Stormur og takmarkað skyggni í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 08:15 Stormur og hríð verður í höfuðborginni í dag. VÍSIR/VILHELM Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á Suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Óli Þór Árnason hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að það sé útlit fyrir að mesti vindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Viðbúið er að skyggni verði mjög takmarkað í versta veðrinu, sem verður á öllu Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi og verður að auki á Suðausturlandi seinnipartinn í dag. Er æskilegt að ana ekki út að óþörfu í dag enda má búast við samgöngutruflunum. Segir Óli Þór að þetta sé leiðinlegasta veðrið sem við hefðum geta fengið. Versta veðrið skellur á um og upp úr hádegi og segir Óli Þór að það verði svipað megnið af deginum. Það fer að draga úr því í kvöld en lægir sennilega ekki fyrr en seint í kvöld eða í nótt. Áfram verður úrkoma í dag og mjög blint og leiðinlegt. Óli Þór telur að þetta geti mjög auðveldlega orðið leiðinlegasta veðrið sem sést hefur á höfuðborgarsvæðinu í ár og hvetur fólk til að fylgjast vel með spám og veðri. Stormur og hríð Búast má við vonskuveðri sunnan- og vestantil á landinu í dag, norðvestan og vestan stormur eða rok með snjókomu og éljum og mjög lélegu skyggni samkvæmt hugleiðingum dagsins frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindstrengur sem liggur fyrir sunnan og vestan lægðina sem sem var að hrella okkur í gær mun ná inn á landið sunnan og vestanvert samkvæmt nýjustu veðurspám og verður hvassast úti við ströndina. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að lægðarmiðjan mundi vera yfir Höfuðborgarsvæðinu um hádegi og halda vindstrengnum þar með fyrir sunnan landið, en nú eru mestu líkur á því að lægðarmiðjan nái ekki svo langt suður og því er vindstrengurinn inn á landi. Eins og áður sagði er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir suðvestanvert landið, þar með talið Höfuðborgarsvæðið og má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið stendur yfir. Fólk er hvatt að fara með gát og fylgjast vel með veðurspám því svona smálægðir geta verið ólíkindatól. Á mánudags morgun má búast við rólegu veðri um allt land, en næsta lægð sem er í myndun langt suðvestur í hafi kemur á hraðsiglingu upp að landinu á mánudagskvöld. Veðurhorfur næsta sólarhringinn er vestlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Gengur í norðvestan og vestan 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu í dag með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en heldur hvassara og snjókoma austanlands seint í dag. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri eða storm um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðvestlæg átt 5-13 m/s og stöku él í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir með snjókomu suðaustan- og austanlands um kvöldið.Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um land. Hægari sunnanátt undir kvöld og dálítil él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt. Yfirleitt þurrt vestantil á landinu, annars snjókoma eða slydda, en síðar rigning við sjóinn. Hlýnar heldur í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki.Á laugardag:Líklega fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á Suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Óli Þór Árnason hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að það sé útlit fyrir að mesti vindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Viðbúið er að skyggni verði mjög takmarkað í versta veðrinu, sem verður á öllu Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi og verður að auki á Suðausturlandi seinnipartinn í dag. Er æskilegt að ana ekki út að óþörfu í dag enda má búast við samgöngutruflunum. Segir Óli Þór að þetta sé leiðinlegasta veðrið sem við hefðum geta fengið. Versta veðrið skellur á um og upp úr hádegi og segir Óli Þór að það verði svipað megnið af deginum. Það fer að draga úr því í kvöld en lægir sennilega ekki fyrr en seint í kvöld eða í nótt. Áfram verður úrkoma í dag og mjög blint og leiðinlegt. Óli Þór telur að þetta geti mjög auðveldlega orðið leiðinlegasta veðrið sem sést hefur á höfuðborgarsvæðinu í ár og hvetur fólk til að fylgjast vel með spám og veðri. Stormur og hríð Búast má við vonskuveðri sunnan- og vestantil á landinu í dag, norðvestan og vestan stormur eða rok með snjókomu og éljum og mjög lélegu skyggni samkvæmt hugleiðingum dagsins frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindstrengur sem liggur fyrir sunnan og vestan lægðina sem sem var að hrella okkur í gær mun ná inn á landið sunnan og vestanvert samkvæmt nýjustu veðurspám og verður hvassast úti við ströndina. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að lægðarmiðjan mundi vera yfir Höfuðborgarsvæðinu um hádegi og halda vindstrengnum þar með fyrir sunnan landið, en nú eru mestu líkur á því að lægðarmiðjan nái ekki svo langt suður og því er vindstrengurinn inn á landi. Eins og áður sagði er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir suðvestanvert landið, þar með talið Höfuðborgarsvæðið og má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið stendur yfir. Fólk er hvatt að fara með gát og fylgjast vel með veðurspám því svona smálægðir geta verið ólíkindatól. Á mánudags morgun má búast við rólegu veðri um allt land, en næsta lægð sem er í myndun langt suðvestur í hafi kemur á hraðsiglingu upp að landinu á mánudagskvöld. Veðurhorfur næsta sólarhringinn er vestlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Gengur í norðvestan og vestan 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu í dag með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en heldur hvassara og snjókoma austanlands seint í dag. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri eða storm um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðvestlæg átt 5-13 m/s og stöku él í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir með snjókomu suðaustan- og austanlands um kvöldið.Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um land. Hægari sunnanátt undir kvöld og dálítil él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt. Yfirleitt þurrt vestantil á landinu, annars snjókoma eða slydda, en síðar rigning við sjóinn. Hlýnar heldur í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki.Á laugardag:Líklega fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Sjá meira
Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51