Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2018 11:36 Angela Merkel tók við embætti kanslara árið 2005. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur sagst vilja yngja upp í ráðherraliði Kristilegra demókrata (CDU) þegar ný ríkisstjórn CDU, CSU og Jafnaðarmannaflokksins (SDP) verður mynduð. „Við verðum að tryggja að það sé ekki bara fólk eldra en sextugt sem komi til greina, heldur einnig yngra fólk,“ sagði Merkel í samtali við þýska fjölmiðla. Merkel þarf að skipa alls sex ráðherrastöður. Kanslarinn, sem er leiðtogi CDU, sagði jafnframt að flokkurinn hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samkomulag náðist um nýjan stjórnarsáttmála í síðustu viku, en meirihluti um 460 þúsund flokksmanna SDP þarf nú að samþykkja samstarfið áður en hægt verður að kynna nýja ríkisstjórn.Óánægja með að missa fjármálaráðuneytið Martin Schulz, leiðtogi SDP, greindi frá því á föstudaginn að hann sækist ekki lengur eftir að verða utanríkisráðherra í nýrri stjórn, þar sem hann sagðist ekki vilja að deilur um stöðu hans myndu stofna stjórnarsamstarfinu í hættu.BBC greinir frá því að margir í íhaldssamari armi CDU og CSU séu óánægðir með að SPD hafi fengið fjármálaráðuneytið þegar ráðuneytin voru skipt á milli flokkanna og óttast að sá agi sem hafi einkennt fjármálaráðherratíð Wolfgang Schäuble muni heyra sögunni til. „Ég vil segja að við höfum samþykkt stefnuna og fjármálaráðherrann getur einfaldlega ekki gert það sem honum sýnist,“ sagði Merkel til að róa taugar flokksmanna sinna.Scholz fjármálaráðherra Reiknað er með að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, verði nýr fjármálaráðherra Þýskalands. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að Þýskaland geti ekki skipað öðrum þjóðum fyrir hvernig þær eigi að stjórna efnahag sínum og að þýska stjórnin hafi gert ýmis mistök á síðasta kjörtímabili. Scholz hefur þó sagt að hann muni, líkt og Schäuble, halda fjárlögum landsins réttu megin við núllið. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þýsku þingkosningunum. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00 Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur sagst vilja yngja upp í ráðherraliði Kristilegra demókrata (CDU) þegar ný ríkisstjórn CDU, CSU og Jafnaðarmannaflokksins (SDP) verður mynduð. „Við verðum að tryggja að það sé ekki bara fólk eldra en sextugt sem komi til greina, heldur einnig yngra fólk,“ sagði Merkel í samtali við þýska fjölmiðla. Merkel þarf að skipa alls sex ráðherrastöður. Kanslarinn, sem er leiðtogi CDU, sagði jafnframt að flokkurinn hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samkomulag náðist um nýjan stjórnarsáttmála í síðustu viku, en meirihluti um 460 þúsund flokksmanna SDP þarf nú að samþykkja samstarfið áður en hægt verður að kynna nýja ríkisstjórn.Óánægja með að missa fjármálaráðuneytið Martin Schulz, leiðtogi SDP, greindi frá því á föstudaginn að hann sækist ekki lengur eftir að verða utanríkisráðherra í nýrri stjórn, þar sem hann sagðist ekki vilja að deilur um stöðu hans myndu stofna stjórnarsamstarfinu í hættu.BBC greinir frá því að margir í íhaldssamari armi CDU og CSU séu óánægðir með að SPD hafi fengið fjármálaráðuneytið þegar ráðuneytin voru skipt á milli flokkanna og óttast að sá agi sem hafi einkennt fjármálaráðherratíð Wolfgang Schäuble muni heyra sögunni til. „Ég vil segja að við höfum samþykkt stefnuna og fjármálaráðherrann getur einfaldlega ekki gert það sem honum sýnist,“ sagði Merkel til að róa taugar flokksmanna sinna.Scholz fjármálaráðherra Reiknað er með að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, verði nýr fjármálaráðherra Þýskalands. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að Þýskaland geti ekki skipað öðrum þjóðum fyrir hvernig þær eigi að stjórna efnahag sínum og að þýska stjórnin hafi gert ýmis mistök á síðasta kjörtímabili. Scholz hefur þó sagt að hann muni, líkt og Schäuble, halda fjárlögum landsins réttu megin við núllið. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þýsku þingkosningunum.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00 Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00
Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00
Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48