„Geimhiti“ gæti teflt lengri geimferðum í tvísýnu Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2018 15:00 Þýski geimfarinn Alexander Gerst með nema á enninu sem var notuð til að fylgjast með líkamshita geimfara Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. NASA Langdvalir í geimnum hafa áhrif á líkamshita geimfara sem gæti verið Þrándur í Götu lengri mannaðra geimferða eins og til Mars. Ný rannsókn sýnir að kjarnalíkamshiti geimfara getur náð allt að 40°C við hreyfingu.Rannsóknin byggir á mælingum með nemum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni báru á enninu um þriggja mánaða skeið. Í ljós kom að kjarnalíkamshiti þeirra hækkaði hægt og bítandi á fyrstu tveimur og hálfa mánuðinum. Eftir það jafnaðist líkamshitinn út við um 38°C. Það er um einni gráðu hærra en heilbrigður líkamshiti í hvíld á jörðu niðri, að því er segir í frétt Space.com. Þegar geimfararnir stunduðu líkamsrækt hækkaði hitinn hins vegar enn meira og gat farið upp í 40°C. Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir geimfara sem dvelja langdvölum í geimnum til að draga úr vöðvarýrnun í þyngdarleysinu. Leiðangur til Mars tæki í það minnsta fleiri mánuði og líklega meira en ár.Hætta á vandamálum með blóðrás, hjarta- og heilastarfsemi Hár líkamshiti getur leitt til ýmiss konar heilsubrest, til dæmis vandamála með blóðrás, hás blóðþrýstings og jafnvel hjartaáfalla og ofhitnunar heilans.Líkamshiti geimfara hækkar sérstaklega mikið við áreynslu. Hér sést kanadíski geimfarinn Chris Hadfield við mat á líkamlegu hreysti í geimstöðinni.NASA„Þetta er mögulega hættulegt. Kerfi líkamans, blóðið, ensímin og boðefnin virka ekki eins og þau eiga að gera þegar líkamshiti er eðlilegur. Þegar þú ert með hita líður þér ekki vel og heilinn í þér virkar ekki eðlilega,“ segir Oliver Opatz, rannsakandi við Geimlæknisfræðimiðstöðina í Berlín og einn höfunda rannsóknarinnar, við Space.com. „Þú vilt ekki að einhver sem þarf að lenda geimflaug á Mars sé með skerta heilastarfsemi. Þú þarft að vera viss um að manneskjan sé hæf til að sinna starfi sínu,“ segir Opatz.Orsakirnar óljósarEkki er ljóst hvers vegna líkamshitinn hækkar en nokkrar skýringar eru taldar mögulegar. Líkamsklukka geimfaranna gæti haft eitthvað um breytinguna að segja en líkamshiti fólks á jörðinni gengur í dægursveiflum. Geimfarar á braut um jörðu upplifa sólsetur og upprás á 45 mínútna fresti sem er talið geta haft áhrif á þessar dægursveiflur. Þyngdarleysi geimsins breytir einnig blóðrás geimfara. Meira blóð flæðir til höfuðsins og það gæti haft áhrif á kjarnalíkamshita. Þá losar líkaminn sig ekki eins vel við hita í þyngdarleysinu og á jörðinni því loftflæði er minna í geimstöðinni. Sviti gufar þannig hægar upp í geimnum en á jörðinni. Það skýrir hvers vegna líkamshitinn hækkar sérstaklega við líkamlega áreynslu í geimnum. Opatz segir að ætlunin sé að rannsaka í kjölfarið hvernig sé hægt að vinna gegn þessum áhrifum á geimfara og orsakir geimhitans. Vísindi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Langdvalir í geimnum hafa áhrif á líkamshita geimfara sem gæti verið Þrándur í Götu lengri mannaðra geimferða eins og til Mars. Ný rannsókn sýnir að kjarnalíkamshiti geimfara getur náð allt að 40°C við hreyfingu.Rannsóknin byggir á mælingum með nemum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni báru á enninu um þriggja mánaða skeið. Í ljós kom að kjarnalíkamshiti þeirra hækkaði hægt og bítandi á fyrstu tveimur og hálfa mánuðinum. Eftir það jafnaðist líkamshitinn út við um 38°C. Það er um einni gráðu hærra en heilbrigður líkamshiti í hvíld á jörðu niðri, að því er segir í frétt Space.com. Þegar geimfararnir stunduðu líkamsrækt hækkaði hitinn hins vegar enn meira og gat farið upp í 40°C. Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir geimfara sem dvelja langdvölum í geimnum til að draga úr vöðvarýrnun í þyngdarleysinu. Leiðangur til Mars tæki í það minnsta fleiri mánuði og líklega meira en ár.Hætta á vandamálum með blóðrás, hjarta- og heilastarfsemi Hár líkamshiti getur leitt til ýmiss konar heilsubrest, til dæmis vandamála með blóðrás, hás blóðþrýstings og jafnvel hjartaáfalla og ofhitnunar heilans.Líkamshiti geimfara hækkar sérstaklega mikið við áreynslu. Hér sést kanadíski geimfarinn Chris Hadfield við mat á líkamlegu hreysti í geimstöðinni.NASA„Þetta er mögulega hættulegt. Kerfi líkamans, blóðið, ensímin og boðefnin virka ekki eins og þau eiga að gera þegar líkamshiti er eðlilegur. Þegar þú ert með hita líður þér ekki vel og heilinn í þér virkar ekki eðlilega,“ segir Oliver Opatz, rannsakandi við Geimlæknisfræðimiðstöðina í Berlín og einn höfunda rannsóknarinnar, við Space.com. „Þú vilt ekki að einhver sem þarf að lenda geimflaug á Mars sé með skerta heilastarfsemi. Þú þarft að vera viss um að manneskjan sé hæf til að sinna starfi sínu,“ segir Opatz.Orsakirnar óljósarEkki er ljóst hvers vegna líkamshitinn hækkar en nokkrar skýringar eru taldar mögulegar. Líkamsklukka geimfaranna gæti haft eitthvað um breytinguna að segja en líkamshiti fólks á jörðinni gengur í dægursveiflum. Geimfarar á braut um jörðu upplifa sólsetur og upprás á 45 mínútna fresti sem er talið geta haft áhrif á þessar dægursveiflur. Þyngdarleysi geimsins breytir einnig blóðrás geimfara. Meira blóð flæðir til höfuðsins og það gæti haft áhrif á kjarnalíkamshita. Þá losar líkaminn sig ekki eins vel við hita í þyngdarleysinu og á jörðinni því loftflæði er minna í geimstöðinni. Sviti gufar þannig hægar upp í geimnum en á jörðinni. Það skýrir hvers vegna líkamshitinn hækkar sérstaklega við líkamlega áreynslu í geimnum. Opatz segir að ætlunin sé að rannsaka í kjölfarið hvernig sé hægt að vinna gegn þessum áhrifum á geimfara og orsakir geimhitans.
Vísindi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira