Veðrið verst á milli 9 og 10 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:30 Vindaspá fyrir klukkan 10 í dag. Skjáskot Búast má við því að veðrið verði sem verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin ástæða er til að ætla annað en að spár gangi eftir. „Þetta er bara allt á áætlun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að fólk noti hyggjuvitið á leið í vinnu og skóla. „Það er vissulega blint mjög víða og það er mikill snjór á götum og slydda og hálka sennilega undir. Þannig það er best að fara varlega.“ Aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, lögreglu og björgunarsveita hefur verið virkjuð. Að minnsta kosti níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virkjaðar og um það bil 50 manns verið kallaðir út til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á.Kröpp og djúp lægð Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifaðar voru um miðnætti segir að lægðin verði að mestu farin hjá um hádegi:Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafn vel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi.Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.Á morgun er veðrið gegnið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 23-30 m/s, hvassast á V-verðu landinu. Snjókoma og skafrenningur í fyrstu, en síðan slydda og rigning, úrhellisrigning SA-lands. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu V-til upp úr hádegi, en áfram stormur og úrkoma A-lands fram á nótt. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis. Sunnan og suðvestan 13-20 og víða él á morgun, hvassast við SV-ströndina, rigning framan af degi SA-lands, en léttir smám saman til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag: Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag: Sunnanhvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Tengdar fréttir Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Búast má við því að veðrið verði sem verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin ástæða er til að ætla annað en að spár gangi eftir. „Þetta er bara allt á áætlun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að fólk noti hyggjuvitið á leið í vinnu og skóla. „Það er vissulega blint mjög víða og það er mikill snjór á götum og slydda og hálka sennilega undir. Þannig það er best að fara varlega.“ Aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, lögreglu og björgunarsveita hefur verið virkjuð. Að minnsta kosti níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virkjaðar og um það bil 50 manns verið kallaðir út til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á.Kröpp og djúp lægð Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifaðar voru um miðnætti segir að lægðin verði að mestu farin hjá um hádegi:Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafn vel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi.Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.Á morgun er veðrið gegnið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 23-30 m/s, hvassast á V-verðu landinu. Snjókoma og skafrenningur í fyrstu, en síðan slydda og rigning, úrhellisrigning SA-lands. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu V-til upp úr hádegi, en áfram stormur og úrkoma A-lands fram á nótt. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis. Sunnan og suðvestan 13-20 og víða él á morgun, hvassast við SV-ströndina, rigning framan af degi SA-lands, en léttir smám saman til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag: Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag: Sunnanhvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Tengdar fréttir Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24
Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35