Hættir við að aftengja ofurhækkun kjararáðs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í Eyjafirði ákvað á síðasta fundi sínum að láta umdeilda ákvörðun kjararáðs frá í október 2016 hafa að fullu áhrif á laun kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Launin hækka því nú um 25 prósent. Með umdeildri ákvörðun á kjördag til alþingiskosninga hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa gjarnan miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem ákveðið hlutfall af því. Sum sveitarfélög létu hækkun kjararáðs standa en önnur létu hana ekki taka gildi í þetta skipti. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í svari til Fréttablaðsins eftir fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs að hún kæmi mönnum í opna skjöldu og væri úr takti við væntingar um launaþróun. „Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ sagði Þröstur í nóvember 2016. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað síðan á þessum tíma að fara milliveginn, að sögn Þrastar; að hækkunin yrði 15,47 prósent frá 1. janúar 2017. Nú hefur svo verið ákveðið að hækkun kjararáðs frá 2016 komi að fullu til framkvæmda og hækka launin því um 25 prósent. Samtals er því hækkunin ríflega 44 prósent á rúmu ári. Að sögn Þrastar hefur óbreyttur sveitarstjórnarfulltrúi eftir þessa hækkun um 55 þúsund krónur í föst laun á mánuði og síðan um 44 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Ef menn sinna sínum störfum af ekki nema lágmarks samviskusemi, tel ég að þetta geti alls ekki talist nein ofurlaun,“ segir sveitarstjórinn. Nánar útskýrir Þröstur að oddviti sveitarstjórnarinnar fá nú 10 prósent af þingfararkaupi í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Aðrir aðalfulltrúar fá fimm prósent í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Varafulltrúar fá þrjú prósent fyrir hvern setinn fund. Síðan er álag fyrir formenn og ritara nefnda. Aðspurður segir Þröstur kostnaðarauka Grýtubakkahrepps vegna þessa vera áætlaðan tæpar tvær milljónir. Sveitarstjórnarmenn hreppsins séu eftir sem áður með þeim allra lægst launuðu á landinu. „Núverandi sveitarstjórn taldi heppilegra að taka þessa leiðréttingu sem svo má kalla, nú fyrir kosningar. Ella myndi það lenda beint á dagskrá nýrrar sveitarstjórnar að fara að skoða eigin kjör,“ segir sveitarstjórinn. Ekki sé heppilegt til lengdar í lýðræðislegu tilliti að sveitarstjórnarmenn séu afar lágt launaðir. „Svona í leiðinni get ég upplýst að laun sveitarstjóra, sem miðast við embættismannatöflu kjararáðs, hafa ekki hækkað frá 1. júní 2016,“ bætir Þröstur við. Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Kjaramál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í Eyjafirði ákvað á síðasta fundi sínum að láta umdeilda ákvörðun kjararáðs frá í október 2016 hafa að fullu áhrif á laun kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Launin hækka því nú um 25 prósent. Með umdeildri ákvörðun á kjördag til alþingiskosninga hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa gjarnan miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem ákveðið hlutfall af því. Sum sveitarfélög létu hækkun kjararáðs standa en önnur létu hana ekki taka gildi í þetta skipti. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í svari til Fréttablaðsins eftir fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs að hún kæmi mönnum í opna skjöldu og væri úr takti við væntingar um launaþróun. „Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ sagði Þröstur í nóvember 2016. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað síðan á þessum tíma að fara milliveginn, að sögn Þrastar; að hækkunin yrði 15,47 prósent frá 1. janúar 2017. Nú hefur svo verið ákveðið að hækkun kjararáðs frá 2016 komi að fullu til framkvæmda og hækka launin því um 25 prósent. Samtals er því hækkunin ríflega 44 prósent á rúmu ári. Að sögn Þrastar hefur óbreyttur sveitarstjórnarfulltrúi eftir þessa hækkun um 55 þúsund krónur í föst laun á mánuði og síðan um 44 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Ef menn sinna sínum störfum af ekki nema lágmarks samviskusemi, tel ég að þetta geti alls ekki talist nein ofurlaun,“ segir sveitarstjórinn. Nánar útskýrir Þröstur að oddviti sveitarstjórnarinnar fá nú 10 prósent af þingfararkaupi í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Aðrir aðalfulltrúar fá fimm prósent í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Varafulltrúar fá þrjú prósent fyrir hvern setinn fund. Síðan er álag fyrir formenn og ritara nefnda. Aðspurður segir Þröstur kostnaðarauka Grýtubakkahrepps vegna þessa vera áætlaðan tæpar tvær milljónir. Sveitarstjórnarmenn hreppsins séu eftir sem áður með þeim allra lægst launuðu á landinu. „Núverandi sveitarstjórn taldi heppilegra að taka þessa leiðréttingu sem svo má kalla, nú fyrir kosningar. Ella myndi það lenda beint á dagskrá nýrrar sveitarstjórnar að fara að skoða eigin kjör,“ segir sveitarstjórinn. Ekki sé heppilegt til lengdar í lýðræðislegu tilliti að sveitarstjórnarmenn séu afar lágt launaðir. „Svona í leiðinni get ég upplýst að laun sveitarstjóra, sem miðast við embættismannatöflu kjararáðs, hafa ekki hækkað frá 1. júní 2016,“ bætir Þröstur við.
Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Kjaramál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira