Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 15:50 Ásmundur Einar Daðason, jafnréttis-og félagsmálaráðherra kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi. Vísir/Eyþór Sjötíu prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára og sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara voru með svokallað „smálán“. Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þetta er niðurstaða greiningar umboðsmanns sem Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra kallaði eftir. Að því er séð verður er ungt fólk sérlegur markhópur auglýsinga smálánafyrirtækja, segir í grein ráðherra sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta sé hópur sem sé í veikri stöðu. „Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar,“ segir Ásmundur. Þeir sem tilheyra aldurshópnum 18-29 ára hefur fjölgað mest af þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika og þá hefur hlutfall smálána af heildarskuld aukist umtalsvert. Í greiningunni kemur fram að meirihluti unga fólksins sem sótti um greiðsluaðlögun á síðasta ári bjuggu í leiguhúsnæði og margir í félagslegu leiguhúsnæði. Meirihluti hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, 34% hópsins var í vinnu og þá var fjórðungur ungmennanna örorkulífeyrisþegar. Ásmundur segir starfsemi smálánafyritækjanna þrífast á gráu svæði, lagaramminn sé ófullnægjandi því starfsemin sé ekki eftirlitsskyld með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Ásmundur kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir aðgerða þörf og telur best að unnið sé þverpólitískt að umbótum og að unnið sé saman, þvert á ráðuneyti. Það sé mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að staðan versni. Smálán Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sjötíu prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára og sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara voru með svokallað „smálán“. Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þetta er niðurstaða greiningar umboðsmanns sem Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra kallaði eftir. Að því er séð verður er ungt fólk sérlegur markhópur auglýsinga smálánafyrirtækja, segir í grein ráðherra sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta sé hópur sem sé í veikri stöðu. „Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar,“ segir Ásmundur. Þeir sem tilheyra aldurshópnum 18-29 ára hefur fjölgað mest af þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika og þá hefur hlutfall smálána af heildarskuld aukist umtalsvert. Í greiningunni kemur fram að meirihluti unga fólksins sem sótti um greiðsluaðlögun á síðasta ári bjuggu í leiguhúsnæði og margir í félagslegu leiguhúsnæði. Meirihluti hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, 34% hópsins var í vinnu og þá var fjórðungur ungmennanna örorkulífeyrisþegar. Ásmundur segir starfsemi smálánafyritækjanna þrífast á gráu svæði, lagaramminn sé ófullnægjandi því starfsemin sé ekki eftirlitsskyld með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Ásmundur kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir aðgerða þörf og telur best að unnið sé þverpólitískt að umbótum og að unnið sé saman, þvert á ráðuneyti. Það sé mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að staðan versni.
Smálán Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira