Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 14:30 Greta Gerwig, hér önnur frá hægri, vann á sunnudag Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird sem valin var besta gamanmyndin á hátíðinni. vísir/getty Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. Kveðst hún sjá mjög eftir því og ætlar aldrei að vinna fyrir Allen aftur. Yfirlýsing hennar kemur í kjölfar þess að dóttir Allen, Dylan Farrow, kvaðst hafa fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar. Farrow, sem var ættleidd af Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014 en Allen hefur alltaf neitað ásökunum dóttur sinnar. Engu að síður komst dómari í forræðisdeilu þeirra Allen og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Dylan Farrow hefur látið í sér heyra þar sem henni finnst þær Hollywood-stjörnur sem kjósa að vinna með föður hennar sýna hræsni þegar þær styðja við byltingar á borð við MeToo og herferðina Time‘s Up sem hefur það markmið að að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt í Hollywood sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. I asked Greta Gerwig how she feels about her decision to work with Woody Allen. She said this: pic.twitter.com/W9bngQqY5V— Susan Cheng (@scheng_) January 8, 2018 Á meðal þeirra stjarna sem Farrow hefur sakað um hræsni eru Justin Timberlake og Blake Lively en Greta Gerwig var spurð að því á Golden Globe-hátíðinni hvernig henni liði með það að hafa unnið með Allen. Gerwig, sem fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird, svaraði spurningunni ekki en í viðtali við New York Times í vikunni sagðist hún sjá eftir því að hafa leikið í To Rome with Love. „Mig langar að tala sérstaklega um það sem snýr að Woody Allen sem ég hef verið spurð nokkrum sinnum að undanfarið. [...] Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega og hef hugsað mikið um. Það hefur tekið mig tíma að ná utan um hugsanir mínir og segja það sem ég vil segja. Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig. Golden Globes MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. Kveðst hún sjá mjög eftir því og ætlar aldrei að vinna fyrir Allen aftur. Yfirlýsing hennar kemur í kjölfar þess að dóttir Allen, Dylan Farrow, kvaðst hafa fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar. Farrow, sem var ættleidd af Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014 en Allen hefur alltaf neitað ásökunum dóttur sinnar. Engu að síður komst dómari í forræðisdeilu þeirra Allen og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Dylan Farrow hefur látið í sér heyra þar sem henni finnst þær Hollywood-stjörnur sem kjósa að vinna með föður hennar sýna hræsni þegar þær styðja við byltingar á borð við MeToo og herferðina Time‘s Up sem hefur það markmið að að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt í Hollywood sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. I asked Greta Gerwig how she feels about her decision to work with Woody Allen. She said this: pic.twitter.com/W9bngQqY5V— Susan Cheng (@scheng_) January 8, 2018 Á meðal þeirra stjarna sem Farrow hefur sakað um hræsni eru Justin Timberlake og Blake Lively en Greta Gerwig var spurð að því á Golden Globe-hátíðinni hvernig henni liði með það að hafa unnið með Allen. Gerwig, sem fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird, svaraði spurningunni ekki en í viðtali við New York Times í vikunni sagðist hún sjá eftir því að hafa leikið í To Rome with Love. „Mig langar að tala sérstaklega um það sem snýr að Woody Allen sem ég hef verið spurð nokkrum sinnum að undanfarið. [...] Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega og hef hugsað mikið um. Það hefur tekið mig tíma að ná utan um hugsanir mínir og segja það sem ég vil segja. Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig.
Golden Globes MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18