Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2018 18:45 Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Vísir/AFP Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, segir Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ með árásum á sveitir hliðhollar Assad í nótt. Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Þá segjast Bandaríkin hafa brugðist við í sjálfsvörn þegar ráðist var á herstöð Kúrda og araba sem eru bandamenn Bandaríkjanna í Efrat-dalnum. Um er að ræða umfangsmestu átök á milli bandalags Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og Assad-liða frá því að átökin hófust þar í landi. Talið er að rússneskir málaliðar hafi verið meðal Assad-liða og reynist það rétt er það í fyrsta sinn sem Bandaríkin fella Rússa í Sýrlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir enga Rússa hafa verið á svæðinu. Þar að auki segja þeir að um 25 hafi særst og engir hafi látið lífið. Bandaríkin segja um 500 menn, studdir af stórskotaliði og skriðdrekum, hafi ráðist yfir Efrat-ána austur af borginni Deir al-Zour og á herstöð Syrian Democratic Forces þar. SDF eru regnhlífarsamtök Kúrda og Araba sem hafa tekið stóran hluta Sýrlands af Íslamska ríkinu. Einn meðlimur SDF er sagður hafa særst í árásinni. Bandarískir hermenn voru einnig á staðnum en þá sakaði ekki. Á svæðinu sem árásin átti sér stað eru gjöfular olíulindir. Bandaríkin segjast hafa orðið vör við uppbyggingu Assad-liða á svæðinu og að þeir hafi látið Rússa, sem standa við bakið á Assad, vita af veru SDF þar.Samkvæmt frétt BBC hefur Utanríkisráðuneyti Sýrlands sent bréf til Sameinuðu þjóðanna og farið fram á að árásirnar verði fordæmdar. Ríkisstjórn Assad segir að um stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu sé að ræða.Assad-liðar hafa á undanförnum dögum gert fjölmargar loftárásir á bæi í Ghouta héraði sem uppreisnarmenn stjórna. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst 36 almenna borgara hafa dáið í árásunum í dag og að alls hafi 185 dáið frá því á mánudaginn. Sömuleiðis var ríkisstjórn Assad sökuð um að beita efnavopnum gegn almennum borgurum fyrr í vikunni. Læknir á svæðinu sem blaðamaður Guardian ræddi við segir Ghouta vera að „drukkna í blóði“. Sýrland Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, segir Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ með árásum á sveitir hliðhollar Assad í nótt. Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Þá segjast Bandaríkin hafa brugðist við í sjálfsvörn þegar ráðist var á herstöð Kúrda og araba sem eru bandamenn Bandaríkjanna í Efrat-dalnum. Um er að ræða umfangsmestu átök á milli bandalags Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og Assad-liða frá því að átökin hófust þar í landi. Talið er að rússneskir málaliðar hafi verið meðal Assad-liða og reynist það rétt er það í fyrsta sinn sem Bandaríkin fella Rússa í Sýrlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir enga Rússa hafa verið á svæðinu. Þar að auki segja þeir að um 25 hafi særst og engir hafi látið lífið. Bandaríkin segja um 500 menn, studdir af stórskotaliði og skriðdrekum, hafi ráðist yfir Efrat-ána austur af borginni Deir al-Zour og á herstöð Syrian Democratic Forces þar. SDF eru regnhlífarsamtök Kúrda og Araba sem hafa tekið stóran hluta Sýrlands af Íslamska ríkinu. Einn meðlimur SDF er sagður hafa særst í árásinni. Bandarískir hermenn voru einnig á staðnum en þá sakaði ekki. Á svæðinu sem árásin átti sér stað eru gjöfular olíulindir. Bandaríkin segjast hafa orðið vör við uppbyggingu Assad-liða á svæðinu og að þeir hafi látið Rússa, sem standa við bakið á Assad, vita af veru SDF þar.Samkvæmt frétt BBC hefur Utanríkisráðuneyti Sýrlands sent bréf til Sameinuðu þjóðanna og farið fram á að árásirnar verði fordæmdar. Ríkisstjórn Assad segir að um stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu sé að ræða.Assad-liðar hafa á undanförnum dögum gert fjölmargar loftárásir á bæi í Ghouta héraði sem uppreisnarmenn stjórna. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst 36 almenna borgara hafa dáið í árásunum í dag og að alls hafi 185 dáið frá því á mánudaginn. Sömuleiðis var ríkisstjórn Assad sökuð um að beita efnavopnum gegn almennum borgurum fyrr í vikunni. Læknir á svæðinu sem blaðamaður Guardian ræddi við segir Ghouta vera að „drukkna í blóði“.
Sýrland Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira