Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. janúar 2018 05:30 Mathöllin hefur gert lukku á Hlemmi þar sem fjölbreytt úrval veitinga stendur fólki til boða í ódýru leiguhúsnæði. vísir/eyþór Mánaðarleiga Hlemms mathallar ehf. er samkvæmt leigusamningi við Eignasjóð Reykjavíkurborgar 1.012.000 krónur. Samningurinn var undirritaður í febrúar 2016 og leigan miðaðist við breytingakostnað á húsinu sem var við undirritun áætlaður 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu. Sá kostnaður féll á borgina. Framkvæmdirnar fóru langt fram úr áætlun og í desember 2016 samþykkti borgarráð uppfærða kostnaðaráætlun upp á 152 milljónir. Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sagðist í samtali við blaðið ekkert vilja tjá sig um hvort þessi kostnaðaraukning hefði orðið til hækkunar á húsaleigunni. Reykjavíkurborg réðst af miklum metnaði í að breyta strætóbiðstöðinni fornfrægu í matarmarkað snemma árs 2016. Samið var við Hlemm mathöll um að reka matarmarkaðinn og Dagur B. Eggertssonborgarstjóri sagðist þá sjá fyrir sér að Hlemmur yrði hjarta íslenskrar matarmenningar. Húsnæðið er 529 fermetrar og fermetraverðið því tæpar 2.000 krónur. Samningurinn má því teljast býsna góður en til samanburðar má nefna að fermetrinn í verslunarhúsnæði á Laugavegi leggur sig alla jafna einhvers staðar á bilinu 3.500 til 6.500 krónur, ásamt virðisauka og kostnaði við sameign. Samkvæmt leigusamningnum er leigutaka heimilt að „leigja hluta húsnæðisins út til annarra rekstraraðila matarmarkaðarins“. Höllin hýsir tíu ólíka veitingastaði, meðal annars ísbúðina Ísleif heppna, Jómfrúna, Borðið og Brauð & Co. Samkvæmt heimildum er leiguverð á bás í kringum hálfa milljón á mánuði. Mathöllin tók með samningum að sér ákveðna þætti almannaþjónustu, meðal annars rekstur salerna í húsinu en borginni var mjög í mun að koma honum í samt lag eftir langvarandi hallæri í þeim efnum. Samningurinn kveður á um að „salerni verði opin fyrir almenning óháð því hvort um sé að ræða viðskiptavini leigutaka eða ekki“. Mathöllinni var þó heimilað að taka gjald fyrir notkun á salernunum og rukkar um 200 krónur þá sem ekki eru í viðskiptum við veitingastaðina. Þá gerði samningurinn ráð fyrir 50 fermetra opnu rými, biðsvæði fyrir strætófarþega. Samningurinn er til tíu ára en þá tekur við ótímabundinn leigusamningur með tólf mánaða uppsagnarfresti. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað, þar með talið hita og rafmagn. Leigutaki sér líka um rekstur og viðhald á lóð, snjómokstur og annan hefðbundinn rekstur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Mánaðarleiga Hlemms mathallar ehf. er samkvæmt leigusamningi við Eignasjóð Reykjavíkurborgar 1.012.000 krónur. Samningurinn var undirritaður í febrúar 2016 og leigan miðaðist við breytingakostnað á húsinu sem var við undirritun áætlaður 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu. Sá kostnaður féll á borgina. Framkvæmdirnar fóru langt fram úr áætlun og í desember 2016 samþykkti borgarráð uppfærða kostnaðaráætlun upp á 152 milljónir. Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sagðist í samtali við blaðið ekkert vilja tjá sig um hvort þessi kostnaðaraukning hefði orðið til hækkunar á húsaleigunni. Reykjavíkurborg réðst af miklum metnaði í að breyta strætóbiðstöðinni fornfrægu í matarmarkað snemma árs 2016. Samið var við Hlemm mathöll um að reka matarmarkaðinn og Dagur B. Eggertssonborgarstjóri sagðist þá sjá fyrir sér að Hlemmur yrði hjarta íslenskrar matarmenningar. Húsnæðið er 529 fermetrar og fermetraverðið því tæpar 2.000 krónur. Samningurinn má því teljast býsna góður en til samanburðar má nefna að fermetrinn í verslunarhúsnæði á Laugavegi leggur sig alla jafna einhvers staðar á bilinu 3.500 til 6.500 krónur, ásamt virðisauka og kostnaði við sameign. Samkvæmt leigusamningnum er leigutaka heimilt að „leigja hluta húsnæðisins út til annarra rekstraraðila matarmarkaðarins“. Höllin hýsir tíu ólíka veitingastaði, meðal annars ísbúðina Ísleif heppna, Jómfrúna, Borðið og Brauð & Co. Samkvæmt heimildum er leiguverð á bás í kringum hálfa milljón á mánuði. Mathöllin tók með samningum að sér ákveðna þætti almannaþjónustu, meðal annars rekstur salerna í húsinu en borginni var mjög í mun að koma honum í samt lag eftir langvarandi hallæri í þeim efnum. Samningurinn kveður á um að „salerni verði opin fyrir almenning óháð því hvort um sé að ræða viðskiptavini leigutaka eða ekki“. Mathöllinni var þó heimilað að taka gjald fyrir notkun á salernunum og rukkar um 200 krónur þá sem ekki eru í viðskiptum við veitingastaðina. Þá gerði samningurinn ráð fyrir 50 fermetra opnu rými, biðsvæði fyrir strætófarþega. Samningurinn er til tíu ára en þá tekur við ótímabundinn leigusamningur með tólf mánaða uppsagnarfresti. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað, þar með talið hita og rafmagn. Leigutaki sér líka um rekstur og viðhald á lóð, snjómokstur og annan hefðbundinn rekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent