Hjónin þurfa að skila bronsinu sem þau unnu á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 09:30 Anastasia Bryzgalova og Alexander Krushelnitsky. Vísir/Getty Rússneski krullukappinn Alexander Krushelnitsky hefur verið fundinn sekur um ólöglega lyfjanoktun á Ólympíuleikununum í Pyeongchang. Alþjóðaíþróttadómstóllinn skilaði niðurstöðu sinni í nótt. Alexander Krushelnitsky og kona hans Anastasia Bryzgalova unnu bronsverðlaun í parakeppni krullunnar en þau kepptu undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar þar sem Rússar máttu ekki keppa undir eigin merkjum.He won bronze alongside his wife, but Russian curler Alexander Krushelnitsky has been stripped of his medal after being found guilty of doping.https://t.co/v2BqIboNgypic.twitter.com/bFyc0NVlB7 — BBC Sport (@BBCSport) February 22, 2018 Þetta voru fyrstu verðlaun Rússa í krullu á Ólympíuleikun en Alexander Krushelnitsky fór síðan í lyfjapróf og þar fannst meldonium, efnið sem felldi líka tenniskonuna Mariu Sharapovu fyrir tveimur árum. Rússneska íþróttafólkið sem keppir á leikunum fékk leyfi til að keppa í Pyeongchang ef að það gat sannað að það væri „hreint“ eða hafi verið að æfa þar sem viðurkennt lyfjaeftirlit væri í gangi. Það kom þó ekki í veg fyrir að fyrsti verðlaunahafinn sem féll á leikunum í Pyeongchang hafi verið rússneskur. Alexander Krushelnitsky neitaði sök þegar hann kom fram fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn og sagðist vera á móti ólöglegri lyfjanotkun og að hann hafi alltaf reynt að fylgja þeim reglum sem væru í gildi í þessum málið. Hann sagði þetta líka vera mikið áfall fyrir sig, orðspor þeirra hjóna sem og feril þeirra. Þrátt fyrir það hafa Alexander Krushelnitsky og eiginkona hans samþykkt að skila bronsverðlaunum en þau fara nú væntanlega til Norðmannanna Kristin Skaslien og Magnus Nedregotten. Dmitry Svishchev, forseti rússneska krullusambandsins, sagði samt vonast til þess að þetta væri aðeins tímabundið og að hjónin fengju bronsverðlaunin sín aftur. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Rússneski krullukappinn Alexander Krushelnitsky hefur verið fundinn sekur um ólöglega lyfjanoktun á Ólympíuleikununum í Pyeongchang. Alþjóðaíþróttadómstóllinn skilaði niðurstöðu sinni í nótt. Alexander Krushelnitsky og kona hans Anastasia Bryzgalova unnu bronsverðlaun í parakeppni krullunnar en þau kepptu undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar þar sem Rússar máttu ekki keppa undir eigin merkjum.He won bronze alongside his wife, but Russian curler Alexander Krushelnitsky has been stripped of his medal after being found guilty of doping.https://t.co/v2BqIboNgypic.twitter.com/bFyc0NVlB7 — BBC Sport (@BBCSport) February 22, 2018 Þetta voru fyrstu verðlaun Rússa í krullu á Ólympíuleikun en Alexander Krushelnitsky fór síðan í lyfjapróf og þar fannst meldonium, efnið sem felldi líka tenniskonuna Mariu Sharapovu fyrir tveimur árum. Rússneska íþróttafólkið sem keppir á leikunum fékk leyfi til að keppa í Pyeongchang ef að það gat sannað að það væri „hreint“ eða hafi verið að æfa þar sem viðurkennt lyfjaeftirlit væri í gangi. Það kom þó ekki í veg fyrir að fyrsti verðlaunahafinn sem féll á leikunum í Pyeongchang hafi verið rússneskur. Alexander Krushelnitsky neitaði sök þegar hann kom fram fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn og sagðist vera á móti ólöglegri lyfjanotkun og að hann hafi alltaf reynt að fylgja þeim reglum sem væru í gildi í þessum málið. Hann sagði þetta líka vera mikið áfall fyrir sig, orðspor þeirra hjóna sem og feril þeirra. Þrátt fyrir það hafa Alexander Krushelnitsky og eiginkona hans samþykkt að skila bronsverðlaunum en þau fara nú væntanlega til Norðmannanna Kristin Skaslien og Magnus Nedregotten. Dmitry Svishchev, forseti rússneska krullusambandsins, sagði samt vonast til þess að þetta væri aðeins tímabundið og að hjónin fengju bronsverðlaunin sín aftur.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira