Lindsey Vonn missti af leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum vegna meiðsla en vann Ólympíugull í bruni á leiknum í Vancouver 2010. Hún keppti líka á leikunum í Salt Lake City og í Torínó 2006.
NBC hefur bandaríska sýningaréttinn frá Ólympíuleikunum í PyeongChang og hún hefur sett saman auglýsingu með Lindsey Vonn sem verður sýnd í tengslum við Super Bowl leikinn á sunnudaginn kemur.
Auglýsing er sett saman úr myndbrotum frá keppnisferli Lindsey Vonn sem spannar nú að verða þrjá áratugi. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt, bæði glæstra sigra, erfið meiðsli og súr vonbrigði. Vonn hefur hinsvegar alltaf haldið áfram og alltaf komið til baka þrátt fyrir mörg áföll.
„Þessar sextíu sekúndur segja svo mikið um lífið mitt, fjölskyldu mína, ást mína á skíðum, sigrana, sársaukann og viljann að gefast aldrei upp. Þegar allt er á botninn hvolft þá er ég bara stelpa sem elskar það að skíða hratt. Takk fyrir að láta mig gráta, NBC,“ skrifaði Lindsey Vonn á Twitter-síðu sína.
Það má sjá þessa dramatísku auglýsingu hér fyrir neðan en Lindsey Vonn sjálf er mjög ánægð með hana.
Truly love this #SuperBowl Ad from @NBCOlympics It airs this Sunday on NBC. Hope you guys like it #BestOfUS#WinterOlympics#thankful#nevergiveuppic.twitter.com/pLBI6uiiQQ
— lindsey vonn (@lindseyvonn) January 31, 2018