Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru. BAFTA Mest lesið „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour Lærðu rangstöðuregluna og trúðu á ást við fyrstu sýn Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Vorstemning í glæsilegu boði Sensai Glamour Augabrúnir tennisstjörnu áhyggjuefni á Twitter Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Konur á barmi taugaáfalls Glamour Gigi Hadid var stjarna Tommy Hilfiger í London Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Beyoncé og Mariah Carey hittust með börnin Glamour
Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru.
BAFTA Mest lesið „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour Lærðu rangstöðuregluna og trúðu á ást við fyrstu sýn Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Vorstemning í glæsilegu boði Sensai Glamour Augabrúnir tennisstjörnu áhyggjuefni á Twitter Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Konur á barmi taugaáfalls Glamour Gigi Hadid var stjarna Tommy Hilfiger í London Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Beyoncé og Mariah Carey hittust með börnin Glamour