Nemendur Harvard hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 23:59 Forseta Íslands var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“. Fór forsetinn víða í fyrirlestrinum og ræddi meðal annars um afrek íslensku landsliðanna í knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube-síðu stjórnmálafræðistofnunar Harvard Kennedy-skólans en lokað hefur verið fyrir myndbandið þar sem í byrjun fyrirlestrarins var sýnt klippa af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að taka víkingaklappið á EM í Frakklandi 2016. Það myndefni er frá UEFA og er höfundarréttarvarið að því er fram kemur í skilaboðum sem birtast á skjánum vilji maður horfa á fyrirlesturinn nú. Upptakan hefur síðan verið gerð aðgengileg á Facebook-síðu Harvard-háskóla.Guðni í pontu í Harvard í kvöld.Á meðal þess sem Guðni ræddi í tengslum við jafnréttismálin voru sterkar kvenpersónur í Íslendingasögunum og talaði hann þar sérstaklega um Hallgerði langbrók. Rifjaði hann upp söguna af kinnhestinum fræga sem Gunnar á Hlíðarenda laust henni og sagði Hallgerður þá að einn daginn myndi hann sjá eftir því að hafa slegið hana. Það augnablik kom þegar Gunnar var í bardaga og strengurinn slitnaði í boganum. Bað hann þá Hallgerði um lokk úr hári hennar til að laga strenginn en hún neitar vegna kinnhestsins. „Og síðan var hann drepinn,“ sagði Guðni við nemendur Harvard-háskóla sem hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda. Auk þess að ræða knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál minntist forsetinn á bankahrunið 2008, ræddi málefni hafsins og norðurslóða en fyrr í dag hafði hann haldið hádegisfyrirlestur á vegum Norðurskautsverkefnisins (e. Arctic Initative) Harvard Kennedy-skólans auk þess sem hann fundaði með fulltrúum verkefnisins. Klappað var vel og lengi fyrir Guðna við lok fyrirlesturs hans í kvöld en að honum loknum tók forsetinn spurningar úr sal.Upptaka af erindi Guðna forseta er nú aðgengilegt á Facebook-síðu stjórnmálastofnunar Kennedy-skóla Harvard. Forseti Íslands Tengdar fréttir UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25 Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13 Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“. Fór forsetinn víða í fyrirlestrinum og ræddi meðal annars um afrek íslensku landsliðanna í knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube-síðu stjórnmálafræðistofnunar Harvard Kennedy-skólans en lokað hefur verið fyrir myndbandið þar sem í byrjun fyrirlestrarins var sýnt klippa af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að taka víkingaklappið á EM í Frakklandi 2016. Það myndefni er frá UEFA og er höfundarréttarvarið að því er fram kemur í skilaboðum sem birtast á skjánum vilji maður horfa á fyrirlesturinn nú. Upptakan hefur síðan verið gerð aðgengileg á Facebook-síðu Harvard-háskóla.Guðni í pontu í Harvard í kvöld.Á meðal þess sem Guðni ræddi í tengslum við jafnréttismálin voru sterkar kvenpersónur í Íslendingasögunum og talaði hann þar sérstaklega um Hallgerði langbrók. Rifjaði hann upp söguna af kinnhestinum fræga sem Gunnar á Hlíðarenda laust henni og sagði Hallgerður þá að einn daginn myndi hann sjá eftir því að hafa slegið hana. Það augnablik kom þegar Gunnar var í bardaga og strengurinn slitnaði í boganum. Bað hann þá Hallgerði um lokk úr hári hennar til að laga strenginn en hún neitar vegna kinnhestsins. „Og síðan var hann drepinn,“ sagði Guðni við nemendur Harvard-háskóla sem hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda. Auk þess að ræða knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál minntist forsetinn á bankahrunið 2008, ræddi málefni hafsins og norðurslóða en fyrr í dag hafði hann haldið hádegisfyrirlestur á vegum Norðurskautsverkefnisins (e. Arctic Initative) Harvard Kennedy-skólans auk þess sem hann fundaði með fulltrúum verkefnisins. Klappað var vel og lengi fyrir Guðna við lok fyrirlesturs hans í kvöld en að honum loknum tók forsetinn spurningar úr sal.Upptaka af erindi Guðna forseta er nú aðgengilegt á Facebook-síðu stjórnmálastofnunar Kennedy-skóla Harvard.
Forseti Íslands Tengdar fréttir UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25 Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13 Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25
Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13
Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30