Hættir við að aftengja ofurhækkun kjararáðs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í Eyjafirði ákvað á síðasta fundi sínum að láta umdeilda ákvörðun kjararáðs frá í október 2016 hafa að fullu áhrif á laun kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Launin hækka því nú um 25 prósent. Með umdeildri ákvörðun á kjördag til alþingiskosninga hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa gjarnan miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem ákveðið hlutfall af því. Sum sveitarfélög létu hækkun kjararáðs standa en önnur létu hana ekki taka gildi í þetta skipti. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í svari til Fréttablaðsins eftir fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs að hún kæmi mönnum í opna skjöldu og væri úr takti við væntingar um launaþróun. „Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ sagði Þröstur í nóvember 2016. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað síðan á þessum tíma að fara milliveginn, að sögn Þrastar; að hækkunin yrði 15,47 prósent frá 1. janúar 2017. Nú hefur svo verið ákveðið að hækkun kjararáðs frá 2016 komi að fullu til framkvæmda og hækka launin því um 25 prósent. Samtals er því hækkunin ríflega 44 prósent á rúmu ári. Að sögn Þrastar hefur óbreyttur sveitarstjórnarfulltrúi eftir þessa hækkun um 55 þúsund krónur í föst laun á mánuði og síðan um 44 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Ef menn sinna sínum störfum af ekki nema lágmarks samviskusemi, tel ég að þetta geti alls ekki talist nein ofurlaun,“ segir sveitarstjórinn. Nánar útskýrir Þröstur að oddviti sveitarstjórnarinnar fá nú 10 prósent af þingfararkaupi í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Aðrir aðalfulltrúar fá fimm prósent í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Varafulltrúar fá þrjú prósent fyrir hvern setinn fund. Síðan er álag fyrir formenn og ritara nefnda. Aðspurður segir Þröstur kostnaðarauka Grýtubakkahrepps vegna þessa vera áætlaðan tæpar tvær milljónir. Sveitarstjórnarmenn hreppsins séu eftir sem áður með þeim allra lægst launuðu á landinu. „Núverandi sveitarstjórn taldi heppilegra að taka þessa leiðréttingu sem svo má kalla, nú fyrir kosningar. Ella myndi það lenda beint á dagskrá nýrrar sveitarstjórnar að fara að skoða eigin kjör,“ segir sveitarstjórinn. Ekki sé heppilegt til lengdar í lýðræðislegu tilliti að sveitarstjórnarmenn séu afar lágt launaðir. „Svona í leiðinni get ég upplýst að laun sveitarstjóra, sem miðast við embættismannatöflu kjararáðs, hafa ekki hækkað frá 1. júní 2016,“ bætir Þröstur við. Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í Eyjafirði ákvað á síðasta fundi sínum að láta umdeilda ákvörðun kjararáðs frá í október 2016 hafa að fullu áhrif á laun kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Launin hækka því nú um 25 prósent. Með umdeildri ákvörðun á kjördag til alþingiskosninga hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa gjarnan miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem ákveðið hlutfall af því. Sum sveitarfélög létu hækkun kjararáðs standa en önnur létu hana ekki taka gildi í þetta skipti. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í svari til Fréttablaðsins eftir fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs að hún kæmi mönnum í opna skjöldu og væri úr takti við væntingar um launaþróun. „Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ sagði Þröstur í nóvember 2016. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað síðan á þessum tíma að fara milliveginn, að sögn Þrastar; að hækkunin yrði 15,47 prósent frá 1. janúar 2017. Nú hefur svo verið ákveðið að hækkun kjararáðs frá 2016 komi að fullu til framkvæmda og hækka launin því um 25 prósent. Samtals er því hækkunin ríflega 44 prósent á rúmu ári. Að sögn Þrastar hefur óbreyttur sveitarstjórnarfulltrúi eftir þessa hækkun um 55 þúsund krónur í föst laun á mánuði og síðan um 44 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Ef menn sinna sínum störfum af ekki nema lágmarks samviskusemi, tel ég að þetta geti alls ekki talist nein ofurlaun,“ segir sveitarstjórinn. Nánar útskýrir Þröstur að oddviti sveitarstjórnarinnar fá nú 10 prósent af þingfararkaupi í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Aðrir aðalfulltrúar fá fimm prósent í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Varafulltrúar fá þrjú prósent fyrir hvern setinn fund. Síðan er álag fyrir formenn og ritara nefnda. Aðspurður segir Þröstur kostnaðarauka Grýtubakkahrepps vegna þessa vera áætlaðan tæpar tvær milljónir. Sveitarstjórnarmenn hreppsins séu eftir sem áður með þeim allra lægst launuðu á landinu. „Núverandi sveitarstjórn taldi heppilegra að taka þessa leiðréttingu sem svo má kalla, nú fyrir kosningar. Ella myndi það lenda beint á dagskrá nýrrar sveitarstjórnar að fara að skoða eigin kjör,“ segir sveitarstjórinn. Ekki sé heppilegt til lengdar í lýðræðislegu tilliti að sveitarstjórnarmenn séu afar lágt launaðir. „Svona í leiðinni get ég upplýst að laun sveitarstjóra, sem miðast við embættismannatöflu kjararáðs, hafa ekki hækkað frá 1. júní 2016,“ bætir Þröstur við.
Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira