Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 13:20 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur íbúa til að halda sig heima. Vísir/Sylvía Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið eftir hádegi. Lögregla hvetur íbúa til að halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum. Stór árekstur varð við Sunnuhlíð í Kópavogi og var Kringlumýrarbrautinni því lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut. Opið er hinsvegar í átt að Reykjavík. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að átta bíla árekstur hafi orðið og því hafi veginum verið lokað. Ekki er ljóst hvort hann verður opnaður aftur strax vegna óveðursins. Erum föst hérna í margra bíla slysi á Kópavogsbrautinni, bara viljiði sleppa því að fara út í dag? pic.twitter.com/RPBWMuOlyX — Tanja Teresa (@TanjaTeresa) February 11, 2018 Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í hádeginu að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Full ástæða er til að fara ekki af stað heldur halda sig heima þar til lægir. Fylgst er með fréttum af færð og veðri í Veðurvaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið eftir hádegi. Lögregla hvetur íbúa til að halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum. Stór árekstur varð við Sunnuhlíð í Kópavogi og var Kringlumýrarbrautinni því lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut. Opið er hinsvegar í átt að Reykjavík. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að átta bíla árekstur hafi orðið og því hafi veginum verið lokað. Ekki er ljóst hvort hann verður opnaður aftur strax vegna óveðursins. Erum föst hérna í margra bíla slysi á Kópavogsbrautinni, bara viljiði sleppa því að fara út í dag? pic.twitter.com/RPBWMuOlyX — Tanja Teresa (@TanjaTeresa) February 11, 2018 Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í hádeginu að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Full ástæða er til að fara ekki af stað heldur halda sig heima þar til lægir. Fylgst er með fréttum af færð og veðri í Veðurvaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Sjá meira