Bestu móment Óskarsins Ritstjórn skrifar 2. mars 2018 17:00 Frægasta sjálfsmynd sögunnar var gerð á hátíðinni árið 2014. Glamour/Getty Eitt stærsta kvöld kvikmyndabransans, sjálf Óskarsverðlaunahátíðin, fer fram í nítugasta sinn í Hollywood aðfaranótt mánudagsins næsta og nokkuð víst að mikið verður um dýrðir að venju. Kynnir kvöldsins er Jimmy Kimmel en hann fær það vandasama hlutverk að gera upp ansi viðburðarríkt ár í kvikmyndageiranum, meðal annars Harvey Weinstein, #metoo byltinguna og Times Up. Spurning hvernig hann ætlar að tækla það í upphafsræðu sinni. Meðal þeirra sem eru tilnefndir eru Margot Robbie, Meryl Streep, Frances McDormand, Gary Oldman, Denzel Washington, Allison Janney, og Mary J Blige. Myndir eru til dæmis Get Out, The Shape of Water, Lady Bird og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Óskarinn er uppskeruhátíð kvikmyndageirans og oftast fjölmörg atvik sem koma upp sem gaman er að rifja upp. Til að hita upp fyrir sunnudagskvöldið þá settum við saman nokkur góð móment frá Óskarnum í gegnum tíðina. Það gerist varla vandræðalegra en þegar nafnið á La La Land var lesið upp í staðinn fyrir Moonlight í fyrra. Allir komnir upp á svið að fagna og þurfti að fara aftur niður með skottið á milli lappana ... Þegar Lady Gaga söng sig inn í hjörtu heimsins árið 2016 og opnaði sig um kynferðislegt ofbeldi í leiðinni en með henni á sviðinu var fólk sem hefur orðið fyrir slíku ofbeldi. Þegar Jennifer Lawrence fékk verðlaun sem besta leikkonan fyrir Silver Linings Playbook árið 2013 var henni svo brugðið og utan við sig að hún datt í stiganum á leiðinni upp á svið. En það kom ekki að sök enda er hún fagkona fram í fingurgóma. Audrey Hepburn fékk verðlaun sem besta leikkonan fyrir myndina Roman Holiday árið 1954 en þá voru verðlaunin veitt í New York. Drew Barrymore árið 1983 á sinni fyrstu hátíð en hún leik eftirminnilega í myndinni E.T. Lupita Nyong´o sló í gegn árið 2014, bæði í þessum gullfallega kjól og vann líka verðlaun fyrir 12 Years a Slave. Björk og svanakjóllinn, hver getur gleymt því? Senuþjófur Óskarsins árið 2001. Óskarinn Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Varalitur um hálsinn Glamour Helgarförðunin er svört og hvít Glamour Adobe tískuvæðir myndir úr myndabönkum Glamour Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Glamour Mannlífið í Mílanó Glamour Þetta er aðalflík haustsins Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Selena Gomez skrifar undir 10 milljón dollara samning við Coach Glamour Beyoncé og Mariah Carey hittust með börnin Glamour
Eitt stærsta kvöld kvikmyndabransans, sjálf Óskarsverðlaunahátíðin, fer fram í nítugasta sinn í Hollywood aðfaranótt mánudagsins næsta og nokkuð víst að mikið verður um dýrðir að venju. Kynnir kvöldsins er Jimmy Kimmel en hann fær það vandasama hlutverk að gera upp ansi viðburðarríkt ár í kvikmyndageiranum, meðal annars Harvey Weinstein, #metoo byltinguna og Times Up. Spurning hvernig hann ætlar að tækla það í upphafsræðu sinni. Meðal þeirra sem eru tilnefndir eru Margot Robbie, Meryl Streep, Frances McDormand, Gary Oldman, Denzel Washington, Allison Janney, og Mary J Blige. Myndir eru til dæmis Get Out, The Shape of Water, Lady Bird og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Óskarinn er uppskeruhátíð kvikmyndageirans og oftast fjölmörg atvik sem koma upp sem gaman er að rifja upp. Til að hita upp fyrir sunnudagskvöldið þá settum við saman nokkur góð móment frá Óskarnum í gegnum tíðina. Það gerist varla vandræðalegra en þegar nafnið á La La Land var lesið upp í staðinn fyrir Moonlight í fyrra. Allir komnir upp á svið að fagna og þurfti að fara aftur niður með skottið á milli lappana ... Þegar Lady Gaga söng sig inn í hjörtu heimsins árið 2016 og opnaði sig um kynferðislegt ofbeldi í leiðinni en með henni á sviðinu var fólk sem hefur orðið fyrir slíku ofbeldi. Þegar Jennifer Lawrence fékk verðlaun sem besta leikkonan fyrir Silver Linings Playbook árið 2013 var henni svo brugðið og utan við sig að hún datt í stiganum á leiðinni upp á svið. En það kom ekki að sök enda er hún fagkona fram í fingurgóma. Audrey Hepburn fékk verðlaun sem besta leikkonan fyrir myndina Roman Holiday árið 1954 en þá voru verðlaunin veitt í New York. Drew Barrymore árið 1983 á sinni fyrstu hátíð en hún leik eftirminnilega í myndinni E.T. Lupita Nyong´o sló í gegn árið 2014, bæði í þessum gullfallega kjól og vann líka verðlaun fyrir 12 Years a Slave. Björk og svanakjóllinn, hver getur gleymt því? Senuþjófur Óskarsins árið 2001.
Óskarinn Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Varalitur um hálsinn Glamour Helgarförðunin er svört og hvít Glamour Adobe tískuvæðir myndir úr myndabönkum Glamour Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Glamour Mannlífið í Mílanó Glamour Þetta er aðalflík haustsins Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Selena Gomez skrifar undir 10 milljón dollara samning við Coach Glamour Beyoncé og Mariah Carey hittust með börnin Glamour