Gúmmítöffarar á sponsi Tómas Valgeirsson skrifar 1. mars 2018 12:30 Aron Már, Hálmar Örn, Egill Ploder og Nökkvi Fjalar ætla sér að ræna banka í kvikmyndinni Fullir Vasar. Yfirleitt er alvarleikinn allsráðandi í íslenskum glæpamyndum, sem á góðum degi getur leitt til bitastæðra verka en á versta tíma framkallað hlátursköst óviljandi, sem er því miður algengara tilfellið. Fyrir hverja Reykjavík-Rotterdam eða Svartur á leik eigum við minnsta kosti eina Kalda slóð og þrjár í líkingu við Austur. Með Fullum vösum er spaugilegi tónninn annars vegar gefinn strax frá byrjun og ljóst er að aðstandendur vilji að þú hlæir að verkinu. Því gæti þetta vel verið fyrsta íslenska glæpakómedían í háa herrans tíð (trúlega síðan Sódóma, ef ekki Óskabörn þjóðarinnar), þar sem brandarar, sjomlar og gúmmítöffarar ganga fyrir. Fyrir leikstjórann Anton Sigurðsson er þetta mikil breyting á stíl frá fyrri verkum (Grafir & bein, Grimmd) og sækir kappinn hér í naglhörðu og léttgeggjuðu takta Guy Ritchie-mynda, Snatch og Lock, Stock svona helst, í bland við langan sketsaþátt. Fullir vasar nær samt aldrei að komast yfir yfir einn hjalla og heilt yfir má segja að þetta sé meiri vörukynning heldur en bíómynd, með vænan tíma gefinn til þess að „plögga“ Domino’s, Vodafone og Húsasmiðjuna, sem dæmi. Myndin sjálf er innihaldsrýr og er lítið gert við karaktera sem tengist því ekki að tala út í loftið eða spinna brandara. Heppilega er ýmislegt í dýnamík drengjanna sem smellur og fyllir fínt í tómarúmið.Lygasjúkur og misheppnaður Myndin snýst annars um hinn lygasjúka og almennt misheppnaða Arnar (leikinn af Hjálmari Erni Jóhannessyni), sem þarf að koma sér úr skuld við glæpamann með því að ræna banka með félögum sínum, með aðeins nokkra daga til stefnu. Áhorfandinn finnur aldrei fyrir þessari pressu og kemur út eins og vanti allt tímaskyn í framvinduna. Oft kemur líka fyrir að senur stefna hvergi og eru því yfirleitt bara til að tefja. Þetta kemur sérstaklega fyrir í auglýsingahléunum sem virðast vera byggð inn í söguna. Fígúran Arnar er dæmigerður þöngulhaus sem talar út um rangan enda og kemur sér stöðugt í vesen. Hjálmar Örn felur annars reynsluleysið sitt vel og sinnir þessu hlutverki af miklu öryggi, en karakterinn hans er alltof háfleygur og álíka lúmskur og sleggja í nárann. Það er erfitt að hlæja að honum, eða með, og stuðningur frá áhorfandanum er enginn. Það hefði getað orðið önnur saga ef myndin hefði þróað meira tengsl hans við dóttur sína, en hún hverfur alveg inn í bakgrunninn, eins og margt annað. Hópurinn á skjánum er yfir heildina fjörugur og henta flestir efninu og týpum sínum vel. Strákarnir spila að mestu frekar náttúrulega hvor af öðrum - fyrir utan einn lykilmeðlim hópsins sem er áberandi stirðari en hinir. Aron Mola hefur vissa útgeislun og Egill Ploder á heiðurinn á nokkrum betri frösum myndarinnar. Sveinn Ólafur Gunnarsson á einnig góða innkomu og Hilmir Snær Guðnason hefur masterað óborganlega drullusokkinn með glæsibrag síðan úr Fóstbræðrum. Sem kaupauki eru kostuleg gestahlutverk dreifð víða, sem bætir með naumindum upp fyrir ákaflega vannýttan Ladda, en hefði heldur ekki sakað að gefa leikkonum eitthvað til að gera. Fyrri hlutinn er brattur á meðan seinni leysist meira eða minna upp í graut af klisjum og uppfyllingum. Það er sitt og hvað af bröndurum sem ganga upp (þar á meðal eitt kostulegt rifildi á táknmáli) og stöku sinnum er beitt eftirtektarverðum brögðum með klippingu og upptöku, þrátt fyrir að myndin detti úr fókus annað slagið og virki í heildina óslípuð. En langi þig í pitsu, glænýjan jeppa eða heitan pott að myndinni lokinni, er hún klárlega að gera eitthvað rétt. * „Týpískt íslenskt“ er þetta þó svo sannarlega ekki. Það má myndin eiga.Niðurstaða: Myndin hefur sína spretti en klúðursleg samsetning, þvæld frásögn og ógrynni af uppfyllingarefni rífur frá stemningunni. Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Yfirleitt er alvarleikinn allsráðandi í íslenskum glæpamyndum, sem á góðum degi getur leitt til bitastæðra verka en á versta tíma framkallað hlátursköst óviljandi, sem er því miður algengara tilfellið. Fyrir hverja Reykjavík-Rotterdam eða Svartur á leik eigum við minnsta kosti eina Kalda slóð og þrjár í líkingu við Austur. Með Fullum vösum er spaugilegi tónninn annars vegar gefinn strax frá byrjun og ljóst er að aðstandendur vilji að þú hlæir að verkinu. Því gæti þetta vel verið fyrsta íslenska glæpakómedían í háa herrans tíð (trúlega síðan Sódóma, ef ekki Óskabörn þjóðarinnar), þar sem brandarar, sjomlar og gúmmítöffarar ganga fyrir. Fyrir leikstjórann Anton Sigurðsson er þetta mikil breyting á stíl frá fyrri verkum (Grafir & bein, Grimmd) og sækir kappinn hér í naglhörðu og léttgeggjuðu takta Guy Ritchie-mynda, Snatch og Lock, Stock svona helst, í bland við langan sketsaþátt. Fullir vasar nær samt aldrei að komast yfir yfir einn hjalla og heilt yfir má segja að þetta sé meiri vörukynning heldur en bíómynd, með vænan tíma gefinn til þess að „plögga“ Domino’s, Vodafone og Húsasmiðjuna, sem dæmi. Myndin sjálf er innihaldsrýr og er lítið gert við karaktera sem tengist því ekki að tala út í loftið eða spinna brandara. Heppilega er ýmislegt í dýnamík drengjanna sem smellur og fyllir fínt í tómarúmið.Lygasjúkur og misheppnaður Myndin snýst annars um hinn lygasjúka og almennt misheppnaða Arnar (leikinn af Hjálmari Erni Jóhannessyni), sem þarf að koma sér úr skuld við glæpamann með því að ræna banka með félögum sínum, með aðeins nokkra daga til stefnu. Áhorfandinn finnur aldrei fyrir þessari pressu og kemur út eins og vanti allt tímaskyn í framvinduna. Oft kemur líka fyrir að senur stefna hvergi og eru því yfirleitt bara til að tefja. Þetta kemur sérstaklega fyrir í auglýsingahléunum sem virðast vera byggð inn í söguna. Fígúran Arnar er dæmigerður þöngulhaus sem talar út um rangan enda og kemur sér stöðugt í vesen. Hjálmar Örn felur annars reynsluleysið sitt vel og sinnir þessu hlutverki af miklu öryggi, en karakterinn hans er alltof háfleygur og álíka lúmskur og sleggja í nárann. Það er erfitt að hlæja að honum, eða með, og stuðningur frá áhorfandanum er enginn. Það hefði getað orðið önnur saga ef myndin hefði þróað meira tengsl hans við dóttur sína, en hún hverfur alveg inn í bakgrunninn, eins og margt annað. Hópurinn á skjánum er yfir heildina fjörugur og henta flestir efninu og týpum sínum vel. Strákarnir spila að mestu frekar náttúrulega hvor af öðrum - fyrir utan einn lykilmeðlim hópsins sem er áberandi stirðari en hinir. Aron Mola hefur vissa útgeislun og Egill Ploder á heiðurinn á nokkrum betri frösum myndarinnar. Sveinn Ólafur Gunnarsson á einnig góða innkomu og Hilmir Snær Guðnason hefur masterað óborganlega drullusokkinn með glæsibrag síðan úr Fóstbræðrum. Sem kaupauki eru kostuleg gestahlutverk dreifð víða, sem bætir með naumindum upp fyrir ákaflega vannýttan Ladda, en hefði heldur ekki sakað að gefa leikkonum eitthvað til að gera. Fyrri hlutinn er brattur á meðan seinni leysist meira eða minna upp í graut af klisjum og uppfyllingum. Það er sitt og hvað af bröndurum sem ganga upp (þar á meðal eitt kostulegt rifildi á táknmáli) og stöku sinnum er beitt eftirtektarverðum brögðum með klippingu og upptöku, þrátt fyrir að myndin detti úr fókus annað slagið og virki í heildina óslípuð. En langi þig í pitsu, glænýjan jeppa eða heitan pott að myndinni lokinni, er hún klárlega að gera eitthvað rétt. * „Týpískt íslenskt“ er þetta þó svo sannarlega ekki. Það má myndin eiga.Niðurstaða: Myndin hefur sína spretti en klúðursleg samsetning, þvæld frásögn og ógrynni af uppfyllingarefni rífur frá stemningunni.
Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira