Taka tvö Hörður Ægisson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Eiga lífeyrissjóðir að kaupa í íslenskum viðskiptabanka – í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins 2008 – skömmu áður en til stendur að ráðast í útboð og skráningu? Þetta er sú spurning sem stjórnendur sjóðanna þurfa að svara á allra næstu vikum en Kaupþing, sem á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka, hefur boðið þeim að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í bankanum. Ákvörðunin gæti haft töluvert um það segja hvernig til mun takast í einu stærsta hlutafjárútboði sem íslenskt fyrirtæki hefur haldið. Aldrei áður hefur félag hér á landi ráðist í útboð af slíkri stærðargráðu sem er markaðssett fyrst og fremst til erlendra fjárfesta. Fyrir lífeyrissjóðina er þetta um margt endurtekið efni. Á sama tíma fyrir um ári voru sjóðirnir langt komnir með – að því er þeir sjálfir töldu – að klára kaup á um 25 prósenta hlut í bankanum. Ekkert varð hins vegar af því þegar í ljós kom að Kaupþing hafði gengið frá sölu á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka til erlendra vogunarsjóða og Goldman Sachs auk samkomulags um kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar. Ekki er ofsagt þótt fullyrt sé að öll sú framganga af hálfu Kaupþings hafi vægast sagt valdið kergju á meðal sjóðanna. Skipti þá litlu máli þótt Kaupþing hefði í kjölfarið umbúðalaust fallist á kröfu sjóðanna um að greiða þeim allan beinan útlagðan kostnað vegna viðræðnanna, samtals um 60 milljónir. Það ætti því að koma fáum á óvart að það gæti talsverðra efasemda hjá sjóðunum, einkum og sér í lagi þeirra stærstu, nú þegar þeim hefur á ný verið boðið upp í dans. Þykir lífeyrissjóðunum – og það kannski réttilega – að sú staðreynd sé til marks um að Kaupþing viðurkenni að það hafi verið misráðið að slíta viðræðunum í fyrra. Kaupþing hefur núna tækifæri til að leiðrétta þau mistök. Fjarvera lífeyrissjóðanna, langsamlegu stærstu stofnanafjárfesta landsins, kynni að öðrum kosti skapa tortryggni á meðal alþjóðlegra fjárfestingarsjóða og draga úr áhuga þeirra á að taka þátt í útboði bankans. Kaupþing er í nokkurri klemmu. Á sama tíma og það yrði traustleikamerki á Arion banka sem fjárfestingarkosti að fá lífeyrissjóðina til að kaupa í aðdraganda útboðs, þá metur Kaupþing það sem svo að félagið geti að óbreyttu aðeins boðið sjóðunum lítinn hlut til sölu, nokkuð sem hugnast þeim líkast til ekki ætli þeir á annað borð að fjárfesta í bankanum. Útlit er fyrir að þann „vanda“ eigi að leysa með því að Kaupþing nýti sér kauprétt, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá árinu 2009, að þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka sem yrði þá einnig hægt að bjóða sjóðunum til kaups. Afar óskynsamlegt væri hins vegar að reyna að selja þau bréf jafnskjótt áfram til lífeyrissjóðanna á mun hærra verði en kauprétturinn kveður á um. Sá valkostur, að ætla að taka einhvers konar „snúning“ á lífeyrissjóðina og ríkið, er ekki í boði – og það hljóta forsvarsmenn Kaupþings að gera sér grein fyrir. Í átta ár hafa bankarnir verið án virkra eigenda. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Og það gætir því miður afar lítils skilnings á mikilvægi þess, ekki síst hjá þeim sem tala fyrir því að ríkið standi ekki við gerða stöðugleikasamninga og leysi til sín þriðja bankann, að sú staða breytist. Alþjóðlegt útboð Arion mun skipta þar sköpum. Ekki aðeins eru miklir fjárhagslegir hagsmunir undir fyrir ríkið, sem fær megnið af söluandvirðinu til sín, heldur gæti það varðað veginn fyrir skráningu á hinum bönkunum. Það myndi marka lokahnykkinn á farsælli endurreisn íslensks fjármálakerfis.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun
Eiga lífeyrissjóðir að kaupa í íslenskum viðskiptabanka – í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins 2008 – skömmu áður en til stendur að ráðast í útboð og skráningu? Þetta er sú spurning sem stjórnendur sjóðanna þurfa að svara á allra næstu vikum en Kaupþing, sem á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka, hefur boðið þeim að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í bankanum. Ákvörðunin gæti haft töluvert um það segja hvernig til mun takast í einu stærsta hlutafjárútboði sem íslenskt fyrirtæki hefur haldið. Aldrei áður hefur félag hér á landi ráðist í útboð af slíkri stærðargráðu sem er markaðssett fyrst og fremst til erlendra fjárfesta. Fyrir lífeyrissjóðina er þetta um margt endurtekið efni. Á sama tíma fyrir um ári voru sjóðirnir langt komnir með – að því er þeir sjálfir töldu – að klára kaup á um 25 prósenta hlut í bankanum. Ekkert varð hins vegar af því þegar í ljós kom að Kaupþing hafði gengið frá sölu á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka til erlendra vogunarsjóða og Goldman Sachs auk samkomulags um kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar. Ekki er ofsagt þótt fullyrt sé að öll sú framganga af hálfu Kaupþings hafi vægast sagt valdið kergju á meðal sjóðanna. Skipti þá litlu máli þótt Kaupþing hefði í kjölfarið umbúðalaust fallist á kröfu sjóðanna um að greiða þeim allan beinan útlagðan kostnað vegna viðræðnanna, samtals um 60 milljónir. Það ætti því að koma fáum á óvart að það gæti talsverðra efasemda hjá sjóðunum, einkum og sér í lagi þeirra stærstu, nú þegar þeim hefur á ný verið boðið upp í dans. Þykir lífeyrissjóðunum – og það kannski réttilega – að sú staðreynd sé til marks um að Kaupþing viðurkenni að það hafi verið misráðið að slíta viðræðunum í fyrra. Kaupþing hefur núna tækifæri til að leiðrétta þau mistök. Fjarvera lífeyrissjóðanna, langsamlegu stærstu stofnanafjárfesta landsins, kynni að öðrum kosti skapa tortryggni á meðal alþjóðlegra fjárfestingarsjóða og draga úr áhuga þeirra á að taka þátt í útboði bankans. Kaupþing er í nokkurri klemmu. Á sama tíma og það yrði traustleikamerki á Arion banka sem fjárfestingarkosti að fá lífeyrissjóðina til að kaupa í aðdraganda útboðs, þá metur Kaupþing það sem svo að félagið geti að óbreyttu aðeins boðið sjóðunum lítinn hlut til sölu, nokkuð sem hugnast þeim líkast til ekki ætli þeir á annað borð að fjárfesta í bankanum. Útlit er fyrir að þann „vanda“ eigi að leysa með því að Kaupþing nýti sér kauprétt, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá árinu 2009, að þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka sem yrði þá einnig hægt að bjóða sjóðunum til kaups. Afar óskynsamlegt væri hins vegar að reyna að selja þau bréf jafnskjótt áfram til lífeyrissjóðanna á mun hærra verði en kauprétturinn kveður á um. Sá valkostur, að ætla að taka einhvers konar „snúning“ á lífeyrissjóðina og ríkið, er ekki í boði – og það hljóta forsvarsmenn Kaupþings að gera sér grein fyrir. Í átta ár hafa bankarnir verið án virkra eigenda. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Og það gætir því miður afar lítils skilnings á mikilvægi þess, ekki síst hjá þeim sem tala fyrir því að ríkið standi ekki við gerða stöðugleikasamninga og leysi til sín þriðja bankann, að sú staða breytist. Alþjóðlegt útboð Arion mun skipta þar sköpum. Ekki aðeins eru miklir fjárhagslegir hagsmunir undir fyrir ríkið, sem fær megnið af söluandvirðinu til sín, heldur gæti það varðað veginn fyrir skráningu á hinum bönkunum. Það myndi marka lokahnykkinn á farsælli endurreisn íslensks fjármálakerfis.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun