Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. febrúar 2018 10:00 Wa Lone, einn blaðamanna Reuters, þegar hann var dreginn fyrir dóm. Hann situr enn í fangelsi. Fréttablaðið/EPA Mjanmar Stjórnmálamenn og óháð félagasamtök hafa kallað eftir því að aðgerðir mjanmarska hersins í Rakhine-héraði verði ítarlega rannsakaðar eftir að Reuters birti umfjöllun í fyrrinótt um morð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Greinina skrifuðu fjórir blaðamenn. Tveir þeirra, hinir mjanmörsku Wa Lone og Kyaw Soe Oo, hafa verið í fangelsi síðan í desember vegna meints lögbrots þegar þeir öfluðu upplýsinga fyrir umfjöllunina. „Ein gröf fyrir tíu fórnarlömb,“ höfðu blaðamennirnir meðal annars eftir uppgjafahermanninum Soe Chay sem aðstoðaði við að grafa fjöldagröf tíu Róhingja sem bæði búddískur almenningur og hermenn höfðu myrt án dóms og laga. „Þegar við grófum þá voru gáfu sumir þeirra enn þá frá sér hljóð. Hinir voru dánir,“ sagði Chay einnig. Viðtöl við vitni leiddu í ljós að mennirnir höfðu verið teknir úr hópi hundraða sem reyndu að koma sér í öruggt skjól í útjaðri bæjarins á meðan hermenn kljáðust við skæruliða úr röðum þjóðflokksins. Þá var blaðamönnunum einnig tjáð að lögregla og hermenn hefðu stolið eignum Róhingja og að hermenn hefðu fengið almenna borgara, aðra en Róhingja, til að bera eld að heimilum Róhingja. Róhingjastelpa í flóttamannabúðum í Bangladess. Fréttablaðið/EPA Þegar blaðamennirnir báru upplýsingarnar undir Michael G. Karnavas, bandarískan lögfræðing í Haag sem hefur flutt mál fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum, sagði Karnavas að ef upplýsingarnar væru réttar sýndu þær fram á sérstakan ásetning yfirvalda um að fremja þjóðarmorð. „Árásirnar virðast gerðar sérstaklega til þess að útrýma Róhingjum eða að minnsta kosti stórum hluta þeirra.“ Blaðamennirnir náðu einnig tali af Zaw Htay, talsmanni mjanmörsku ríkisstjórnarinnar, og óskuðu viðbragða. Sagði hann að nauðsynlegt væri að ganga úr skugga um hvort frásagnirnar um voðaverkin í Inn Din væru sannar. „Ef sönnunargögnin eru áreiðanleg mun ríkisstjórnin rannsaka málið. Og ef lög hafa verið brotin munum við grípa til aðgerða.“ Blaðamennirnir sögðu hins vegar að hann hefði orðið hissa þegar honum var sagt frá því að almennir borgarar hefðu játað að hafa kveikt í húsum Róhingja. „Alþjóðasamfélagið verður að skilja það að Róhingjar frömdu hryðjuverk,“ sagði Htay og vísaði til árásar ágústmánaðar síðastliðins þegar skæruliðar réðust á lögreglustöð. Sú árás varð kveikjan að ofbeldinu. Viðbrögðin við umfjöllun Reuters hafa verið mikil. Heather Nauert, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að hún sýndi að nauðsynlegt væri að yfirvöld í Mjanmar ynnu með óháðum og viðurkenndum rannsakendum að því að ljóstra upp um voðaverkin í Rakhine-héraði. „Slík rannsókn myndi gefa okkur skýrari mynd af því sem hefur gerst. Hægt væri að komast að því hverjir létu lífið og hverjir báru ábyrgð,“ sagði Nauert. Rosena Allin-Khan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við BBC að umfjöllun Reuters rímaði við þær frásagnir sem hún hefði heyrt á meðan hún starfaði sem læknir í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í fyrra. „Við erum að horfa upp á þjóðarmorð. Þessar upplýsingar marka tímamót af því að þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum raddir gerendanna sjálfra,“ sagði Allin-Khan og kallaði eftir alþjóðlegri rannsókn. Samtökin Human Rights Watch sögðu að leiðtogar hersins ættu að fara fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Mjanmar Stjórnmálamenn og óháð félagasamtök hafa kallað eftir því að aðgerðir mjanmarska hersins í Rakhine-héraði verði ítarlega rannsakaðar eftir að Reuters birti umfjöllun í fyrrinótt um morð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Greinina skrifuðu fjórir blaðamenn. Tveir þeirra, hinir mjanmörsku Wa Lone og Kyaw Soe Oo, hafa verið í fangelsi síðan í desember vegna meints lögbrots þegar þeir öfluðu upplýsinga fyrir umfjöllunina. „Ein gröf fyrir tíu fórnarlömb,“ höfðu blaðamennirnir meðal annars eftir uppgjafahermanninum Soe Chay sem aðstoðaði við að grafa fjöldagröf tíu Róhingja sem bæði búddískur almenningur og hermenn höfðu myrt án dóms og laga. „Þegar við grófum þá voru gáfu sumir þeirra enn þá frá sér hljóð. Hinir voru dánir,“ sagði Chay einnig. Viðtöl við vitni leiddu í ljós að mennirnir höfðu verið teknir úr hópi hundraða sem reyndu að koma sér í öruggt skjól í útjaðri bæjarins á meðan hermenn kljáðust við skæruliða úr röðum þjóðflokksins. Þá var blaðamönnunum einnig tjáð að lögregla og hermenn hefðu stolið eignum Róhingja og að hermenn hefðu fengið almenna borgara, aðra en Róhingja, til að bera eld að heimilum Róhingja. Róhingjastelpa í flóttamannabúðum í Bangladess. Fréttablaðið/EPA Þegar blaðamennirnir báru upplýsingarnar undir Michael G. Karnavas, bandarískan lögfræðing í Haag sem hefur flutt mál fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum, sagði Karnavas að ef upplýsingarnar væru réttar sýndu þær fram á sérstakan ásetning yfirvalda um að fremja þjóðarmorð. „Árásirnar virðast gerðar sérstaklega til þess að útrýma Róhingjum eða að minnsta kosti stórum hluta þeirra.“ Blaðamennirnir náðu einnig tali af Zaw Htay, talsmanni mjanmörsku ríkisstjórnarinnar, og óskuðu viðbragða. Sagði hann að nauðsynlegt væri að ganga úr skugga um hvort frásagnirnar um voðaverkin í Inn Din væru sannar. „Ef sönnunargögnin eru áreiðanleg mun ríkisstjórnin rannsaka málið. Og ef lög hafa verið brotin munum við grípa til aðgerða.“ Blaðamennirnir sögðu hins vegar að hann hefði orðið hissa þegar honum var sagt frá því að almennir borgarar hefðu játað að hafa kveikt í húsum Róhingja. „Alþjóðasamfélagið verður að skilja það að Róhingjar frömdu hryðjuverk,“ sagði Htay og vísaði til árásar ágústmánaðar síðastliðins þegar skæruliðar réðust á lögreglustöð. Sú árás varð kveikjan að ofbeldinu. Viðbrögðin við umfjöllun Reuters hafa verið mikil. Heather Nauert, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að hún sýndi að nauðsynlegt væri að yfirvöld í Mjanmar ynnu með óháðum og viðurkenndum rannsakendum að því að ljóstra upp um voðaverkin í Rakhine-héraði. „Slík rannsókn myndi gefa okkur skýrari mynd af því sem hefur gerst. Hægt væri að komast að því hverjir létu lífið og hverjir báru ábyrgð,“ sagði Nauert. Rosena Allin-Khan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við BBC að umfjöllun Reuters rímaði við þær frásagnir sem hún hefði heyrt á meðan hún starfaði sem læknir í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í fyrra. „Við erum að horfa upp á þjóðarmorð. Þessar upplýsingar marka tímamót af því að þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum raddir gerendanna sjálfra,“ sagði Allin-Khan og kallaði eftir alþjóðlegri rannsókn. Samtökin Human Rights Watch sögðu að leiðtogar hersins ættu að fara fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira