Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2018 16:38 Þegar efnasamsetning Trappist-reikistjarnanna var greind nánar kom í ljós að mikið magn reikulla efna væri þar að finna, líklega vatn. ESO/M. Kornmesser Allt að 250 sinnum meira vatn gæti verið að finna á einni af fjarreikistjörnunum í Trappist-1-sólkerfinu en á jörðinni. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem varpar nánar ljósi á efnasamsetningu og eðli reikistjarnanna sjö sem vöktu heimsathygli þegar þær fundust. Það var í febrúar í fyrra sem stjörnufræðingar tilkynntu að þeir hefðu fundið sólkerfi með sjö fjarreikistjörnum sem væru allar á stærð við jörðina í aðeins fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Niðurstöður rannsókna sem síðan hafa verið gerðar benda til þess að reikistjörnunarnar séu mestmegnis úr bergi og að mikið magn vatns geti verið að finna í sólkerfinu. Hópur vísindamanna fóðraði gögn um sólkerfið sem aflað var með sjónaukum í geimnum og á jörðu niðri inn í flókin tölvulíkön til að mæla eðlismassa reikistjarnanna með nákvæmari hætti en áður. Flókið hefur reynst að mæla hann vegna þess hversu þétt reikistjörnurnar liggja upp við hver aðra. Þrátt fyrir að reikistjörnurnar séu allar að minnsta kosti að einhverju leyti úr bergi kom einnig í ljós að á þeim væri vatn líklega að finna, ýmis á frosnu eða fljótandi formi, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Á einni reikistjarnanna er vatn um 5% af massanum en til samanburðar er fljótandi vatn um 0,02% af massa jarðar.Fljótandi vatn hugsanlega á yfirborði einnarInnstu reikistjörnurnar, Trappist-1b og c, líklega með kjarna úr bergi sem eru huldir þykkari lofthjúpum en jörðin hefur. Trappist 1d er léttust reikistjarnanna sjö og hefur aðeins tæpan þriðjung massa jarðarinnar. Ekki er ljóst hvort að á henni sé að finna þykkan lofthjúp, haf eða íslag. Trappist-1e virðist líkust jörðinni hvað varðar stærð, massa og eðlisþyngd. Hún er aðeins eðlisþéttari en jörðin. Það er talið benda til þess að hún hafi þéttan járnkjarna en ekki endilega þykkan lofthjúp, haf eða íslag. Þá virðist hún innihalda meira berg en hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu. Mögulegt er talið fljótandi vatn geti þakið yfirborð hennar. Yst í Trappist-1-sólkerfinu liggja Trappist-1f, g og h. Þar telja vísindamennirnir að vatn sé frosið á yfirborðinu. Ólíklegt sé hins vegar að þyngri sameindir eins og koltvísýring sé að finna þar ef lofthjúpur þeirra er þunnur.Óvíst hvort reikistjörnurnar séu lífvænlegarÞrátt fyrir að vísindamenn hafi nú betri hugmynd um aðstæður á reikistjörnunum í Trappist-1-kerfinu taka niðurstöðurnar ekki af tvímæli um hvort að þær séu mögulega lífvænlegar. Efasemdir hafa komið fram um hvort að sólkerfi eins og Trappist 1 séu vænlegir kostir til að hýsa líf, þrátt fyrir yfirborðskennd líkindi reikistjarnanna við jörðina. Móðurstjarna Trappist-kerfisins er svonefndur rauður dvergur. Slíkar stjörnur eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Snemma á lífsleið sinni blása rauðir dvergar hins vegar frá sér orkuríkri geislun sem getur tætt lofthjúpa reikistjarna í sundur. Þar með væru líkurnar á að reikistjörnurnar gætu viðhaldið fljótandi vatni á yfirborðinu litlar. Fljótandi vatn er talið grunnforsenda fyrir lífi eins og við þekkjum það. Vísindi Tengdar fréttir Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. 11. ágúst 2017 19:53 „Við viljum finna aðra Jörð“ Sævar Helgi Bragason segir að uppgötvun á sjö reikistjörnum á stærð við jörðu sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. 22. febrúar 2017 19:30 Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í kílómetrum talið er sólkerfið Í um 369 billjón kílómetra fjarlægð. Það eru 369.000.000.000.000 kílómetrar. 23. febrúar 2017 16:45 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins. 31. ágúst 2017 20:52 Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Allt að 250 sinnum meira vatn gæti verið að finna á einni af fjarreikistjörnunum í Trappist-1-sólkerfinu en á jörðinni. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem varpar nánar ljósi á efnasamsetningu og eðli reikistjarnanna sjö sem vöktu heimsathygli þegar þær fundust. Það var í febrúar í fyrra sem stjörnufræðingar tilkynntu að þeir hefðu fundið sólkerfi með sjö fjarreikistjörnum sem væru allar á stærð við jörðina í aðeins fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Niðurstöður rannsókna sem síðan hafa verið gerðar benda til þess að reikistjörnunarnar séu mestmegnis úr bergi og að mikið magn vatns geti verið að finna í sólkerfinu. Hópur vísindamanna fóðraði gögn um sólkerfið sem aflað var með sjónaukum í geimnum og á jörðu niðri inn í flókin tölvulíkön til að mæla eðlismassa reikistjarnanna með nákvæmari hætti en áður. Flókið hefur reynst að mæla hann vegna þess hversu þétt reikistjörnurnar liggja upp við hver aðra. Þrátt fyrir að reikistjörnurnar séu allar að minnsta kosti að einhverju leyti úr bergi kom einnig í ljós að á þeim væri vatn líklega að finna, ýmis á frosnu eða fljótandi formi, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Á einni reikistjarnanna er vatn um 5% af massanum en til samanburðar er fljótandi vatn um 0,02% af massa jarðar.Fljótandi vatn hugsanlega á yfirborði einnarInnstu reikistjörnurnar, Trappist-1b og c, líklega með kjarna úr bergi sem eru huldir þykkari lofthjúpum en jörðin hefur. Trappist 1d er léttust reikistjarnanna sjö og hefur aðeins tæpan þriðjung massa jarðarinnar. Ekki er ljóst hvort að á henni sé að finna þykkan lofthjúp, haf eða íslag. Trappist-1e virðist líkust jörðinni hvað varðar stærð, massa og eðlisþyngd. Hún er aðeins eðlisþéttari en jörðin. Það er talið benda til þess að hún hafi þéttan járnkjarna en ekki endilega þykkan lofthjúp, haf eða íslag. Þá virðist hún innihalda meira berg en hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu. Mögulegt er talið fljótandi vatn geti þakið yfirborð hennar. Yst í Trappist-1-sólkerfinu liggja Trappist-1f, g og h. Þar telja vísindamennirnir að vatn sé frosið á yfirborðinu. Ólíklegt sé hins vegar að þyngri sameindir eins og koltvísýring sé að finna þar ef lofthjúpur þeirra er þunnur.Óvíst hvort reikistjörnurnar séu lífvænlegarÞrátt fyrir að vísindamenn hafi nú betri hugmynd um aðstæður á reikistjörnunum í Trappist-1-kerfinu taka niðurstöðurnar ekki af tvímæli um hvort að þær séu mögulega lífvænlegar. Efasemdir hafa komið fram um hvort að sólkerfi eins og Trappist 1 séu vænlegir kostir til að hýsa líf, þrátt fyrir yfirborðskennd líkindi reikistjarnanna við jörðina. Móðurstjarna Trappist-kerfisins er svonefndur rauður dvergur. Slíkar stjörnur eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Snemma á lífsleið sinni blása rauðir dvergar hins vegar frá sér orkuríkri geislun sem getur tætt lofthjúpa reikistjarna í sundur. Þar með væru líkurnar á að reikistjörnurnar gætu viðhaldið fljótandi vatni á yfirborðinu litlar. Fljótandi vatn er talið grunnforsenda fyrir lífi eins og við þekkjum það.
Vísindi Tengdar fréttir Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. 11. ágúst 2017 19:53 „Við viljum finna aðra Jörð“ Sævar Helgi Bragason segir að uppgötvun á sjö reikistjörnum á stærð við jörðu sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. 22. febrúar 2017 19:30 Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í kílómetrum talið er sólkerfið Í um 369 billjón kílómetra fjarlægð. Það eru 369.000.000.000.000 kílómetrar. 23. febrúar 2017 16:45 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins. 31. ágúst 2017 20:52 Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. 11. ágúst 2017 19:53
„Við viljum finna aðra Jörð“ Sævar Helgi Bragason segir að uppgötvun á sjö reikistjörnum á stærð við jörðu sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. 22. febrúar 2017 19:30
Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í kílómetrum talið er sólkerfið Í um 369 billjón kílómetra fjarlægð. Það eru 369.000.000.000.000 kílómetrar. 23. febrúar 2017 16:45
Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00
Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins. 31. ágúst 2017 20:52
Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45