George Weah svarinn í embætti forseta Líberíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 17:27 Weah sagðist ekki geta lofað skyndilausnum, aðeins stöðugri þróun í átt að umbótum. Vísir/AFP Líberíska knattspyrnugoðsögnin George Weah sór embættiseið sem forseti heimalands síns í dag. Í ræðu sagði Weah hann myndi leggja áherslu á að berjast gegn spillingu og að tryggja opinberum starfsmönnum mannsæmandi laun. Tugir þúsunda áhorfenda voru viðstaddir athöfnina á íþróttaleikvangi í höfuðborginni Monróvíu í dag, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem fylgdust með athöfninni var Samuel Eto‘o, ein helsta knattspyrnuhetja Kamerún. „Ég hef varið mörgum árum ævi minnar á leikvöngum en í dag er tilfinningin engri annarri lík,“ sagði Weah sem þakkaði Ellen Johnson Sirleaf, forvera sínum í embætti, fyrir að hafa komið á friði í landinu eftir áralangt borgarastríð. Weah einn farsælasti knattspyrnumaður Afríku. Hann lék meðal annars með Monaco, AC Milan, Paris Saint-Germain og Chelsea. Í seinni tíð hefur hann einbeitt sér að stjórnmálum í heimalandi. Hann bauð sig fram gegn Sirleaf árið 2005 en beið lægri hlut. Eftir það útskrifaðist hann með gráðu í viðskiptum frá bandarískum háskóla, meðal annars vegna þess að hann hafði verið gagnrýndur fyrir skort á menntun. Hann var kjörinn forseti í kosningum í desember.Samuel Eto'o, fyrrverandi framherji Barcelona og Chelsea, var viðstaddur athöfnina í Monróvíu í dag.Vísir/AFP Líbería Tengdar fréttir Ærið verkefnið stendur fram fyrir knattspyrnugoðsögninni Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag. 29. desember 2017 12:45 Hinn reynslulitli Weah lofar óútskýrðum breytingum í Líberíu George Weah tekur við forsetaembætti í Líberíu á næstunni. Knattspyrnusamfélagið samgleðst honum. Ríkið á sér sögu blóðugra átaka. Er með skáldaða háskólagráðu og hefur ekki útskýrt stefnu sína. Verðandi varaforseti vill dauðarefsingu við samkynhneigð. 13. janúar 2018 07:00 Knattspyrnugoðsögnin George Weah verður forseti Líberíu Gert er ráð fyrir að fyrrverandi fótboltamaðurinn George Weah mun bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Afríkuríkinu Líberíu. 28. desember 2017 19:14 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Líberíska knattspyrnugoðsögnin George Weah sór embættiseið sem forseti heimalands síns í dag. Í ræðu sagði Weah hann myndi leggja áherslu á að berjast gegn spillingu og að tryggja opinberum starfsmönnum mannsæmandi laun. Tugir þúsunda áhorfenda voru viðstaddir athöfnina á íþróttaleikvangi í höfuðborginni Monróvíu í dag, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem fylgdust með athöfninni var Samuel Eto‘o, ein helsta knattspyrnuhetja Kamerún. „Ég hef varið mörgum árum ævi minnar á leikvöngum en í dag er tilfinningin engri annarri lík,“ sagði Weah sem þakkaði Ellen Johnson Sirleaf, forvera sínum í embætti, fyrir að hafa komið á friði í landinu eftir áralangt borgarastríð. Weah einn farsælasti knattspyrnumaður Afríku. Hann lék meðal annars með Monaco, AC Milan, Paris Saint-Germain og Chelsea. Í seinni tíð hefur hann einbeitt sér að stjórnmálum í heimalandi. Hann bauð sig fram gegn Sirleaf árið 2005 en beið lægri hlut. Eftir það útskrifaðist hann með gráðu í viðskiptum frá bandarískum háskóla, meðal annars vegna þess að hann hafði verið gagnrýndur fyrir skort á menntun. Hann var kjörinn forseti í kosningum í desember.Samuel Eto'o, fyrrverandi framherji Barcelona og Chelsea, var viðstaddur athöfnina í Monróvíu í dag.Vísir/AFP
Líbería Tengdar fréttir Ærið verkefnið stendur fram fyrir knattspyrnugoðsögninni Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag. 29. desember 2017 12:45 Hinn reynslulitli Weah lofar óútskýrðum breytingum í Líberíu George Weah tekur við forsetaembætti í Líberíu á næstunni. Knattspyrnusamfélagið samgleðst honum. Ríkið á sér sögu blóðugra átaka. Er með skáldaða háskólagráðu og hefur ekki útskýrt stefnu sína. Verðandi varaforseti vill dauðarefsingu við samkynhneigð. 13. janúar 2018 07:00 Knattspyrnugoðsögnin George Weah verður forseti Líberíu Gert er ráð fyrir að fyrrverandi fótboltamaðurinn George Weah mun bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Afríkuríkinu Líberíu. 28. desember 2017 19:14 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Ærið verkefnið stendur fram fyrir knattspyrnugoðsögninni Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag. 29. desember 2017 12:45
Hinn reynslulitli Weah lofar óútskýrðum breytingum í Líberíu George Weah tekur við forsetaembætti í Líberíu á næstunni. Knattspyrnusamfélagið samgleðst honum. Ríkið á sér sögu blóðugra átaka. Er með skáldaða háskólagráðu og hefur ekki útskýrt stefnu sína. Verðandi varaforseti vill dauðarefsingu við samkynhneigð. 13. janúar 2018 07:00
Knattspyrnugoðsögnin George Weah verður forseti Líberíu Gert er ráð fyrir að fyrrverandi fótboltamaðurinn George Weah mun bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Afríkuríkinu Líberíu. 28. desember 2017 19:14