Höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag en spár gerðu ráð fyrir Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 12:52 Veðurstofan spáir slæmu veðri víðsvegar um landið í dag. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint í dag með norðvestan roki eða jafnvel ofsaveðri. Um landið norðvestanvert og norðanverðum Vestfjörðum er útlit fyrir stórhríð. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðanverðavestfirði og Norðvesturland þar sem búist er við stormi og mikil snjókomu og skafrenningi og því líkur á mikilli ófærð. Á Suðausturlandi er spáð 25-30 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s frá Mýrdal austur á Breiðamerkursand. Gera má ráð fyrir hættulegum aðstæðum fyrir ferðalanga og líkur á foktjóni. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag er spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er allt svolítið snúið þar sem lægðarmiðjan er nánast á landinu en það verður vonskuveður víða en ekki endilega alltaf þar sem við gerðum ráð fyrir því. Fólk þarf að fylgjast mjög vel með spám, þetta er kannski ruglingslegt en þetta er mjög snúin staða sem er uppi núna. Það verður samt víða vont, það verður kannski skást á norðaustur- og austurlandi núna síðdegis og síðan virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa mun betur í dag heldur en spáin í gær gerði ráð fyrir en í staðinn er gert ráð fyrir að í fyrramálið og fram eftir degi verði hér leiðindaveður á Faxaflóasvæðinu.“ Nú þegar hefur nokkrum leiðum verið lokað vegna ófærðar eða veðurs en þetta eru Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði og veginum um Fagradal. Einnig er lokaður vegarkaflinn frá Vík að Skaftafelli. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum víðsvegar um landið gangi veðurspár eftir um helgina og eru vegarendur beðnir um að kynna sér það á heimasíðu Vegagerðarinnar. Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík segir að þar séu menn viðbúnir gangi veðurspáin eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fara nokkur þúsund ferðamenn um suður og suðausturland á bílaleigubílum á degi hverju. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum til þeirra. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52 Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Veðurstofan spáir slæmu veðri víðsvegar um landið í dag. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint í dag með norðvestan roki eða jafnvel ofsaveðri. Um landið norðvestanvert og norðanverðum Vestfjörðum er útlit fyrir stórhríð. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðanverðavestfirði og Norðvesturland þar sem búist er við stormi og mikil snjókomu og skafrenningi og því líkur á mikilli ófærð. Á Suðausturlandi er spáð 25-30 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s frá Mýrdal austur á Breiðamerkursand. Gera má ráð fyrir hættulegum aðstæðum fyrir ferðalanga og líkur á foktjóni. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag er spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er allt svolítið snúið þar sem lægðarmiðjan er nánast á landinu en það verður vonskuveður víða en ekki endilega alltaf þar sem við gerðum ráð fyrir því. Fólk þarf að fylgjast mjög vel með spám, þetta er kannski ruglingslegt en þetta er mjög snúin staða sem er uppi núna. Það verður samt víða vont, það verður kannski skást á norðaustur- og austurlandi núna síðdegis og síðan virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa mun betur í dag heldur en spáin í gær gerði ráð fyrir en í staðinn er gert ráð fyrir að í fyrramálið og fram eftir degi verði hér leiðindaveður á Faxaflóasvæðinu.“ Nú þegar hefur nokkrum leiðum verið lokað vegna ófærðar eða veðurs en þetta eru Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði og veginum um Fagradal. Einnig er lokaður vegarkaflinn frá Vík að Skaftafelli. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum víðsvegar um landið gangi veðurspár eftir um helgina og eru vegarendur beðnir um að kynna sér það á heimasíðu Vegagerðarinnar. Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík segir að þar séu menn viðbúnir gangi veðurspáin eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fara nokkur þúsund ferðamenn um suður og suðausturland á bílaleigubílum á degi hverju. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum til þeirra.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52 Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40
Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52
Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44