Diane Keaton trúir Woody Allen Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 16:13 Diane Keaton trúir vini sínum Woody Allen. vísir/getty Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, hefur sakað föður sinn um að beita sig kynferðislegu ofbeldi þegar hún var barn. Allen hefur staðfastlega neitað ásökununum en dóttir hans hefur undanfarið rifjað málið upp í tengslum við MeToo-byltinguna og átakið Time‘s Up. Þannig fór Dylan Farrow í fyrsta sjónvarpsviðtal vegna málsins fyrr í þessum mánuði. „Woody Allen er vinur minn og ég trúi honum enn,“ segir Keaton á Twitter-síðu sinni og bendir fólki á að horfa á viðtal við Allen sem tekið var við hann í fréttaskýringarþættinum 60 mínútur árið 1992. Keaton vann Óskarsverðlaun árið 1977 fyrir hlutverk sitt í mynd Allen, Annie Hall. Þá áttu þau í ástarsambandi á 8. áratugnum. Yfirlýsing Keaton nú kemur í kjölfar þess að ýmsar leikkonur hafa sagt að þær muni aldrei aftur vinna með leikaranum. Þar á meðal eru þær Greta Gerwig og Mira Sorvino. Woody Allen is my friend and I continue to believe him. It might be of interest to take a look at the 60 Minute interview from 1992 and see what you think. https://t.co/QVQIUxImB1— Diane Keaton (@Diane_Keaton) January 29, 2018 MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. 24. janúar 2018 19:45 Alec Baldwin stekkur til varnar Woody Allen Alec Baldwin leggur orð í belg varðandi ásakanir Dylan Farrow á hendur Woody Allen. Hann segir Farrow nota tár sín til þess að fá aðra til þess að trúa henni. 29. janúar 2018 22:15 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, hefur sakað föður sinn um að beita sig kynferðislegu ofbeldi þegar hún var barn. Allen hefur staðfastlega neitað ásökununum en dóttir hans hefur undanfarið rifjað málið upp í tengslum við MeToo-byltinguna og átakið Time‘s Up. Þannig fór Dylan Farrow í fyrsta sjónvarpsviðtal vegna málsins fyrr í þessum mánuði. „Woody Allen er vinur minn og ég trúi honum enn,“ segir Keaton á Twitter-síðu sinni og bendir fólki á að horfa á viðtal við Allen sem tekið var við hann í fréttaskýringarþættinum 60 mínútur árið 1992. Keaton vann Óskarsverðlaun árið 1977 fyrir hlutverk sitt í mynd Allen, Annie Hall. Þá áttu þau í ástarsambandi á 8. áratugnum. Yfirlýsing Keaton nú kemur í kjölfar þess að ýmsar leikkonur hafa sagt að þær muni aldrei aftur vinna með leikaranum. Þar á meðal eru þær Greta Gerwig og Mira Sorvino. Woody Allen is my friend and I continue to believe him. It might be of interest to take a look at the 60 Minute interview from 1992 and see what you think. https://t.co/QVQIUxImB1— Diane Keaton (@Diane_Keaton) January 29, 2018
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. 24. janúar 2018 19:45 Alec Baldwin stekkur til varnar Woody Allen Alec Baldwin leggur orð í belg varðandi ásakanir Dylan Farrow á hendur Woody Allen. Hann segir Farrow nota tár sín til þess að fá aðra til þess að trúa henni. 29. janúar 2018 22:15 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. 24. janúar 2018 19:45
Alec Baldwin stekkur til varnar Woody Allen Alec Baldwin leggur orð í belg varðandi ásakanir Dylan Farrow á hendur Woody Allen. Hann segir Farrow nota tár sín til þess að fá aðra til þess að trúa henni. 29. janúar 2018 22:15
Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42