47 Rússar sem höfðu áfrýjað ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar um að útiloka þá frá vetrarólympíuleikunum í varð þá ekkert ágengt í áfrýjun sinni.
Dozens of Russian athletes have lost an eleventh-hour bid to join the Winter Olympics in Pyeongchang after the Court of Arbitration for Sport (CAS) rejected their appeal #PyeongChang2018https://t.co/nCPXGdLqYD
— CNN (@CNN) February 9, 2018
Meðal þessara 47 voru 28 íþróttamenn sem Alþjóðaíþróttadómstólinn hafði létt af banni frá Ólympíuleikunum á dögunum vegna skorts á sönnunnargögnum um ólöglega lyfjanotkun þeirra. Sá dómur vakti upp mikil viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir hreinum íþróttum.
169 Rússar munu engu að síður keppa á Ólympíuleikunum í Pyeongchang en þeir keppa undir fána Álþjóðaólympíunefndarinnar en ekki undir rússneska fánanum. Rússar eru enn í banni vegna skipulagðar lyfjamisnotkunnar þeirra í skjóli rússneska sambandsins og stjórnvalda á síðustu árum.