Grímseyingar fengu svefnfrið í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2018 10:36 Stærð skjálftanna hefur farið minnkandi. Mynd/Veðurstofa Íslands Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjarskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. „Það er enn að skjálfa en það virðist vera smá rénun miðað við gærdaginn,“ segir Hildur María Friðriksdóttir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það lýsir sér í því að stærðin á skjálftunum er að minnka.“ Í gær mældust fjölmargir skjálftar yfir þrjú stig en stærsti skjálftinn var upp úr klukkan hálfsex í gærmorgun og var 5,2 að stærð. Skjálftavirknin hefur haldið áfram í morgun en á lista Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta síðustu 48 klukkustundirnar má sjá að enginn skjálfti hefur náð yfir þrjú stig frá því í gærkvöldi. „Það getur allt gerst en við erum að vonast til þess að þetta haldi áfram að róast,“ segir Hildur.Stærsti skjálftinn reið yfir í gær, 5.2 stig.Vísir/PjeturFjarlægðu muni úr hillum„Það er búið að vera mjög rólegt,“ segir Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyja í samtali við Vísi. Frá því á sunnudag hafa alls orðið um 1500 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, flestir um og yfir eitt stig og segir Jóhannes að miðað við gærdaginn líti út fyrir að jarðskjálftahrinan sé að róast. „Maður allavega svaf þetta af sér í nótt. Við fundum aðeins fyrir þessu í gærkvöldi en þetta hefur verið voða meinlaust,“ segir Jóhannes. Viðlagatryggingar minntu Grímseyinga sem og aðra á skjálftasvæðum að mikilvægt væri að koma þungum munum úr hillum en þeir væru líklegastir til að valda skaða í stórum skjálftum. Jóhannes segir að Grímseyingar hafi farið að þessum ráðum í gær. „Við vorum að taka hluti þar sem fólk sefur svo það væri ekki með eitthvað hangandi yfir sér. Þetta er það sem er verið að mælast til í öryggisskyni. Fólk fer að huga að þessu þegar svona læti er,“ segir Jóhannes sem vonar að það versta sé um garð gengið. „Við förum að sjá hvort þetta sé ekki að fara verða búið en það eru allir mjög rólegir hérna og við vonum bara að þetta sé að ganga um garð.“ Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjarskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. „Það er enn að skjálfa en það virðist vera smá rénun miðað við gærdaginn,“ segir Hildur María Friðriksdóttir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það lýsir sér í því að stærðin á skjálftunum er að minnka.“ Í gær mældust fjölmargir skjálftar yfir þrjú stig en stærsti skjálftinn var upp úr klukkan hálfsex í gærmorgun og var 5,2 að stærð. Skjálftavirknin hefur haldið áfram í morgun en á lista Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta síðustu 48 klukkustundirnar má sjá að enginn skjálfti hefur náð yfir þrjú stig frá því í gærkvöldi. „Það getur allt gerst en við erum að vonast til þess að þetta haldi áfram að róast,“ segir Hildur.Stærsti skjálftinn reið yfir í gær, 5.2 stig.Vísir/PjeturFjarlægðu muni úr hillum„Það er búið að vera mjög rólegt,“ segir Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyja í samtali við Vísi. Frá því á sunnudag hafa alls orðið um 1500 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, flestir um og yfir eitt stig og segir Jóhannes að miðað við gærdaginn líti út fyrir að jarðskjálftahrinan sé að róast. „Maður allavega svaf þetta af sér í nótt. Við fundum aðeins fyrir þessu í gærkvöldi en þetta hefur verið voða meinlaust,“ segir Jóhannes. Viðlagatryggingar minntu Grímseyinga sem og aðra á skjálftasvæðum að mikilvægt væri að koma þungum munum úr hillum en þeir væru líklegastir til að valda skaða í stórum skjálftum. Jóhannes segir að Grímseyingar hafi farið að þessum ráðum í gær. „Við vorum að taka hluti þar sem fólk sefur svo það væri ekki með eitthvað hangandi yfir sér. Þetta er það sem er verið að mælast til í öryggisskyni. Fólk fer að huga að þessu þegar svona læti er,“ segir Jóhannes sem vonar að það versta sé um garð gengið. „Við förum að sjá hvort þetta sé ekki að fara verða búið en það eru allir mjög rólegir hérna og við vonum bara að þetta sé að ganga um garð.“
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05
Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31