Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 16. febrúar 2018 21:45 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Vísir/Stefán Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. Brynhildur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því er erfitt að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Brynhildur segir að Neytendasamtökin hafi sent erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku. „Við sendum erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku og við sendum líka erindi á ráðuneytið árið 2009 þar sem við fórum fram á að það yrði gripið til einhverra aðgerða,“ segir hún. „Síðan voru sett lög árið 2013 sem áttu að koma í veg fyrir það að svona lánafyrirtæki geti rukkað hvað sem er.“ Í kjölfarið voru sett lög um hversu mikið smálánafyrirtæki geti rukkað. Brynhildur segir þó að fyrirtækin komist ítrekað upp með að brjóta lögin og innheimti hærri kostnað en leyfilegt er án mikilla afleiðinga. „Vextirnir eru háir en til þess að geta tekið lán þá þarf að borga flýtigjald og í dag setja þau skilyrði um að þú kaupir rafbók. Þegar þessi kostnaður er tekinn saman er hann yfir leyfilegum mörkum,“ segir hún. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er enn boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Árið 2016 tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár. Eina úrræði Neytendastofu er að beita sektum. „Netendastofa hefur verið að úrskurða í þessum málum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirtæki eru með of háan kostnað og að það sé verið að brjóta lög,“ segir hún. „Mál fór fyrir héraðsdóm í fyrra þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Þegar Neytendastofa kemst að þeirri niðurstöðu að verið er að brjóta lög þá fer fyrirtækið fyrir dómstóla en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir geta þeir haldið áfram þessari háttsemi,“ segir hún.Í flestum tilfellum ungmenni sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjaHlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Foreldrar þurfa oft að grípa inn í að sögn Brynhildar. „Þetta eru ungmenni í flestum tilfellum. Umboðsmaður skuldara sendi frá sér yfirlýsingu um að það sé orðið mjög algengt að það sé leitað til umboðsmanns skuldara með þessi lán á bakinu en að sem gerist er að viðkomandi lendir á vanskilaskrálista og í þeim málum sjáum við foreldrana grípa inn í og greiða upp lán fyrir börnin sín“, segir hún. „Ég velti fyrir mér af hverju fólk er ekki frekar að nota yfirdráttarlán ef það er í vanda. Þar eru háir vextir en samt langt í frá að vera eins og smálán sem hljóta að vera verstu lán sem þú getur tekið. Eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög.“„Það er verið að hafa okkur að fíflum“Brynhildur segir að úrræðaleysið sé talsvert hjá stjórnvöldum. „Þessi fyrirtæki eru ítrekað að brjóta lög. Löggjafinn er búinn að segja að við heimilum ekki okurvexti en úrræðin virðast duga skammt og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þeir eru búnir að tapa einu dómsmáli. Segjum að þeir tapi næsta. Þá breyta þeir bara eitthvað aðeins skilmálunum og byrja svo aftur sama rúntinn,“ segir hún. „Við gerum þá kröfu að nú verði gripið inn í. Það er verið að hafa okkur að fíflum.“ Neytendur Smálán Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. Brynhildur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því er erfitt að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Brynhildur segir að Neytendasamtökin hafi sent erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku. „Við sendum erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku og við sendum líka erindi á ráðuneytið árið 2009 þar sem við fórum fram á að það yrði gripið til einhverra aðgerða,“ segir hún. „Síðan voru sett lög árið 2013 sem áttu að koma í veg fyrir það að svona lánafyrirtæki geti rukkað hvað sem er.“ Í kjölfarið voru sett lög um hversu mikið smálánafyrirtæki geti rukkað. Brynhildur segir þó að fyrirtækin komist ítrekað upp með að brjóta lögin og innheimti hærri kostnað en leyfilegt er án mikilla afleiðinga. „Vextirnir eru háir en til þess að geta tekið lán þá þarf að borga flýtigjald og í dag setja þau skilyrði um að þú kaupir rafbók. Þegar þessi kostnaður er tekinn saman er hann yfir leyfilegum mörkum,“ segir hún. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er enn boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Árið 2016 tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár. Eina úrræði Neytendastofu er að beita sektum. „Netendastofa hefur verið að úrskurða í þessum málum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirtæki eru með of háan kostnað og að það sé verið að brjóta lög,“ segir hún. „Mál fór fyrir héraðsdóm í fyrra þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Þegar Neytendastofa kemst að þeirri niðurstöðu að verið er að brjóta lög þá fer fyrirtækið fyrir dómstóla en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir geta þeir haldið áfram þessari háttsemi,“ segir hún.Í flestum tilfellum ungmenni sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjaHlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Foreldrar þurfa oft að grípa inn í að sögn Brynhildar. „Þetta eru ungmenni í flestum tilfellum. Umboðsmaður skuldara sendi frá sér yfirlýsingu um að það sé orðið mjög algengt að það sé leitað til umboðsmanns skuldara með þessi lán á bakinu en að sem gerist er að viðkomandi lendir á vanskilaskrálista og í þeim málum sjáum við foreldrana grípa inn í og greiða upp lán fyrir börnin sín“, segir hún. „Ég velti fyrir mér af hverju fólk er ekki frekar að nota yfirdráttarlán ef það er í vanda. Þar eru háir vextir en samt langt í frá að vera eins og smálán sem hljóta að vera verstu lán sem þú getur tekið. Eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög.“„Það er verið að hafa okkur að fíflum“Brynhildur segir að úrræðaleysið sé talsvert hjá stjórnvöldum. „Þessi fyrirtæki eru ítrekað að brjóta lög. Löggjafinn er búinn að segja að við heimilum ekki okurvexti en úrræðin virðast duga skammt og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þeir eru búnir að tapa einu dómsmáli. Segjum að þeir tapi næsta. Þá breyta þeir bara eitthvað aðeins skilmálunum og byrja svo aftur sama rúntinn,“ segir hún. „Við gerum þá kröfu að nú verði gripið inn í. Það er verið að hafa okkur að fíflum.“
Neytendur Smálán Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira