Brad Pitt bætist við Manson-mynd Tarantino Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2018 12:19 Tarantino hefur fengið þau Robbie, DiCaprio og Pitt til liðs við sig í næstu mynd. Vísir/Getty Brad Pitt hefur skuldbundið sig til að leika í næstu mynd leikstjórans Quentin Tarantino. Fyrir höfðu Óskarsverðlaunahafinn Leonardo DiCaprio og Margot Robbie einnig ráðið sig til að leika í myndinni sem hefur hlotið nafnið Once Upon a Time in Hollywood. Myndin gerist í Los Angeles árið 1969 og mun hverfast um hið hrottafengna morð á Sharon Tate, sem Robbie mun leika. DiCaprio mun leika Rick Dalton, leikara sem má muna fífil sinn fegurri eftir að hafa notið mikillar velgengni í sjónvarpsþáttum sem gerðust í villta vestrinu, og mun Pitt leika áhættuleikara hans Cliff Booth.Sharon Tate.Vísir/Getty„Báðir eru þeir að reyna að ná fótfestu aftur í borginni Hollywood sem þeir þekkja ekki lengur. Nágranni Rick er hins vegar mjög frægur, Sharon Tate,“ er haft eftir Tarantino um söguþráð myndarinnar. Tarantino hefur að eigin sögn unnið að handriti-myndarinnar síðastliðin fimm ár. Hann segist auk þess hafa búið í Los Angeles-sýslu stærstan hluta lífs síns, þar á meðal árið 1969 þegar hann var sjö ára gamall. „Ég hlakka mikið til að fá að segja þessa sögu af Los Angeles, og Hollywood, sem virðist ekki lengur vera til.“ Sharon Tate var 26 ára gömul þegar hún var myrt ásamt fjórum öðrum af meðlimum Manson-klíkunnar á heimili Tate í Hollywood 9. ágúst árið 1969. Tate var gift pólska leikstjóranum Roman Polanski en þegar hún lést var hún gengin átta og hálfan mánuð með son þeirra. Manson-klíkan var leidd af glæpamanninum Charles Manson. Meðlimir klíkunnar fóru eftir fyrirmælum Mansons þegar þeir myrtu Sharon Tate. Mynd Tarantino verður frumsýnd á heimsvísu 9. ágúst á næsta ári þegar 50 ár verða liðin frá morðunum. Þetta verður í annað sinn sem Tarantino vinnur með þeim Pitt og DiCaprip. Pitt lék í myndinni Inglourious Basterds og DiCaprio í Django Unchained. Fjölmiðlar ytra höfðu margir hverjir heyrt orðróm þess efnis að Tarantino ætlaði að fá leikarana Tom Cruise og Al Pacino til að leika í þessari mynd, en það hefur ekki fengist staðfest. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Brad Pitt hefur skuldbundið sig til að leika í næstu mynd leikstjórans Quentin Tarantino. Fyrir höfðu Óskarsverðlaunahafinn Leonardo DiCaprio og Margot Robbie einnig ráðið sig til að leika í myndinni sem hefur hlotið nafnið Once Upon a Time in Hollywood. Myndin gerist í Los Angeles árið 1969 og mun hverfast um hið hrottafengna morð á Sharon Tate, sem Robbie mun leika. DiCaprio mun leika Rick Dalton, leikara sem má muna fífil sinn fegurri eftir að hafa notið mikillar velgengni í sjónvarpsþáttum sem gerðust í villta vestrinu, og mun Pitt leika áhættuleikara hans Cliff Booth.Sharon Tate.Vísir/Getty„Báðir eru þeir að reyna að ná fótfestu aftur í borginni Hollywood sem þeir þekkja ekki lengur. Nágranni Rick er hins vegar mjög frægur, Sharon Tate,“ er haft eftir Tarantino um söguþráð myndarinnar. Tarantino hefur að eigin sögn unnið að handriti-myndarinnar síðastliðin fimm ár. Hann segist auk þess hafa búið í Los Angeles-sýslu stærstan hluta lífs síns, þar á meðal árið 1969 þegar hann var sjö ára gamall. „Ég hlakka mikið til að fá að segja þessa sögu af Los Angeles, og Hollywood, sem virðist ekki lengur vera til.“ Sharon Tate var 26 ára gömul þegar hún var myrt ásamt fjórum öðrum af meðlimum Manson-klíkunnar á heimili Tate í Hollywood 9. ágúst árið 1969. Tate var gift pólska leikstjóranum Roman Polanski en þegar hún lést var hún gengin átta og hálfan mánuð með son þeirra. Manson-klíkan var leidd af glæpamanninum Charles Manson. Meðlimir klíkunnar fóru eftir fyrirmælum Mansons þegar þeir myrtu Sharon Tate. Mynd Tarantino verður frumsýnd á heimsvísu 9. ágúst á næsta ári þegar 50 ár verða liðin frá morðunum. Þetta verður í annað sinn sem Tarantino vinnur með þeim Pitt og DiCaprip. Pitt lék í myndinni Inglourious Basterds og DiCaprio í Django Unchained. Fjölmiðlar ytra höfðu margir hverjir heyrt orðróm þess efnis að Tarantino ætlaði að fá leikarana Tom Cruise og Al Pacino til að leika í þessari mynd, en það hefur ekki fengist staðfest.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein