Línan smellpassar inn í trend ársins - þar sem litagleðin ræður ríkjum og gróft flísefni í aðalhlutverki. Takið eftir veskinu - maður kannast nú ansi mikið við þessi veski með franska rennilásnum sem gjarna voru föst í buxnunum með keðju til að kóróna heildarútkomuna.
Þetta er svo sannarlega vel heppnað samstarf og mun eflaust ekki staldra lengi við í búðinni.



