Ráðherra skipar starfshóp vegna hvítbókar um fjármálakerfið Þórdís Valsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 18:17 Starfshópnum er falið að ljúka vinnu sinni fyrir 15. maí næstkomandi með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hyggst skipa starfshóp sem vinna á hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Markmiðið er að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni er varða fjármálakerfið, framtíðargerð þess og þróun,“ segir í tilkynningunni. Formaður starfshópsins verður Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Í hópnum munu einnig sitja Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður lausafjárhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabanka Íslands, Guðjón Rúnarsson lögmaður, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur og Sylvía K. Ólafsdóttir deildarstjóri hjá Landsvirkjun. Starfshópnum er falið að ljúka vinnu sinni fyrir 15. maí næstkomandi með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra.Aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sátt þurfi að ríkja um fyrirkomulag fjármálakerfisins til framtíðar og að hvítbók verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verði teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin á að hafa að leiðarljósi aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði, aukið gagnsæi og fjármálastöðugleika. Í stjórnarsáttmálanum segir einnig að ríkisstjórnin vilji vinna að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starfsemi fjármálafyrirtækja og að sérstaklega verði litið til annarra lítilla opinna hagkerfa og reynslu annars staðar á Norðurlöndunum við mótun framtíðarsýnar. Stj.mál Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hyggst skipa starfshóp sem vinna á hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Markmiðið er að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni er varða fjármálakerfið, framtíðargerð þess og þróun,“ segir í tilkynningunni. Formaður starfshópsins verður Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Í hópnum munu einnig sitja Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður lausafjárhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabanka Íslands, Guðjón Rúnarsson lögmaður, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur og Sylvía K. Ólafsdóttir deildarstjóri hjá Landsvirkjun. Starfshópnum er falið að ljúka vinnu sinni fyrir 15. maí næstkomandi með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra.Aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sátt þurfi að ríkja um fyrirkomulag fjármálakerfisins til framtíðar og að hvítbók verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verði teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin á að hafa að leiðarljósi aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði, aukið gagnsæi og fjármálastöðugleika. Í stjórnarsáttmálanum segir einnig að ríkisstjórnin vilji vinna að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starfsemi fjármálafyrirtækja og að sérstaklega verði litið til annarra lítilla opinna hagkerfa og reynslu annars staðar á Norðurlöndunum við mótun framtíðarsýnar.
Stj.mál Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15