Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 16:49 Kjararáð ákveður laun æðstu embættismanna ríkisins og fleiri. vísir/anton brink Starfshópur um málefni kjararáðs leggur til að í lögum verði ákveðin launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrum mælikvarða sem starfshópurinn álítur þróun reglulegra launa ríkisstarfsmanna vera. Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag.Í skýrslu hópsins er að finna samanburð fyrirkomulags við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum á Íslandi og í nágrannalöndunum, greining á úrskurðum kjararáðs og samanburður við launaþróun annarra starfsgreina. Þá var hópnum falið að gera tillögur að breyttu fyrirkomulagi og úrbótum. Þar kemur fram að gagnsæi og fyrirsjáanleika skortir um launaákvarðanir og raunveruleg laun og að margt mæli með því að gjörbreyta núgildandi fyrirkomulagi. Leggur starfshópurinn til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Eins og áður sagði er lagt til að ákveðin verði launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrym mælikvarða. Nokkrar starfgreinar og embætti sem eiga undir kjararáð fái ýmist samningsrétt um kjör sín eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Meirihluti starfshópsins telur heldur ekki fært né efnislegar forsendur fyrir því að lækka almennt laun þeirra sem eiga undir kjararáð til framtíðar. Meirihlutinn starfshópsins bendir á að ef laun þeirra verða óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali taka hækkunum sem ekki eru í ósamræmi við almenna launaþróun. Fulltrúi ASÍ í starfshópnum var ósammála og taldi það færa leið að lækka með lögum laun embættismanna og kjörinna fulltrúa. Telur starfshópurinn að þær leiðir sem lagðar eru til í skýrslunni muni meðal annars leiða til þess að laun æðstu embættismanna ríkisins verða gagnsærri og fyrirsjáanlegri, komið verði í veg fyrir óskýrar launahækkanir og að mælikvarðar og tímamörk endurskoðunar á launum verða öllum ljós.Lesa má skýrslu starfshópsins hér. Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Styttist í breytingar á kjararáði Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. 14. febrúar 2018 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Starfshópur um málefni kjararáðs leggur til að í lögum verði ákveðin launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrum mælikvarða sem starfshópurinn álítur þróun reglulegra launa ríkisstarfsmanna vera. Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag.Í skýrslu hópsins er að finna samanburð fyrirkomulags við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum á Íslandi og í nágrannalöndunum, greining á úrskurðum kjararáðs og samanburður við launaþróun annarra starfsgreina. Þá var hópnum falið að gera tillögur að breyttu fyrirkomulagi og úrbótum. Þar kemur fram að gagnsæi og fyrirsjáanleika skortir um launaákvarðanir og raunveruleg laun og að margt mæli með því að gjörbreyta núgildandi fyrirkomulagi. Leggur starfshópurinn til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Eins og áður sagði er lagt til að ákveðin verði launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrym mælikvarða. Nokkrar starfgreinar og embætti sem eiga undir kjararáð fái ýmist samningsrétt um kjör sín eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Meirihluti starfshópsins telur heldur ekki fært né efnislegar forsendur fyrir því að lækka almennt laun þeirra sem eiga undir kjararáð til framtíðar. Meirihlutinn starfshópsins bendir á að ef laun þeirra verða óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali taka hækkunum sem ekki eru í ósamræmi við almenna launaþróun. Fulltrúi ASÍ í starfshópnum var ósammála og taldi það færa leið að lækka með lögum laun embættismanna og kjörinna fulltrúa. Telur starfshópurinn að þær leiðir sem lagðar eru til í skýrslunni muni meðal annars leiða til þess að laun æðstu embættismanna ríkisins verða gagnsærri og fyrirsjáanlegri, komið verði í veg fyrir óskýrar launahækkanir og að mælikvarðar og tímamörk endurskoðunar á launum verða öllum ljós.Lesa má skýrslu starfshópsins hér.
Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Styttist í breytingar á kjararáði Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. 14. febrúar 2018 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00
Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45
Styttist í breytingar á kjararáði Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. 14. febrúar 2018 20:00