Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Þórdís Valsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 18:39 Í tilkynningu Umboðsmanns skuldara kemur fram að smálán eru sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra sem leita sér aðstoðar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur í tilkynningunni. Þá hefur hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun aukist um 25 prósent frá árinu 2015 en á sama tíma lækkaði hlutfall fasteignalána um fimmtán prósent. Fjöldi þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara hefur aukist á síðustu árum en á síðasta ári bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun, samanborið við 386 árið 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þetta megi að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Allt að sextíu prósent umsækjenda eru á milli 18-39 ára, eða 37,2% um greiðsluaðlögun og 56,3% umsækjenda um ráðgjöf. Að sögn Ástu er mesta aukningin í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára. „Svo virðist sem yngra fólk leiti frekar til smálánafyrirtækja og flækist fljótt í skuldavef sem erfitt getur verið að losna úr,“ segir Ásta.Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.Vísir/ValgarðurAukin fræðsla um fjármál nauðsynleg Ásta Sigrún hefur áhyggjur af þróun mála og áhrifum smálána á fjármál yngra fólks. Hún segir að þörf sé á því að efla fjármálafræðslu í skólum landsins. Umboðsmaður skuldara hyggst beita sér fyrir því á þessu ári að sögn Ástu og hefur embætti Umboðsmanns skuldara þegar átt samtal við Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Með þessu aukna aðgengi að lánsfé er enn mikilvægara að fjármálalæsi verði aukið og þeir sem taki þessi lán sé vel upplýstir um hvað það kostar og hverjar afleiðingarnar eru ef þau falla í vanskil,“ segir Ásta Sigrún að lokum. Smálán Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur í tilkynningunni. Þá hefur hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun aukist um 25 prósent frá árinu 2015 en á sama tíma lækkaði hlutfall fasteignalána um fimmtán prósent. Fjöldi þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara hefur aukist á síðustu árum en á síðasta ári bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun, samanborið við 386 árið 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þetta megi að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Allt að sextíu prósent umsækjenda eru á milli 18-39 ára, eða 37,2% um greiðsluaðlögun og 56,3% umsækjenda um ráðgjöf. Að sögn Ástu er mesta aukningin í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára. „Svo virðist sem yngra fólk leiti frekar til smálánafyrirtækja og flækist fljótt í skuldavef sem erfitt getur verið að losna úr,“ segir Ásta.Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.Vísir/ValgarðurAukin fræðsla um fjármál nauðsynleg Ásta Sigrún hefur áhyggjur af þróun mála og áhrifum smálána á fjármál yngra fólks. Hún segir að þörf sé á því að efla fjármálafræðslu í skólum landsins. Umboðsmaður skuldara hyggst beita sér fyrir því á þessu ári að sögn Ástu og hefur embætti Umboðsmanns skuldara þegar átt samtal við Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Með þessu aukna aðgengi að lánsfé er enn mikilvægara að fjármálalæsi verði aukið og þeir sem taki þessi lán sé vel upplýstir um hvað það kostar og hverjar afleiðingarnar eru ef þau falla í vanskil,“ segir Ásta Sigrún að lokum.
Smálán Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira