Landhelgisgæsla Grikklands lagði í dag hald á 1,3 tonn af kannabisefnum sem falin voru um borð í fiskveiðiskipi við suðurströnd Krítar. Reuters greinir frá.
Um var að ræða umfangsmikla þriggja daga aðgerð lögreglu en fjögur skip frá landhelgisgæslu landsins og tvær flugvélar voru notaðar í aðgerðunum. Smyglararnir gerðu tilraun til að flýja en voru handsamaðir við suðausturströnd Krítar.
Andvirði efnanna er talið vera um fimmtán milljónir evra, eða um tveir milljarðar íslenskra króna. Fimm hafa verið færðir í gæsluvarðhald vegna málsins.
