Fjöldi þingmanna fer ekki að reglum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. febrúar 2018 06:00 Endurgreiðslur til þingmanna sem ekki fara eftir umræddum reglum eru yfir 150 milljónir á undanförnum fjórum árum. VÍSIR/ERNIR Fjöldi þingmanna hefur ekki farið að reglum Alþingis um endurgreiðslu aksturskostnaðar. Reglur forsætisnefndar gera ráð fyrir að þingmenn sem aka umfram 15 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar skuli færa sig yfir á bílaleigubíl sem Alþingi leggur til. „Okkur reiknast svo til að við 15 þúsund kílómetra markið verði hagkvæmara fyrir þingið að leigja bíl fyrir þingmanninn en greiða fyrir akstur á einkabíl hans,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri þingsins, um umrætt viðmið í reglum þingsins. Aðspurður segir Karl regluna setta til að auka hagkvæmni fyrir Alþingi og á undanförnum árum mun því hafa verið beint til þeirra þingmanna sem mest hafa ekið að færa sig yfir á bílaleigubíl.Sjá einnig: Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar „Sumir hafa orðið við þeim tilmælum en aðrir ekki. Við höfum skilning á því að þeir þurfi einhvern aðlögunartíma,“ segir Karl. Samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar er endurgreiðsla fyrir 15 þúsund kílómetra akstur um 1,5 milljónir króna. Miðað við hagkvæmnirök þingsins má ætla að þingmaðurinn taki til sín þann mismun sem þingið hefði sparað með notkun bílaleigubíls þegar farið er upp fyrir þá fjárhæð. Ekki hefur verið tekið saman hve mikið þingið hefði sparað færu allir þingmenn eftir reglunum. Endurgreiðslur til þingmanna sem ekki fara eftir umræddum reglum eru yfir 150 milljónir á undanförnum fjórum árum samkvæmt svari þingsins við fyrirspurn þingmannsins Björns Levís Gunnarssonar. Sá þingmaður sem vermt hefur toppsætið frá 2014 hefur fengið 19,9 milljónir skattfrjálst á árunum 2014 til 2017 vegna aksturs á eigin bíl. Í 17. gr. laga um þingfararkostnað kemur fram að umræddar endurgreiðslur eru skattfrjálsar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Fjöldi þingmanna hefur ekki farið að reglum Alþingis um endurgreiðslu aksturskostnaðar. Reglur forsætisnefndar gera ráð fyrir að þingmenn sem aka umfram 15 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar skuli færa sig yfir á bílaleigubíl sem Alþingi leggur til. „Okkur reiknast svo til að við 15 þúsund kílómetra markið verði hagkvæmara fyrir þingið að leigja bíl fyrir þingmanninn en greiða fyrir akstur á einkabíl hans,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri þingsins, um umrætt viðmið í reglum þingsins. Aðspurður segir Karl regluna setta til að auka hagkvæmni fyrir Alþingi og á undanförnum árum mun því hafa verið beint til þeirra þingmanna sem mest hafa ekið að færa sig yfir á bílaleigubíl.Sjá einnig: Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar „Sumir hafa orðið við þeim tilmælum en aðrir ekki. Við höfum skilning á því að þeir þurfi einhvern aðlögunartíma,“ segir Karl. Samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar er endurgreiðsla fyrir 15 þúsund kílómetra akstur um 1,5 milljónir króna. Miðað við hagkvæmnirök þingsins má ætla að þingmaðurinn taki til sín þann mismun sem þingið hefði sparað með notkun bílaleigubíls þegar farið er upp fyrir þá fjárhæð. Ekki hefur verið tekið saman hve mikið þingið hefði sparað færu allir þingmenn eftir reglunum. Endurgreiðslur til þingmanna sem ekki fara eftir umræddum reglum eru yfir 150 milljónir á undanförnum fjórum árum samkvæmt svari þingsins við fyrirspurn þingmannsins Björns Levís Gunnarssonar. Sá þingmaður sem vermt hefur toppsætið frá 2014 hefur fengið 19,9 milljónir skattfrjálst á árunum 2014 til 2017 vegna aksturs á eigin bíl. Í 17. gr. laga um þingfararkostnað kemur fram að umræddar endurgreiðslur eru skattfrjálsar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25