Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 17:00 Ástandið á Ghouta svæðinu í Sýrlandi er vægast sagt hrikalegt þessa dagana. visir/Getty Árásir Sýrlandshers halda áfram á austurhluta Ghouta-svæðisins í Sýrlandi þrátt fyrir 30 daga vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. Aðgerðasinnar segja að stjórnvöld geri árásir bæði úr lofti sem og á landi á meðan að Rússar segja að svokölluðum „mannúðlegum gangi“ , sem borgarar geta nýtt til þess að flýja, hafi verið hlíft. Á meðan á árásunum stendur komast engin hjálpargögn frá Sameinuðu þjóðunum til skila né er heldur hægt að fara með illa sært fólk í burtu. Í frétt BBC um málið kemur fram að í kringum 393.000 manns eru fastir á svæðinu í kringum Damaskus sem hefur verið á valdi sýrlenskra yfirvalda síðan 2013. Segir Rússland eina aðilann sem getur haft áhrif á Assad Læknar segja að meira en 500 einstaklingar hafi látið lífið síðan að herinn hóf árásir sínar fyrir níu dögum síðan. Frakkland hefur hvatt Rússland til þess að nýta sér áhrif sín og ítök við forseta Sýrlands, Bashar al-Assad til þess að tryggja að 30 daga vopnahléinu verði framfylgt. „Rússland er eini aðilinn sem getur fengið stjórnina til þess að framfylgja vopnahléinu,“ sagði Jean-Yves Le Drian við kollega sinn Sergei Lavrov í Moskvu. Margir slasaðir sem ekki komast undir læknishendur Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segir að hún hafi fengið fregnir þess efnis að árásirnar hafi haldið áfram eftir að Rússland kallaði eftir vopnahléi klukkan 7 á þriðjudag. „Ljóst er að ástandið á jörðu niðri er þannig að ekki er hægt að koma gögnum inn né heldur að flytja særða út,“ sagði Jens Laerke við fréttamenn í Genf. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að hún viti um meira en 1.000 illa særða og veika einstaklinga sem nauðsynlega þarf að flytja í burtu frá svæðinu og koma undir læknishendur. Ástandið var frekar rólegt Ástandið í austur Ghouta-svæðinu var frekar rólegt snemma á þriðjudag fyrir viku síðan. Hins vegar var einn almennur borgari drepinn í bænum Douma sem er a valdi uppreisnarmanna áður en hléið hófst. Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Árásir Sýrlandshers halda áfram á austurhluta Ghouta-svæðisins í Sýrlandi þrátt fyrir 30 daga vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. Aðgerðasinnar segja að stjórnvöld geri árásir bæði úr lofti sem og á landi á meðan að Rússar segja að svokölluðum „mannúðlegum gangi“ , sem borgarar geta nýtt til þess að flýja, hafi verið hlíft. Á meðan á árásunum stendur komast engin hjálpargögn frá Sameinuðu þjóðunum til skila né er heldur hægt að fara með illa sært fólk í burtu. Í frétt BBC um málið kemur fram að í kringum 393.000 manns eru fastir á svæðinu í kringum Damaskus sem hefur verið á valdi sýrlenskra yfirvalda síðan 2013. Segir Rússland eina aðilann sem getur haft áhrif á Assad Læknar segja að meira en 500 einstaklingar hafi látið lífið síðan að herinn hóf árásir sínar fyrir níu dögum síðan. Frakkland hefur hvatt Rússland til þess að nýta sér áhrif sín og ítök við forseta Sýrlands, Bashar al-Assad til þess að tryggja að 30 daga vopnahléinu verði framfylgt. „Rússland er eini aðilinn sem getur fengið stjórnina til þess að framfylgja vopnahléinu,“ sagði Jean-Yves Le Drian við kollega sinn Sergei Lavrov í Moskvu. Margir slasaðir sem ekki komast undir læknishendur Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segir að hún hafi fengið fregnir þess efnis að árásirnar hafi haldið áfram eftir að Rússland kallaði eftir vopnahléi klukkan 7 á þriðjudag. „Ljóst er að ástandið á jörðu niðri er þannig að ekki er hægt að koma gögnum inn né heldur að flytja særða út,“ sagði Jens Laerke við fréttamenn í Genf. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að hún viti um meira en 1.000 illa særða og veika einstaklinga sem nauðsynlega þarf að flytja í burtu frá svæðinu og koma undir læknishendur. Ástandið var frekar rólegt Ástandið í austur Ghouta-svæðinu var frekar rólegt snemma á þriðjudag fyrir viku síðan. Hins vegar var einn almennur borgari drepinn í bænum Douma sem er a valdi uppreisnarmanna áður en hléið hófst.
Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49
Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40