Mikil fjölgun á íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. febrúar 2018 12:51 Fasteignum á sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30 prósent milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Færri eignir seljast nú yfir ásettu verði. Í nýrri mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að skráningum á íbúðum til sölu hafi fjölgaði mikið á seinna helmingi síðasta árs, en um svipað leyti hafi dregið úr verðhækkunum á markaðnum.Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að íbúðir sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki verið færri í þrjú ár. Skýrar vísbendingar séu um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar séu til sölu í hverjum mánuði. „Síðustu mánuðir hafa verið rólegri á fasteignamarkaði heldur en kannski fyrstu mánuðir síðasta árs þegar voru miklar verðhækkanir. Fjöldinn þeirra íbúða sem eru skráðar til sölu hefur vaxið talsvert undanfarna mánuði. Það voru 30 prósent fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Það þýðir að fólk hefur úr fleiri íbúðum að velja og það kannski á þátt í að dempa þessar verðhækkanir.“ Hins vegar hafi meðalsölutími íbúða ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendi til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil. Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. „Það var umræða um það síðasta vor að fólk væri að kaupa eignir á opnum húsum og fyrir opin hús og jafnvel á yfir ásettu verði. Þetta er að minnka verulega og nú sjáum við að það er einungis um átta prósent íbúða sem voru seldar yfir ásettu verði í desember. Þetta endurspeglar það að það er meira framboð og fólk hefur tíma til að skoða mismunandi eignir og það er kannski bara jákvætt.“ Og hefur hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði ekki verið lægra í þrjú ár. Ólafur Heiðar segir útlit fyrir að framboð á íbúðum haldi áfram að aukast. „Það hefur orðið vöxtur í íbúðauppbyggingu síðustu ár og það bendir ekkert til að það muni hægja á þeim vexti. Það verða byggðar fleiri íbúðir heldur en voru kannski eftir hrunið sem er jákvætt en það er óljóst nákvæmlega hvort sú uppbygging nái að mæta þörfinni að fullu næstu árin.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi sé komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hafi einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi skeri sig þó úr undanfarin tvö ár. Þannig taki hátt í 17 ár að borga upp kaupverð íbúðar fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi en ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum þar sem íbúðaverð hefur þó hækkað mest að undanförnu. Húsnæðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fasteignum á sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30 prósent milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Færri eignir seljast nú yfir ásettu verði. Í nýrri mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að skráningum á íbúðum til sölu hafi fjölgaði mikið á seinna helmingi síðasta árs, en um svipað leyti hafi dregið úr verðhækkunum á markaðnum.Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að íbúðir sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki verið færri í þrjú ár. Skýrar vísbendingar séu um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar séu til sölu í hverjum mánuði. „Síðustu mánuðir hafa verið rólegri á fasteignamarkaði heldur en kannski fyrstu mánuðir síðasta árs þegar voru miklar verðhækkanir. Fjöldinn þeirra íbúða sem eru skráðar til sölu hefur vaxið talsvert undanfarna mánuði. Það voru 30 prósent fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Það þýðir að fólk hefur úr fleiri íbúðum að velja og það kannski á þátt í að dempa þessar verðhækkanir.“ Hins vegar hafi meðalsölutími íbúða ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendi til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil. Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. „Það var umræða um það síðasta vor að fólk væri að kaupa eignir á opnum húsum og fyrir opin hús og jafnvel á yfir ásettu verði. Þetta er að minnka verulega og nú sjáum við að það er einungis um átta prósent íbúða sem voru seldar yfir ásettu verði í desember. Þetta endurspeglar það að það er meira framboð og fólk hefur tíma til að skoða mismunandi eignir og það er kannski bara jákvætt.“ Og hefur hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði ekki verið lægra í þrjú ár. Ólafur Heiðar segir útlit fyrir að framboð á íbúðum haldi áfram að aukast. „Það hefur orðið vöxtur í íbúðauppbyggingu síðustu ár og það bendir ekkert til að það muni hægja á þeim vexti. Það verða byggðar fleiri íbúðir heldur en voru kannski eftir hrunið sem er jákvætt en það er óljóst nákvæmlega hvort sú uppbygging nái að mæta þörfinni að fullu næstu árin.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi sé komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hafi einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi skeri sig þó úr undanfarin tvö ár. Þannig taki hátt í 17 ár að borga upp kaupverð íbúðar fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi en ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum þar sem íbúðaverð hefur þó hækkað mest að undanförnu.
Húsnæðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira