Barnahús, nýbyggingar og baráttan gegn matarsóun á dagskrá forsetahjónanna í dag Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2018 09:00 Eliza Reid forsetafrú heilsar Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. vísir/AFP Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. Dagurinn hefst með morgunverðarfundi Íslandsstofu þar sem aðilar úr ferðaþjónustunni taka þátt og mun Eliza flytja þar ávarp. Að fundinum loknum liggur leiðin í Karolinska Institutet þar sem verður kynning á ólíkum samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, sér í lagi á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Þaðan heldur forsetinn og kynnir sér starfsemi Folkhem, fyrirtækis sem framleiðir vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi, auk þess sem hann mun skoða fjölbýlishús úr timbri. Eliza mun á sama tíma heimsækja stóra matarverslun í Veddesta, norður af Stokkhólmi, sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk.Hádegisverður í ráðhúsinu Forsetahjónunum verður svo boðið í hádegisverð í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Að því loknu munu Guðni og Eliza skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Forseti mun svo flytja erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Eliza mun á sama tíma heimsækja Barnahús í Stokkhólmi, en stofnuninni er ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Eliza heimsótti einmitt í síðustu viku Barnahús á Íslandi til að kynna sér starfsemina.Boð forsetahjónannaForsetahjónin munu svo síðdegis bjóða sænsku konungshjónum og fleiri gestum sem heimsókninni tengjast, til móttöku í Nútímalistasafninu (Moderna muséet) á Skeppsholmen. Á síðasta degi heimsóknarinnar, á morgun, munu forsetahjónin halda til Uppsala þar sem er þétt dagskrá áður en þau halda aftur heim til Íslands síðdegis. Forseti Íslands Norðurlönd Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18 Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. Dagurinn hefst með morgunverðarfundi Íslandsstofu þar sem aðilar úr ferðaþjónustunni taka þátt og mun Eliza flytja þar ávarp. Að fundinum loknum liggur leiðin í Karolinska Institutet þar sem verður kynning á ólíkum samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, sér í lagi á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Þaðan heldur forsetinn og kynnir sér starfsemi Folkhem, fyrirtækis sem framleiðir vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi, auk þess sem hann mun skoða fjölbýlishús úr timbri. Eliza mun á sama tíma heimsækja stóra matarverslun í Veddesta, norður af Stokkhólmi, sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk.Hádegisverður í ráðhúsinu Forsetahjónunum verður svo boðið í hádegisverð í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Að því loknu munu Guðni og Eliza skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Forseti mun svo flytja erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Eliza mun á sama tíma heimsækja Barnahús í Stokkhólmi, en stofnuninni er ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Eliza heimsótti einmitt í síðustu viku Barnahús á Íslandi til að kynna sér starfsemina.Boð forsetahjónannaForsetahjónin munu svo síðdegis bjóða sænsku konungshjónum og fleiri gestum sem heimsókninni tengjast, til móttöku í Nútímalistasafninu (Moderna muséet) á Skeppsholmen. Á síðasta degi heimsóknarinnar, á morgun, munu forsetahjónin halda til Uppsala þar sem er þétt dagskrá áður en þau halda aftur heim til Íslands síðdegis.
Forseti Íslands Norðurlönd Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18 Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45
Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18
Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent