„Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 14:00 Adam Rippon og Gus Kenworthy á setningarhátíðinni. Twitter/ @guskenworthy Tveir meðlimir bandaríska Ólympíuliðsins eru stoltir sendiherrar samkynhneigða á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Skautadansarinn Adam Rippon og snjóbrettakappinn Gus Kenworthy vöktu athygli fyrir innilegi samskipti sín á setningarhátíð leikanna og enn meiri umfjöllun var um Twitter-færslu Gus Kenworthy í kjölfarið. Gus Kenworthy birti myndir af honum og Adam Rippon saman á setningarhátíðinni þar sem þeir bæði föðmuðust og kysstust. Undir myndirnar skrifaði hann svo eftirfarandi yfirlýsingu: „We're here. We're queer. Get used to it“ eða upp á íslensku: „Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“We're here. We're queer. Get used to it. @Adaripp#Olympics#OpeningCeremonypic.twitter.com/OCeiqiY6BN — Gus Kenworthy (@guskenworthy) February 9, 2018 Gus Kenworthy festi meðal annars þessa færslu sem efstu frétt á Twitter-reikningi sínum. Slík yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á mikið aukaáreiti en þeir Gus og Adam voru báðir búnir að opna skápinn sinn löngu áður en kom að leikunum í Pyeongchang. Chicago Tribune tók viðtal við Gus í tilefni af yfirlýsingu hans og þar sagði Gus vonast til að meira yrði fjallað um árangur sinn á skíðunum en kynhneigð sína. Hann skorast samt ekki undan nýrri ábyrgð. Kenworthy og Adam Rippon eru búnir að stíga stórt skref með því að koma út úr skápnum á miðjum íþróttaferli sínum og taka svo báðar stoltir að sér sendiherrastöðu hinsegins fólks á leikunum. Það eru hinsvegar miklu fleiri hommar að keppa á leikunum en þeir. Gus Kenworthy segir meðal annars frá því í viðtalinu að margir hafi komið til hans og sagt honum frá því að þau þori ekki út úr skápnum. „Það sýnir að við erum miklu fleiri. Við lifum enn á tímum fordóma en vonandi verður það ekki lengur þannig einn daginn,“ sagði Gus Kenworthy.Tonight I walked in the #OpeningCeremony and got to watch my old friend @Yunaaaa light the Olympic flame. Representing the USA is one of the greatest honors of my life and being able to do it as my authentic self makes it all so much sweeter pic.twitter.com/ZypvWkUBjD — Adam Rippon (@Adaripp) February 9, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira
Tveir meðlimir bandaríska Ólympíuliðsins eru stoltir sendiherrar samkynhneigða á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Skautadansarinn Adam Rippon og snjóbrettakappinn Gus Kenworthy vöktu athygli fyrir innilegi samskipti sín á setningarhátíð leikanna og enn meiri umfjöllun var um Twitter-færslu Gus Kenworthy í kjölfarið. Gus Kenworthy birti myndir af honum og Adam Rippon saman á setningarhátíðinni þar sem þeir bæði föðmuðust og kysstust. Undir myndirnar skrifaði hann svo eftirfarandi yfirlýsingu: „We're here. We're queer. Get used to it“ eða upp á íslensku: „Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“We're here. We're queer. Get used to it. @Adaripp#Olympics#OpeningCeremonypic.twitter.com/OCeiqiY6BN — Gus Kenworthy (@guskenworthy) February 9, 2018 Gus Kenworthy festi meðal annars þessa færslu sem efstu frétt á Twitter-reikningi sínum. Slík yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á mikið aukaáreiti en þeir Gus og Adam voru báðir búnir að opna skápinn sinn löngu áður en kom að leikunum í Pyeongchang. Chicago Tribune tók viðtal við Gus í tilefni af yfirlýsingu hans og þar sagði Gus vonast til að meira yrði fjallað um árangur sinn á skíðunum en kynhneigð sína. Hann skorast samt ekki undan nýrri ábyrgð. Kenworthy og Adam Rippon eru búnir að stíga stórt skref með því að koma út úr skápnum á miðjum íþróttaferli sínum og taka svo báðar stoltir að sér sendiherrastöðu hinsegins fólks á leikunum. Það eru hinsvegar miklu fleiri hommar að keppa á leikunum en þeir. Gus Kenworthy segir meðal annars frá því í viðtalinu að margir hafi komið til hans og sagt honum frá því að þau þori ekki út úr skápnum. „Það sýnir að við erum miklu fleiri. Við lifum enn á tímum fordóma en vonandi verður það ekki lengur þannig einn daginn,“ sagði Gus Kenworthy.Tonight I walked in the #OpeningCeremony and got to watch my old friend @Yunaaaa light the Olympic flame. Representing the USA is one of the greatest honors of my life and being able to do it as my authentic self makes it all so much sweeter pic.twitter.com/ZypvWkUBjD — Adam Rippon (@Adaripp) February 9, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira