikil grein sem Mogginn birti á afmælisdeginum og fjallar um hlut Davíðs í hruninu 2008, tengdist skýrslu sem hann hefur unnið að um einmitt það efni. Jú, auðvitað gefur þetta innsýn í hvernig skýrslan verður. Hannes furðaði sig á því að Vísir hefði ekki gert sér mat úr grein sinni því þar væri eitt og annað að finna sem ekki hefur komið fram; sem snéri að því að Davíð þá Seðlabankastjóri hafi sannarlega varað við grafalvarlegri stöðu mála en mönnum, einkum þó þeim í Samfylkingunni sem þá voru í ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum sem og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þá menntamálaráðherra, hafi daufheyrst við varnaðarorðum hans. „Geir Haarde staðfesti þetta við mig.“ Því er þá hér með komið á framfæri.Góður dagur fyrir Hannes Nokkuð hefur verið til umræðu hvort Davíð léti af störfum við þessi tímamót en hann hyggst halda ótrauður áfram. Og Hannes ætlar að taka Davíð sér til eftirbreytni í því og láta á það reyna hvort hann getur ekki verið lengur við Háskólann þegar hann verður sjötugur að sex árum liðnum. Það var gáski í prófessornum í veislunni, bráðskemmtilegur og kjaftaði á honum hver tuska. Og fullt tilefni til.Guðfinnur Halldórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali, og Sambíó-feðgarnir Alfreð Ásberg Árnason og Árni Samúelsson.visir/hannaSeinna um kvöldið var svo fámennt kvöldverðarboð í tilefni afmælisins sem sátu meðal annarra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, dr. Jóhannes Nordal, Birgir Ísleifur Gunnarsson og Ingimundur Friðriksson. Í það minnsta þrír ráðherrar heiðruðu Davíð með návist sinni: Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins mætti að sjálfsögðu, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra voru báðar á staðnum. Ólafur Teitur Guðnason aðstoðarmaður hennar, Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna, var þarna einnig ásamt eiginmanni sínum Loga Bergmann sem nú er byrjaður að skrifa í Moggann.Höfðinglegar veitingar voru í veislunni og þessir velunnarar og vinir Davíðs kunnu vel að meta það.visir/hanna„Já, þú hefur ákveðið að taka þetta boð til þín,“ spurði Logi blaðamann Vísis, og glotti. Hann býst við að láta til sín taka í ljósvakadeild Árvakurs í mars. Lengi má þylja upp frægt fólk sem var í veislunni.Völlur á Guðna Fyrrverandi ráðherrar voru þar einnig. Eitt sinn ráðherra ávallt ráðherra? Mestur völlur var á Framsóknarmanninum Guðna Ágústssyni fyrir miðju salar, Jón Bjarnason VG-liði var þarna einnig og þegar blaðamaður Vísis yfirgaf staðinn mætti hann Ögmundi Jónassyni Vinstri grænum í dyrunum. Gunnlaugur Sigmundsson, faðir Sigmundar formanns Miðflokksins, var þarna einnig til að samfagna Davíð á þessum tímamótum. Framsóknarmenn virtust líta svo á að þetta væri ekki síður dagurinn þeirra en Sjálfstæðismenn.Gunnar Haraldsson hagfræðingur, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Ragnar Árnason hagfræðiprófessor.visir/hannaHöfðinglegar veitingar voru í boði; puttamatur, rauðvín, hvítvín og bjór sem gestir gerðu góð skil.Hagur skattborgarans í öndvegi Sigurbjörn Magnússon stjórnarformaður Árvakurs steig í ræðupúlt og flutti lofræðu um afmælisbarnið og það gerði Haraldur Johannessen, hinn ritstjóri Morgunblaðsins, einnig. Haraldur lét gesti hrópa ferfalt húrra afmælisbarninu til lofs og dýrðar og rifjaði upp tíma hans í borgarstjórn. „Hann var borgarstjóri sem vann að vexti og uppbyggingu í borginni. Hann gerði það án þess að setja hana á hausinn og hugsaði um hag skattgreiðenda. Við höfum lært það undanfarin ár að það er ekki sjálfgefið,“ sagði Haraldur meðal annars. Þessi orð féllu ekki síst vel í kramið meðal þeirra sem nú takast á í leiðtogakjöri innan Sjálfstæðisflokksins; Eyþór Arnalds, helsti eigandi Morgunblaðsins var þarna að sjálfsögðu staddur sem og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Og talandi um borgarmálin, þá voru vitaskuld fyrrverandi borgarstjórar mættir; Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon.
Tengdar fréttir Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00 Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Davíð hvergi nærri hættur Davíð Oddsson verður áfram ritstjóri Morgunblaðsins. 17. janúar 2018 08:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00
Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25