Leikmenn gullliðs Rússa sungu sjálfir sönginn sem mátti ekki spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 09:30 Rússar syngja hér þjóðsönginn sinn, sönginn sem mátti ekki spila. Vísir/EPA „Við vissum alltaf að við myndum láta verða af þessu ef við næðum að vinna gullið,“ sagði Ilya Kovalchuk, einn af Ólympíumeisturum Rússa í íshokkí. Rússneska landsliðið tryggði sér í gær gullið í íshokkí keppni karla á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu með 4-3 sigri á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Sigurmarkið kom í framlengingu. Alþjóðaólympíunefndin úrskurðaði fyrir leikana að Rússar fengju ekki að keppa undir sínum fána á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og ef þeir myndu vinna gull þá yrði rússneski þjóðsöngurinn ekki spilaður heldur Ólympíulagið. Ólympíulagið var vissulega spilað í verðlaunaafhendingunni en leikmenn rússneska landsliðsins tóku sig þá til og sungu rússneska þjóðsönginn á sama tíma. Rússarnir brutu með þessu reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar en aðeins nokkrum tímum fyrr hafði hún úrskurðað að Rússar mættu ekki labba inn á lokahátíðina með fánann sinn.#Putin: These qualities of true fighters were always instrumental in putting our ice hockey squad on the path to victory. This success is a wonderful tribute to the Russian ice hockey school, and a great example for our younger athletes.#Olympics#IceHockey#Russia#RedMachinepic.twitter.com/8451t43sF7 — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 Rússum var refsað fyrir skipulagða og víðtæka misnotkun íþróttafólks þeirra á ólöglegum lyfjum sem náði hámarki á síðustu vetrarólympíuleikum sem fóru einmitt fram í Rússlandi. Þess vegna máttu Rússar ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á leikunum í Pyeongchang. Rússar höfðu ekki unnið gull í íshokkí á Ólympíuleikunum í 26 ár eða síðan þeir unnu undir merkjum Samveldisins í Albertville 1992 og gleðin var mikil í þeirra herbúðum eins og sjá má hér fyrir neðan.The champagne of victory! Russian hockey players celebrate after the #IceHockey#OARvsGER final at the #Olympics#Russiapic.twitter.com/1JcukEHfIm — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við höfum ekki unnið Ólympíuleikana síðan 1992. Það var því orðið langt síðan og þetta var okkar draumur. Mig dreymdi um þetta þegar ég byrjaði að spila íshokkí fimm ára gamall. Þetta er frábært og mjög góð tilfinning,“ sagði Ilya Kovalchuk varafyrirliði rússneska liðsins.Vísir/EPA Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Við vissum alltaf að við myndum láta verða af þessu ef við næðum að vinna gullið,“ sagði Ilya Kovalchuk, einn af Ólympíumeisturum Rússa í íshokkí. Rússneska landsliðið tryggði sér í gær gullið í íshokkí keppni karla á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu með 4-3 sigri á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Sigurmarkið kom í framlengingu. Alþjóðaólympíunefndin úrskurðaði fyrir leikana að Rússar fengju ekki að keppa undir sínum fána á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og ef þeir myndu vinna gull þá yrði rússneski þjóðsöngurinn ekki spilaður heldur Ólympíulagið. Ólympíulagið var vissulega spilað í verðlaunaafhendingunni en leikmenn rússneska landsliðsins tóku sig þá til og sungu rússneska þjóðsönginn á sama tíma. Rússarnir brutu með þessu reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar en aðeins nokkrum tímum fyrr hafði hún úrskurðað að Rússar mættu ekki labba inn á lokahátíðina með fánann sinn.#Putin: These qualities of true fighters were always instrumental in putting our ice hockey squad on the path to victory. This success is a wonderful tribute to the Russian ice hockey school, and a great example for our younger athletes.#Olympics#IceHockey#Russia#RedMachinepic.twitter.com/8451t43sF7 — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 Rússum var refsað fyrir skipulagða og víðtæka misnotkun íþróttafólks þeirra á ólöglegum lyfjum sem náði hámarki á síðustu vetrarólympíuleikum sem fóru einmitt fram í Rússlandi. Þess vegna máttu Rússar ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á leikunum í Pyeongchang. Rússar höfðu ekki unnið gull í íshokkí á Ólympíuleikunum í 26 ár eða síðan þeir unnu undir merkjum Samveldisins í Albertville 1992 og gleðin var mikil í þeirra herbúðum eins og sjá má hér fyrir neðan.The champagne of victory! Russian hockey players celebrate after the #IceHockey#OARvsGER final at the #Olympics#Russiapic.twitter.com/1JcukEHfIm — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við höfum ekki unnið Ólympíuleikana síðan 1992. Það var því orðið langt síðan og þetta var okkar draumur. Mig dreymdi um þetta þegar ég byrjaði að spila íshokkí fimm ára gamall. Þetta er frábært og mjög góð tilfinning,“ sagði Ilya Kovalchuk varafyrirliði rússneska liðsins.Vísir/EPA
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira