Varamaður Tom Brady orðinn launahæstur í NFL eftir að byrja aðeins sjö leiki Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2018 11:00 Jimmy Garoppolo á nú fyrir salti í grautinn. getty Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo varð í gærkvöldi launahæsti leikmaður sögunnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar að hann skrifaði undir fimm ára langan samning við San Francisco 49ers. Garoppolo fær litlar 137,5 milljónir dollara í laun yfir þennan tíma eða 27,5 milljónir á ári. Litlu munar á honum og Matthew Stafford, leikstjórnanda Detroit Lions, sem er næstlaunahæstur með 27 milljónir dollara á ári. Það sem er áhugaverðast við þetta allt saman er að Garoppolo, eða Jimmy G eins og hann er kallaður, hefur aðeins byrjað sjö leiki í NFL-deildinni. Allir hinir 100 milljóna dollara mennirnir í deildinni hafa sannað gildi sitt á nokkrum árum og/eða hreinlega unnið Super Bowl. Garoppolo var fenginn til New England Patriots í annarri umferð nýliðavalsins árið 2014 og fannst sérfræðingum strax athyglivert að liðið væri að taka leikstjórnanda svona snemma í valinu þegar það er með Tom Brady. Var talið nánast öruggt að Bill Belichick, þjálfari Patriots, vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki og þarna væri arftaki Tom Brady á ferðinni.vísir/gettyGaroppolo sat á bekknum hjá Patriots, rólegur, í þrjú ár, en spilaði tvo leiki í byrjun tímabilsins 2016 þegar að Tom Brady var í banni. Hann vann báða leikina og spilaði mjög vel. Sannfærðust menn enn frekar um að þarna væri á ferð maðurinn sem myndi taka við af Brady. Nýliðasamningur hans átti að renna út í sumar og var honum óvænt skipt til San Francisco á miðju tímabili fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins. Frisco-liðið þakkaði pent fyrir sig og vann síðustu fimm leiki tímabilsins með Jimmy G í brúnni. Framkvæmdastjóri og þjálfari 49ers voru sannfærðir; Garoppolo er framtíðin. Því var gerður þessi ofursamningur við strákinn þrátt fyrir að hann hefur ekki einu sinni spilað samtals hálfa leiktíð í NFL-deildinni. Jimmy Garoppolo fær nú töluvert meira borgað en Tom Brady sem er 15. launahæsti leikmaður deildarinnar með rétt ríflega 20 milljónir dollara í árslaun. NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo varð í gærkvöldi launahæsti leikmaður sögunnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar að hann skrifaði undir fimm ára langan samning við San Francisco 49ers. Garoppolo fær litlar 137,5 milljónir dollara í laun yfir þennan tíma eða 27,5 milljónir á ári. Litlu munar á honum og Matthew Stafford, leikstjórnanda Detroit Lions, sem er næstlaunahæstur með 27 milljónir dollara á ári. Það sem er áhugaverðast við þetta allt saman er að Garoppolo, eða Jimmy G eins og hann er kallaður, hefur aðeins byrjað sjö leiki í NFL-deildinni. Allir hinir 100 milljóna dollara mennirnir í deildinni hafa sannað gildi sitt á nokkrum árum og/eða hreinlega unnið Super Bowl. Garoppolo var fenginn til New England Patriots í annarri umferð nýliðavalsins árið 2014 og fannst sérfræðingum strax athyglivert að liðið væri að taka leikstjórnanda svona snemma í valinu þegar það er með Tom Brady. Var talið nánast öruggt að Bill Belichick, þjálfari Patriots, vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki og þarna væri arftaki Tom Brady á ferðinni.vísir/gettyGaroppolo sat á bekknum hjá Patriots, rólegur, í þrjú ár, en spilaði tvo leiki í byrjun tímabilsins 2016 þegar að Tom Brady var í banni. Hann vann báða leikina og spilaði mjög vel. Sannfærðust menn enn frekar um að þarna væri á ferð maðurinn sem myndi taka við af Brady. Nýliðasamningur hans átti að renna út í sumar og var honum óvænt skipt til San Francisco á miðju tímabili fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins. Frisco-liðið þakkaði pent fyrir sig og vann síðustu fimm leiki tímabilsins með Jimmy G í brúnni. Framkvæmdastjóri og þjálfari 49ers voru sannfærðir; Garoppolo er framtíðin. Því var gerður þessi ofursamningur við strákinn þrátt fyrir að hann hefur ekki einu sinni spilað samtals hálfa leiktíð í NFL-deildinni. Jimmy Garoppolo fær nú töluvert meira borgað en Tom Brady sem er 15. launahæsti leikmaður deildarinnar með rétt ríflega 20 milljónir dollara í árslaun.
NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira