Sums staðar tífalt fleiri útlendingar Sveinn Arnarsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Jökulsárlón í Skaftárhreppi er eitt þekktasta sköpunarverk íslenskrar náttúru og dregur að sér margan ferðamanninn á hverjum einasta degi ársins. Það hefur skapað gríðarlega mikla atvinnu fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu. vísir/valli Tæplega þrjátíu og átta þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi í fyrra og hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á aðeins fjórum árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík eða um sex þúsund manns en einnig er mikil fjölgun í Kópavogi og Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi erlendra ríkisborgara ellefufaldast í Skaftárhreppi og svipaða sögu er að segja af Skútustaðahreppi. Einnig vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ athygli. Í upphafi árs 2013 bjuggu tuttugu erlendir ríkisborgarar í Skaftárhreppi en á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú tala komin upp í 130. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta krefst þess að við þurfum að byggja við leikskólann sem er mjög gott og kannski merki um að sveitarfélagið sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst og fremst er það ferðaþjónustan sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu og hér er fólk að setjast að.“ Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann segir vöxtinn hafa verið ævintýralegan síðustu ár og að á síðustu þremur árum hafi íbúum fjölgað um nærri 140 sem verður að teljast mjög óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi eins og hreppurinn er. „Við erum nú að bíða eftir því að komast yfir fimm hundruð og eigum ekki langt í land með það. Hér eru erlendir einstaklingar að setjast að og vinna við ferðaþjónustu en einnig eru heimamenn að koma heim og sjá tækifæri í að búa hér og starfa sem er gleðilegt. Af ferðaþjónustuaðilum sem ég ræði við koma nærri daglega óskir að utan um að vinna hér við Mývatn sem segir okkur að orðspor svæðisins og fyrirtækjanna er afar gott á erlendri grund.“ Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á tímabilinu um 2.350 erlenda ríkisborgara og eru nú 3.650 íbúar Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum sem tengd eru vellinum. Þetta er ákveðið verkefni fyrir okkur en við tökum þessu vel og bæjarbúar hafa tekið þessum breytingum mjög vel að mínu mati,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „En þetta reynir auðvitað á innviðina. Í leik- og grunnskólum okkar eru töluð þrjátíu tungumál og því þurfum við sérstaklega að vanda okkur og gera okkur besta í að mennta börnin okkar jafn vel, óháð því hvar þau fæddust eða hvert tungumálið er sem talað er á heimilum fólks,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Tæplega þrjátíu og átta þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi í fyrra og hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á aðeins fjórum árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík eða um sex þúsund manns en einnig er mikil fjölgun í Kópavogi og Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi erlendra ríkisborgara ellefufaldast í Skaftárhreppi og svipaða sögu er að segja af Skútustaðahreppi. Einnig vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ athygli. Í upphafi árs 2013 bjuggu tuttugu erlendir ríkisborgarar í Skaftárhreppi en á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú tala komin upp í 130. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta krefst þess að við þurfum að byggja við leikskólann sem er mjög gott og kannski merki um að sveitarfélagið sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst og fremst er það ferðaþjónustan sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu og hér er fólk að setjast að.“ Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann segir vöxtinn hafa verið ævintýralegan síðustu ár og að á síðustu þremur árum hafi íbúum fjölgað um nærri 140 sem verður að teljast mjög óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi eins og hreppurinn er. „Við erum nú að bíða eftir því að komast yfir fimm hundruð og eigum ekki langt í land með það. Hér eru erlendir einstaklingar að setjast að og vinna við ferðaþjónustu en einnig eru heimamenn að koma heim og sjá tækifæri í að búa hér og starfa sem er gleðilegt. Af ferðaþjónustuaðilum sem ég ræði við koma nærri daglega óskir að utan um að vinna hér við Mývatn sem segir okkur að orðspor svæðisins og fyrirtækjanna er afar gott á erlendri grund.“ Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á tímabilinu um 2.350 erlenda ríkisborgara og eru nú 3.650 íbúar Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum sem tengd eru vellinum. Þetta er ákveðið verkefni fyrir okkur en við tökum þessu vel og bæjarbúar hafa tekið þessum breytingum mjög vel að mínu mati,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „En þetta reynir auðvitað á innviðina. Í leik- og grunnskólum okkar eru töluð þrjátíu tungumál og því þurfum við sérstaklega að vanda okkur og gera okkur besta í að mennta börnin okkar jafn vel, óháð því hvar þau fæddust eða hvert tungumálið er sem talað er á heimilum fólks,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira