Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. janúar 2018 12:12 Timothée Chalamet segist ekki vilja græða á hlutverki sínu í kvikmynd Woody Allen. Vísir/Getty Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. Hann hefur tilkynnt að hann muni gefa öll laun sín vegna hlutverks í næstu mynd Allen til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála. Chalamet, sem er 22 ára gamall, er einn þeirra sem vakti athygli á Time‘s Up hreyfingunni á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun mánaðar. Chalamet er tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Call Me By Your Name en hefur verið gagnrýndur fyrir næsta hlutverk sitt í myndinni Rainy Day sem Allen leikstýrði og verður frumsýnd seinna á þessu ári. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Woody Allen segir hann hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem birtist í New York Times árið 2014. Farrow hefur löngum gagnrýnt leikara sem kjósa að vinna með föður hennar og þá sérstaklega í kjölfar MeToo byltingarinnar. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Chalamet bætist nú í hóp nokkurra leikara sem hafa stigið fram og sagst sjá eftir því að taka að sér hlutverk í myndum Allen. Meðal þeirra eru Mira Sorvino, Greta Gerwig, Ellen Page, David Krumholtz og Rebecca Hall, en Hall fór einnig með hlutverk í nýjustu mynd Allen. Vill geta staðið við hlið baráttufólks Chalamet tilkynnti um ákvörðun sína á Instagram síðu sinni í gær. Þar segir hann að á síðasta ári hafi viðhorf hans breyst til ýmissa hluta og hann hafi lært margt. „Ég hef, hingað til, valið verkefni frá sjónarhorni ungs leikara sem reynir að stíga í spor mér reyndari leikara sem ég dáist að. En ég er að læra að gott hlutverk er ekki eina skilyrði til að samþykkja verkefni – það hefur orðið mér mun ljósara síðustu mánuði, eftir að hafa orðið vitni að kraftmikilli baráttu til að binda endi á óréttlæti, ójafnrétti og umfram allt, þögn,“ skrifar Chalamet. „Ég hef í nokkrum viðtölum verið spurður um ákvörðun mína að vinna að kvikmynd með Woody Allen síðasta sumar. Þeim spurningum get ég ekki svarað beint vegna samninga sem ég hef skrifað undir. En það sem ég get sagt er þetta: Ég vil ekki græða á vinnu minni við myndina.“ Chalamet segist þess vegna hafa ákveðið að gefa féð til þriggja góðgerðasamtaka, Time‘s Up, hinsegin samtaka í New York og RAINN, samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi í Bandaríkjunum. „Ég vil vera þess verðugur að standa við hlið þeirra hugrökku listamanna sem berjast fyrir því að komið sé fram við alla af virðingu og sæmd líkt og þeir eiga skilið.“ A post shared by Timothée Chalamet (@tchalamet) on Jan 15, 2018 at 8:51pm PST MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. Hann hefur tilkynnt að hann muni gefa öll laun sín vegna hlutverks í næstu mynd Allen til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála. Chalamet, sem er 22 ára gamall, er einn þeirra sem vakti athygli á Time‘s Up hreyfingunni á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun mánaðar. Chalamet er tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Call Me By Your Name en hefur verið gagnrýndur fyrir næsta hlutverk sitt í myndinni Rainy Day sem Allen leikstýrði og verður frumsýnd seinna á þessu ári. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Woody Allen segir hann hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem birtist í New York Times árið 2014. Farrow hefur löngum gagnrýnt leikara sem kjósa að vinna með föður hennar og þá sérstaklega í kjölfar MeToo byltingarinnar. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Chalamet bætist nú í hóp nokkurra leikara sem hafa stigið fram og sagst sjá eftir því að taka að sér hlutverk í myndum Allen. Meðal þeirra eru Mira Sorvino, Greta Gerwig, Ellen Page, David Krumholtz og Rebecca Hall, en Hall fór einnig með hlutverk í nýjustu mynd Allen. Vill geta staðið við hlið baráttufólks Chalamet tilkynnti um ákvörðun sína á Instagram síðu sinni í gær. Þar segir hann að á síðasta ári hafi viðhorf hans breyst til ýmissa hluta og hann hafi lært margt. „Ég hef, hingað til, valið verkefni frá sjónarhorni ungs leikara sem reynir að stíga í spor mér reyndari leikara sem ég dáist að. En ég er að læra að gott hlutverk er ekki eina skilyrði til að samþykkja verkefni – það hefur orðið mér mun ljósara síðustu mánuði, eftir að hafa orðið vitni að kraftmikilli baráttu til að binda endi á óréttlæti, ójafnrétti og umfram allt, þögn,“ skrifar Chalamet. „Ég hef í nokkrum viðtölum verið spurður um ákvörðun mína að vinna að kvikmynd með Woody Allen síðasta sumar. Þeim spurningum get ég ekki svarað beint vegna samninga sem ég hef skrifað undir. En það sem ég get sagt er þetta: Ég vil ekki græða á vinnu minni við myndina.“ Chalamet segist þess vegna hafa ákveðið að gefa féð til þriggja góðgerðasamtaka, Time‘s Up, hinsegin samtaka í New York og RAINN, samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi í Bandaríkjunum. „Ég vil vera þess verðugur að standa við hlið þeirra hugrökku listamanna sem berjast fyrir því að komið sé fram við alla af virðingu og sæmd líkt og þeir eiga skilið.“ A post shared by Timothée Chalamet (@tchalamet) on Jan 15, 2018 at 8:51pm PST
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30