Embættisbústaðir Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 10. janúar 2018 07:00 Í síðasta mánuði horfði ég á áhugavert viðtal í sjónvarpinu við Sigurð Pálsson skáld. Þar komst ég að því að Sigurður var prestsbarn norðan úr landi eins og ég og hann lýsir því hvernig það hitti hann í hjartað þegar hann uppgötvaði að fjölskylda hans ætti hvorki landið né bæinn að Skinnastöðum eins og önnur börn í sveitinni heldur væri það ríkis- eða þjóðareign. Heyra mátti að þetta hefði valdið honum hugarangri í æsku. Þá rifjaðist upp fyrir mér hliðstæð bernskuminning þar sem ég stóð á hlaðinu í Laufási og horfði á fjölskyldu ryðjast út úr jeppabifreið með fötur og berjatínur og strunsa upp í ásinn áleiðis í berjamó. Ég fór inn og lét pabba vita að þarna væri aðkomufólk mætt og byrjað að tína ber á landinu okkar. Þá horfði hann á mig og sagði: Þau eiga þetta land jafn mikið og við. Svo útskýrði hann fyrir mér að við byggjum í húsi sem við ættum ekki heldur ríkið eða þjóðin og Laufásjörðina ættu allir landsmenn. Ég man að mér þótti þetta heldur skítt og hlustaði með gremju á hlátrasköllin ofan úr Laufásnum. Ég stóð mig að því árum síðar þegar ægilega sætur strákur í MA fór að dásama ríkidæmi okkar í Laufási eigandi allt þetta land! – að ég leiðrétti það EKKI því ég taldi mig betri kvenkost með höfuðból undir fótum. Síðar hef ég litið á það sem ágætis veganesti að hafa alist upp í embættisbústað á jörð í almannaeigu vitandi það að manni ber skylda til að ganga vel um, allt er að láni og síðar munu aðrir taka við. Ég varð vitni að því sem unglingur er fullorðinn sonur prests, sem síðast bjó í gamla torfbænum, kom að vitja æskuheimilisins, og áður en hann gekk inn kraup hann niður og kyssti á jörðina. Þá vissi ég að ég mætti elska þennan stað þótt ég hefði hann bara að láni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Í síðasta mánuði horfði ég á áhugavert viðtal í sjónvarpinu við Sigurð Pálsson skáld. Þar komst ég að því að Sigurður var prestsbarn norðan úr landi eins og ég og hann lýsir því hvernig það hitti hann í hjartað þegar hann uppgötvaði að fjölskylda hans ætti hvorki landið né bæinn að Skinnastöðum eins og önnur börn í sveitinni heldur væri það ríkis- eða þjóðareign. Heyra mátti að þetta hefði valdið honum hugarangri í æsku. Þá rifjaðist upp fyrir mér hliðstæð bernskuminning þar sem ég stóð á hlaðinu í Laufási og horfði á fjölskyldu ryðjast út úr jeppabifreið með fötur og berjatínur og strunsa upp í ásinn áleiðis í berjamó. Ég fór inn og lét pabba vita að þarna væri aðkomufólk mætt og byrjað að tína ber á landinu okkar. Þá horfði hann á mig og sagði: Þau eiga þetta land jafn mikið og við. Svo útskýrði hann fyrir mér að við byggjum í húsi sem við ættum ekki heldur ríkið eða þjóðin og Laufásjörðina ættu allir landsmenn. Ég man að mér þótti þetta heldur skítt og hlustaði með gremju á hlátrasköllin ofan úr Laufásnum. Ég stóð mig að því árum síðar þegar ægilega sætur strákur í MA fór að dásama ríkidæmi okkar í Laufási eigandi allt þetta land! – að ég leiðrétti það EKKI því ég taldi mig betri kvenkost með höfuðból undir fótum. Síðar hef ég litið á það sem ágætis veganesti að hafa alist upp í embættisbústað á jörð í almannaeigu vitandi það að manni ber skylda til að ganga vel um, allt er að láni og síðar munu aðrir taka við. Ég varð vitni að því sem unglingur er fullorðinn sonur prests, sem síðast bjó í gamla torfbænum, kom að vitja æskuheimilisins, og áður en hann gekk inn kraup hann niður og kyssti á jörðina. Þá vissi ég að ég mætti elska þennan stað þótt ég hefði hann bara að láni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun