Gáfu borgarstjóranum Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 15:00 Hilmar Snær Örvarsson í góðum höndum á mótttökuathöfninni í dag. ifsport.is Íslenski keppnishópurinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra var í dag boðinn velkominn í Ólympíuþorpið en mótið fer fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9 til 18. mars eða á sama stað og vetrarólympíuleikarnir fóru fram í síðasta mánuði. Eftir langt og strangt ferðalag síðastliðinn sólarhring voru þeir Hilmar Snær Örvarsson, Þórður Georg Hjörleifsson (þjálfari Hilmars) og Einar Bjarnason (aðstoðarþjálfari) mættir við mótttökuathöfnina í dag. Við móttökuathöfnina var skipst á gjöfum við borgarstjóra Paralympic-þorpsins en gjöf Íslands er unninn úr hrauni og er vatnsskorinn Íslandsmynd í stein hönnuð af gullsmíðafyrirtækingu SIGN. Það má því segja að íslenski hópurinn hafi gefið borgastjóranum Ísland. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra. Fimmtudaginn 8. mars verða æfingar hjá hópnum og föstudaginn 9. mars fer setningarhátíð leikanna fram þar sem Hilmar verður fánaberi Íslands en eins og áður hefur komið fram er Hilmar eini fulltrúi okkar Íslendinga á leikunum. Hilmar Snær Örvarsson verður á leikunum fyrstur Íslendinga til að keppa i standandi flokki á Vetrar-Paralympics. Hann er líka sá yngsti sem Ísland hefur telft fram á Vetrar Paralympics frá upphafi. Þetta er í fjórða sinn sem Ísland er með á vetrarólympíumóti fatlaðra en fyrst tók Íslands þátt í Lillehammer í Noregi fyrir 24 árum síðan. Ísland á Winter-Paralympics í fjórða sinn1994 Lillehammer, Noregur: Svanur Ingvarsson, stjaksleðakeppni2010 Whistler, Kanada: Erna Friðriksdóttir, alpagreinar sitjandi flokkur2014 Sochi, Rússland: Ernar Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson alpagreinar, sitjandi flokkar.2018 PyeongChang, Suður-Kórea: Hilmar Snær Örvarsson alpagreinar, standandi flokkur. Hilmar er því fyrstur Íslendinga til að keppa í standandi flokki á Winter-Paralympics. Erna fyrst íslenskra kvenna á Winter Paralympics og Jóhann Þór Hólmgrímsson var fyrstur íslenskra karla í sitjandi flokki alpagreina og brautryðjandinn eins og gefur að skilja Svanur Ingvarsson sem síðar gegndi nefndarstörfum í vetraríþróttanefnd ÍF til fjölda ára og Erna Friðriksdóttir á þar nú sæti.Hilmar Snær ÖrvarssonFæddur: 27. júlí 2000 (17 ára og þ.a.l. yngsti keppandinn á Winter Paralympics frá Íslandi).Félag: VíkingurGreinar: Svig og stórsvigÞjálfari: Þórður Georg HjörleifssonFlokkur: LW2 (flokkur hreyfihamlaðra, keppa standandi)Fyrsta alþjóðlega keppni á vegum IPC: 2014, Landgraaf í Hollandi (3. sæti, ungmennamót).Dagsetningar: 6. mars: Íslenski hópurinn heldur af stað til S-Kóreu. 8. mars: Íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíumótsþorpið. 9. mars: Opnunarhátíð Winter-Paralympics. 14. mars: Svigkeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 17. mars: Stórsvigskeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 18. mars: Lokahátíð Winter Paralympics 19. mars: Íslenski hópurinn heldur heim. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Íslenski keppnishópurinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra var í dag boðinn velkominn í Ólympíuþorpið en mótið fer fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9 til 18. mars eða á sama stað og vetrarólympíuleikarnir fóru fram í síðasta mánuði. Eftir langt og strangt ferðalag síðastliðinn sólarhring voru þeir Hilmar Snær Örvarsson, Þórður Georg Hjörleifsson (þjálfari Hilmars) og Einar Bjarnason (aðstoðarþjálfari) mættir við mótttökuathöfnina í dag. Við móttökuathöfnina var skipst á gjöfum við borgarstjóra Paralympic-þorpsins en gjöf Íslands er unninn úr hrauni og er vatnsskorinn Íslandsmynd í stein hönnuð af gullsmíðafyrirtækingu SIGN. Það má því segja að íslenski hópurinn hafi gefið borgastjóranum Ísland. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra. Fimmtudaginn 8. mars verða æfingar hjá hópnum og föstudaginn 9. mars fer setningarhátíð leikanna fram þar sem Hilmar verður fánaberi Íslands en eins og áður hefur komið fram er Hilmar eini fulltrúi okkar Íslendinga á leikunum. Hilmar Snær Örvarsson verður á leikunum fyrstur Íslendinga til að keppa i standandi flokki á Vetrar-Paralympics. Hann er líka sá yngsti sem Ísland hefur telft fram á Vetrar Paralympics frá upphafi. Þetta er í fjórða sinn sem Ísland er með á vetrarólympíumóti fatlaðra en fyrst tók Íslands þátt í Lillehammer í Noregi fyrir 24 árum síðan. Ísland á Winter-Paralympics í fjórða sinn1994 Lillehammer, Noregur: Svanur Ingvarsson, stjaksleðakeppni2010 Whistler, Kanada: Erna Friðriksdóttir, alpagreinar sitjandi flokkur2014 Sochi, Rússland: Ernar Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson alpagreinar, sitjandi flokkar.2018 PyeongChang, Suður-Kórea: Hilmar Snær Örvarsson alpagreinar, standandi flokkur. Hilmar er því fyrstur Íslendinga til að keppa í standandi flokki á Winter-Paralympics. Erna fyrst íslenskra kvenna á Winter Paralympics og Jóhann Þór Hólmgrímsson var fyrstur íslenskra karla í sitjandi flokki alpagreina og brautryðjandinn eins og gefur að skilja Svanur Ingvarsson sem síðar gegndi nefndarstörfum í vetraríþróttanefnd ÍF til fjölda ára og Erna Friðriksdóttir á þar nú sæti.Hilmar Snær ÖrvarssonFæddur: 27. júlí 2000 (17 ára og þ.a.l. yngsti keppandinn á Winter Paralympics frá Íslandi).Félag: VíkingurGreinar: Svig og stórsvigÞjálfari: Þórður Georg HjörleifssonFlokkur: LW2 (flokkur hreyfihamlaðra, keppa standandi)Fyrsta alþjóðlega keppni á vegum IPC: 2014, Landgraaf í Hollandi (3. sæti, ungmennamót).Dagsetningar: 6. mars: Íslenski hópurinn heldur af stað til S-Kóreu. 8. mars: Íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíumótsþorpið. 9. mars: Opnunarhátíð Winter-Paralympics. 14. mars: Svigkeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 17. mars: Stórsvigskeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 18. mars: Lokahátíð Winter Paralympics 19. mars: Íslenski hópurinn heldur heim.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira