Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. janúar 2018 20:00 Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. Tanngreiningar eru notaðar hér á landi til þess að úrskurða um aldur hælisleitenda sem segjast vera yngri en 18 ára og þ.a.l. börn í skilningi laganna. Framkvæmdin hefur hins vegar lengi verið umdeild. Þannig benti talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á það í kvöldfréttum á dögunum að um afar ónákvæm vísindi væri að ræða þar sem skekkjumörkin gætu verið umtalsverð. Hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur aftur á móti einnig haft uppi annars konar gagnrýni á framkvæmdina heldur en nákvæmnina eina. „Þá erum við komin á hinn anga þessarar umræðu innan vísindasamfélagsins og það er siðferðislega hliðin. Hvort það sé réttlætanlegt að beita aðferðum sem eru jafn umdeildar og raun ber vitni til þess að úrskurða um mál fólks í svona viðkvæmri stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, meistaranemi í mannfræði við HÍ.Rannsóknirnar framkvæmdar af HÍ Rannsóknirnar á hælisleitendum eru framkvæmdar á grundvelli samnings á milli tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar. Eyrún hefur ásamt hópi fólks innan HÍ sent erindi til Vísindasiðanefndar, en þau telja að samningurinn og rannsóknir á vegum hans standist ekki siðareglur skólans. „Vísindasiðareglur HÍ gera ríka kröfu á rannsakendur að tryggja að rannsóknarniðurstöður séu ekki nýttar á hátt sem veldur skaða. Við teljum að í ljósi þess hvernig kaupandi þessarar þjónustu nýtir rannsóknirnar þá sé ástæða til þess að gera alvarlega athugun á þessu.“ Þannig taki Útlendingastofnun gjarnan ákvörðun um mál einstaklinga byggða á niðurstöðu tannrannsóknar og geti rannsóknin því í mörgum tilfellum valdið miklum skaða. Sé þetta sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að framkvæmdinni hafi verið hafnað víða í nágrannalöndum. „Breskir tannlæknar hafa lýst sig andvíga tanngreiningum og þá ekki síst út frá þeirra forsendu að það að láta fólk gangast undir röntgenmyndatöku án þess að læknisfræðilegar ástæður búi að baki sé ekki réttlætanlegt,“ segir Eyrún að lokum. Flóttamenn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. Tanngreiningar eru notaðar hér á landi til þess að úrskurða um aldur hælisleitenda sem segjast vera yngri en 18 ára og þ.a.l. börn í skilningi laganna. Framkvæmdin hefur hins vegar lengi verið umdeild. Þannig benti talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á það í kvöldfréttum á dögunum að um afar ónákvæm vísindi væri að ræða þar sem skekkjumörkin gætu verið umtalsverð. Hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur aftur á móti einnig haft uppi annars konar gagnrýni á framkvæmdina heldur en nákvæmnina eina. „Þá erum við komin á hinn anga þessarar umræðu innan vísindasamfélagsins og það er siðferðislega hliðin. Hvort það sé réttlætanlegt að beita aðferðum sem eru jafn umdeildar og raun ber vitni til þess að úrskurða um mál fólks í svona viðkvæmri stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, meistaranemi í mannfræði við HÍ.Rannsóknirnar framkvæmdar af HÍ Rannsóknirnar á hælisleitendum eru framkvæmdar á grundvelli samnings á milli tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar. Eyrún hefur ásamt hópi fólks innan HÍ sent erindi til Vísindasiðanefndar, en þau telja að samningurinn og rannsóknir á vegum hans standist ekki siðareglur skólans. „Vísindasiðareglur HÍ gera ríka kröfu á rannsakendur að tryggja að rannsóknarniðurstöður séu ekki nýttar á hátt sem veldur skaða. Við teljum að í ljósi þess hvernig kaupandi þessarar þjónustu nýtir rannsóknirnar þá sé ástæða til þess að gera alvarlega athugun á þessu.“ Þannig taki Útlendingastofnun gjarnan ákvörðun um mál einstaklinga byggða á niðurstöðu tannrannsóknar og geti rannsóknin því í mörgum tilfellum valdið miklum skaða. Sé þetta sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að framkvæmdinni hafi verið hafnað víða í nágrannalöndum. „Breskir tannlæknar hafa lýst sig andvíga tanngreiningum og þá ekki síst út frá þeirra forsendu að það að láta fólk gangast undir röntgenmyndatöku án þess að læknisfræðilegar ástæður búi að baki sé ekki réttlætanlegt,“ segir Eyrún að lokum.
Flóttamenn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira