Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir það tekur stjórnin ekki við fyrr en um páska en sósíaldemókratar telja sig hafa náð fram miklum breytingum og fá bæði utanríkis- og fjármálaráðuneytið. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að henni og formönnum Sósíaldemókrata og systurflokks Kristilegra demókrata hafi tekist að koma saman stjórnarsáttmála sem tryggi stöðuga stjórn til framfara fyrir þýsku þjóðina, með ábyrgum ríkisfjármálum, fjárfestingum í samgöngum og félagslegu öryggi. „Eins viljum við setja meira í öryggismál innanlands og eitt erfiðasta málið var hvernig ætti að taka á málum innflytjenda og aðlögun þeirra. Við völdum ekki auðveldu leiðina og bentum stöðugt á mikilvægi þess að vera mannúðlegur en um leið að hafa stjórn á ástandinu. Það var ekki auðvelt en við fundum góðan aðgerðapakka,“ sagði Merkel á sameiginlegum fréttamannafundi flokksleiðtoganna. Sósíaldemókratar lýstu yfir eftir kosningar að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata Angelu Merkel. En eftir að stjórnarmyndunarviðræður hennar við Frjálslynda flokkinn og Græningja runnu út í sandinn komu Sósíaldemókrata aftur að borðinu. Martin Schulz leiðtogi Sósíaldemókrata segir að það hafi einmitt verið ólíkar áherslur þeirra og flokks Merkel í innflytjendamálum, velferðarmálum og varðandi aukin réttindi launafólks sem voru hvað erfiðust í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Ég held að við höfum náð árangri og ég vona að kollegar mínir fyrirgefi mér þegar ég segi að sáttmálinn beri merki að sósíaldemókratar komu að honum. Við höfum haft mikil áhrif á þennan sáttmála og við erum þakklát fyrir vissar tilslakanir sem voru erfiðar fyrir Kristilega og systurflokk þeirra en náðust engu að síður,“ sagði Schulz. Hann er sannfærður um að 460 þúsund félagar hans í Sósíaldemókrataflokknum muni samþykkja stjórnarsáttmálann í allsherjar póstatkvæðagreiðslu á næstu vikum. Þá mun flokksþing Kristilegra demókrata einnig þurfa að blessa sáttmálann. Að þessu loknu vonast flokksleiðtogarnir til að ný stjórn geti tekið við fyrir páska. En stjórnarinnar er beðið með nokkurri óþreyju innan Evrópusambandsins og þá sérstaklega í Frakklandi því stjórnvöld þar hafa sett fram ákveðnar hugmyndir um breytingar á Evrópusambandinu. „Það sem okkur tókst að hafa með í þessum stjórnarsáttmála varðandi Evrópusambandið og framtíð þess mun hrinda af stað grundvallar stefnubreytingum í Evrópu. Með þessum stjórnarsáttmála mun Þýskaland aftur gegna virku leiðtogahlutverki í Evrópusambandinu,“ sagði Martin Schulz. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir það tekur stjórnin ekki við fyrr en um páska en sósíaldemókratar telja sig hafa náð fram miklum breytingum og fá bæði utanríkis- og fjármálaráðuneytið. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að henni og formönnum Sósíaldemókrata og systurflokks Kristilegra demókrata hafi tekist að koma saman stjórnarsáttmála sem tryggi stöðuga stjórn til framfara fyrir þýsku þjóðina, með ábyrgum ríkisfjármálum, fjárfestingum í samgöngum og félagslegu öryggi. „Eins viljum við setja meira í öryggismál innanlands og eitt erfiðasta málið var hvernig ætti að taka á málum innflytjenda og aðlögun þeirra. Við völdum ekki auðveldu leiðina og bentum stöðugt á mikilvægi þess að vera mannúðlegur en um leið að hafa stjórn á ástandinu. Það var ekki auðvelt en við fundum góðan aðgerðapakka,“ sagði Merkel á sameiginlegum fréttamannafundi flokksleiðtoganna. Sósíaldemókratar lýstu yfir eftir kosningar að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata Angelu Merkel. En eftir að stjórnarmyndunarviðræður hennar við Frjálslynda flokkinn og Græningja runnu út í sandinn komu Sósíaldemókrata aftur að borðinu. Martin Schulz leiðtogi Sósíaldemókrata segir að það hafi einmitt verið ólíkar áherslur þeirra og flokks Merkel í innflytjendamálum, velferðarmálum og varðandi aukin réttindi launafólks sem voru hvað erfiðust í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Ég held að við höfum náð árangri og ég vona að kollegar mínir fyrirgefi mér þegar ég segi að sáttmálinn beri merki að sósíaldemókratar komu að honum. Við höfum haft mikil áhrif á þennan sáttmála og við erum þakklát fyrir vissar tilslakanir sem voru erfiðar fyrir Kristilega og systurflokk þeirra en náðust engu að síður,“ sagði Schulz. Hann er sannfærður um að 460 þúsund félagar hans í Sósíaldemókrataflokknum muni samþykkja stjórnarsáttmálann í allsherjar póstatkvæðagreiðslu á næstu vikum. Þá mun flokksþing Kristilegra demókrata einnig þurfa að blessa sáttmálann. Að þessu loknu vonast flokksleiðtogarnir til að ný stjórn geti tekið við fyrir páska. En stjórnarinnar er beðið með nokkurri óþreyju innan Evrópusambandsins og þá sérstaklega í Frakklandi því stjórnvöld þar hafa sett fram ákveðnar hugmyndir um breytingar á Evrópusambandinu. „Það sem okkur tókst að hafa með í þessum stjórnarsáttmála varðandi Evrópusambandið og framtíð þess mun hrinda af stað grundvallar stefnubreytingum í Evrópu. Með þessum stjórnarsáttmála mun Þýskaland aftur gegna virku leiðtogahlutverki í Evrópusambandinu,“ sagði Martin Schulz.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira