Fulltrúi Bandaríkjanna sakar Suu Kyi um hvítþvott og siðleysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér valdhroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters-blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýsingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richardson um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsanirnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér valdhroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters-blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýsingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richardson um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsanirnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38