Vilja gera Facebook persónulegt á ný Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 20:15 Auglýsingar og kostað efni munu spila talsvert minna hlutverk á Facebook á næstunni. Nýjum breytingum er ætlað að gera miðilinn persónulegri og sporna við brotthvarfi notenda. Sérfræðingur óttast ekki áhrifin á auglýsendur, enda sé markaðssetning á samfélagsmiðlum í stöðugri þróun. Tilkynnt var um áformin fyrir helgi, en stefnt er að því að notendur sjái í meira mæli efni sem tengist þeim persónulega. Vill fyrirtækið með þessu halda í notendur í síaukinni samkeppni við aðra miðla. Forsvarsmenn Facebook vilja með þessu bregðast við óánægju notenda, sem margir eru þreyttir á auglýsingum og markaðsefni sem oft fyllir fréttaveitur þeirra á miðlinum. Sigurður Svansson er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en hann segir Facebook smátt og smátt hafa verið að tapa fluginu hjá yngra fólki, sem hverfi yfir á aðra miðla. „Maður hefur tekið eftir því að yngri markhópurinn er farinn að hallast að samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Við höfum t.d. séð að í kostuðum auglýsingum erum við að ná mun betur til aldurshópsins 25 ára og yngri þegar við setjum auglýsingar á Instagram heldur en Facebook,“ segir Sigurður. Miðillinn ekki vaxið eins og búist var við Fyrirtæki hafa nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli á undanförnum árum, bæði með beinhörðum auglýsingum en auk þess með efni á borð við gjafaleiki og myndefni. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó að fyrirtæki hafi ekki ástæðu til að óttast fyrirhugaðar breytingar enn sem komið er. Hann segir slíka miðla ekki hafa öðlast eins mikið vægi á íslenskum auglýsingamarkaði og spáð var fyrir nokkrum árum. „Það sem við höfum séð er að vægi samfélagsmiðla á þessum markaði hefur ekki aukist eins og menn spáðu. Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar má ætla að vægi samfélagsmiðla fyrir 2016 hafi verið um 20%,“ segir Andrés. Sigurður segir þetta þó þrýsta á auglýsendur að leggja meira í markaðsefni sitt á samfélagsmiðlum og beina því á rétta staði - frekar en að kasta því einfaldlega hugsunarlaust út á Facebook. „Það ýtir meira undir að fyrirtæki leggi meiri vinnu í strategíuna, hvernig þeir ætla að nota miðilinn. Bæði hvernig þeir ætla að eyða peningunum og hver er markhópurinn. Að beina þá markaðsfénu á viðeigandi markhópa, en ekki skjóta bara á alla.“ Facebook Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Auglýsingar og kostað efni munu spila talsvert minna hlutverk á Facebook á næstunni. Nýjum breytingum er ætlað að gera miðilinn persónulegri og sporna við brotthvarfi notenda. Sérfræðingur óttast ekki áhrifin á auglýsendur, enda sé markaðssetning á samfélagsmiðlum í stöðugri þróun. Tilkynnt var um áformin fyrir helgi, en stefnt er að því að notendur sjái í meira mæli efni sem tengist þeim persónulega. Vill fyrirtækið með þessu halda í notendur í síaukinni samkeppni við aðra miðla. Forsvarsmenn Facebook vilja með þessu bregðast við óánægju notenda, sem margir eru þreyttir á auglýsingum og markaðsefni sem oft fyllir fréttaveitur þeirra á miðlinum. Sigurður Svansson er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en hann segir Facebook smátt og smátt hafa verið að tapa fluginu hjá yngra fólki, sem hverfi yfir á aðra miðla. „Maður hefur tekið eftir því að yngri markhópurinn er farinn að hallast að samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Við höfum t.d. séð að í kostuðum auglýsingum erum við að ná mun betur til aldurshópsins 25 ára og yngri þegar við setjum auglýsingar á Instagram heldur en Facebook,“ segir Sigurður. Miðillinn ekki vaxið eins og búist var við Fyrirtæki hafa nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli á undanförnum árum, bæði með beinhörðum auglýsingum en auk þess með efni á borð við gjafaleiki og myndefni. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó að fyrirtæki hafi ekki ástæðu til að óttast fyrirhugaðar breytingar enn sem komið er. Hann segir slíka miðla ekki hafa öðlast eins mikið vægi á íslenskum auglýsingamarkaði og spáð var fyrir nokkrum árum. „Það sem við höfum séð er að vægi samfélagsmiðla á þessum markaði hefur ekki aukist eins og menn spáðu. Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar má ætla að vægi samfélagsmiðla fyrir 2016 hafi verið um 20%,“ segir Andrés. Sigurður segir þetta þó þrýsta á auglýsendur að leggja meira í markaðsefni sitt á samfélagsmiðlum og beina því á rétta staði - frekar en að kasta því einfaldlega hugsunarlaust út á Facebook. „Það ýtir meira undir að fyrirtæki leggi meiri vinnu í strategíuna, hvernig þeir ætla að nota miðilinn. Bæði hvernig þeir ætla að eyða peningunum og hver er markhópurinn. Að beina þá markaðsfénu á viðeigandi markhópa, en ekki skjóta bara á alla.“
Facebook Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira