Segir ótrúlegt að Sigmundur neiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. janúar 2018 18:58 Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. Vísir/Ernir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ótrúlegt að Sigmundur afneiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð. Sigmundur sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur. Dagur svarar Sigmundi á Twitter síðu sinni í dag. „Sigmundur Davíð tjáði sig gegn borgarlínu á Bylgjunni. Sagði tvennt þurfa til að hún gangi upp: þétting byggðar við stöðvarnar og miðkjarna sem dragi til sín fólk og umferð. Hann taldi hvorugt rétt,“ skrifar hann. „Hið fyrra er þó í planinu og hið síðara er ótrúlegt að hann afneiti.“ Þá segir Dagur að Sigmundur sé að mótmæla því að það sé mikil umferð til miðborgarinnar á háannatímum. „Allir sem fara á fætur fyrir átta vita að þetta er rangt,“ skrifar borgarstjórinn. Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. „Þetta hefur líka verið hluti af verkefninu frá upphafi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosó – þvert á pólitík,“ segir Dagur. Almenningssamgöngur forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferðDagur skrifar einnig um viðtalið við Sigmund á Facebook-síðu sinni og bendir á að forsenda þess að fleiri velji að nota almenningssamgöngur sé forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferð til framtíðar. „Án borgarlínu er óumflýjanlegt að tafatími í umferðinni aukist. Með borgarlínu komum við í veg fyrir það. Um það ber öllum umferðarútreikningum saman,“ segir Dagur. Borgarlína Samgöngur Stj.mál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ótrúlegt að Sigmundur afneiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð. Sigmundur sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur. Dagur svarar Sigmundi á Twitter síðu sinni í dag. „Sigmundur Davíð tjáði sig gegn borgarlínu á Bylgjunni. Sagði tvennt þurfa til að hún gangi upp: þétting byggðar við stöðvarnar og miðkjarna sem dragi til sín fólk og umferð. Hann taldi hvorugt rétt,“ skrifar hann. „Hið fyrra er þó í planinu og hið síðara er ótrúlegt að hann afneiti.“ Þá segir Dagur að Sigmundur sé að mótmæla því að það sé mikil umferð til miðborgarinnar á háannatímum. „Allir sem fara á fætur fyrir átta vita að þetta er rangt,“ skrifar borgarstjórinn. Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. „Þetta hefur líka verið hluti af verkefninu frá upphafi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosó – þvert á pólitík,“ segir Dagur. Almenningssamgöngur forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferðDagur skrifar einnig um viðtalið við Sigmund á Facebook-síðu sinni og bendir á að forsenda þess að fleiri velji að nota almenningssamgöngur sé forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferð til framtíðar. „Án borgarlínu er óumflýjanlegt að tafatími í umferðinni aukist. Með borgarlínu komum við í veg fyrir það. Um það ber öllum umferðarútreikningum saman,“ segir Dagur.
Borgarlína Samgöngur Stj.mál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06