Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. febrúar 2018 19:00 Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Eftirlitsstofnun EFTA telur að ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóti í bága við 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í honum felst réttur til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og hefja fyrirtækjarekstur hvar sem er á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA frá síðasta ári. Í álitinu tekur stofnunin fram að hún geri ekki athugasemdir við leyfisfyrirkomulagið sem slíkt heldur fyrst og fremst óréttlætanlegar fjöldatakmarkanir. Í svari norska samgönguráðuneytisins til ESA frá 11. desember síðastliðnum kemur fram að ráðuneytið fallist á að fjöldatakmarkanir í gildandi lögum feli sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja komast inn á leigubílamarkaðinn. Þá segir ráðuneytið að það muni leggja fram tillögur um að afnema fjöldatakmarkanir í löggjöfinni. Slík lagabreyting myndi auðvelda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft að komast inn á norska markaðinn. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.„Þeir þættir íslensku laganna sem eru líkir eða samsvarandi norsku lögunum, til dæmis varðandi fjöldatakmarkanir, myndu líklegast skoðast sem hindrun í skilningi EES-svæðisins sem þyrfti þá að réttlæta sérstaklega. Í ljósi norska málsins þá sendum við formlega fyrirspurn til Íslands um þessi mál og höfum fundað um málið á Íslandi. Við höfum jafnframt fengið skriflegt svar frá Íslandi við erindi okkar þar sem það var tekið fram að verið væri að skoða þessi lög í sérstökum vinnuhópi. Meðal annars með tilliti til skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins,“ segir Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Eftirlitsstofnun EFTA telur að ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóti í bága við 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í honum felst réttur til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og hefja fyrirtækjarekstur hvar sem er á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA frá síðasta ári. Í álitinu tekur stofnunin fram að hún geri ekki athugasemdir við leyfisfyrirkomulagið sem slíkt heldur fyrst og fremst óréttlætanlegar fjöldatakmarkanir. Í svari norska samgönguráðuneytisins til ESA frá 11. desember síðastliðnum kemur fram að ráðuneytið fallist á að fjöldatakmarkanir í gildandi lögum feli sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja komast inn á leigubílamarkaðinn. Þá segir ráðuneytið að það muni leggja fram tillögur um að afnema fjöldatakmarkanir í löggjöfinni. Slík lagabreyting myndi auðvelda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft að komast inn á norska markaðinn. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.„Þeir þættir íslensku laganna sem eru líkir eða samsvarandi norsku lögunum, til dæmis varðandi fjöldatakmarkanir, myndu líklegast skoðast sem hindrun í skilningi EES-svæðisins sem þyrfti þá að réttlæta sérstaklega. Í ljósi norska málsins þá sendum við formlega fyrirspurn til Íslands um þessi mál og höfum fundað um málið á Íslandi. Við höfum jafnframt fengið skriflegt svar frá Íslandi við erindi okkar þar sem það var tekið fram að verið væri að skoða þessi lög í sérstökum vinnuhópi. Meðal annars með tilliti til skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins,“ segir Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira