Fyrrverandi forseti Suður-Afríku þarf að svara fyrir sakir um spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 14:38 Zuma lét af embætti í febrúar eftir níu ár á valdastóli. Vísir/AFP Saksóknarar í Suður-Afríku tilkynntu í dag að þeir hefðu tekið aftur upp ákærur um spillingu gegn Jacob Zuma, fyrrverandi forseta landsins. Málið tengist vopnasölusamningi frá 10. áratugnum en Zuma var meðal annars gefið að sök að hafa þegið mútur frá hernaðarverktökum. Ákæran var upphaflega gefin út árið 2007 en Zuma notaði meðal annars áhrif sín sem forseti til að forðast saksókn, að því er segir í frétt New York Times. Hún er í átján liðum sem varða meðal annars spillingu, fjársvik og fjárplógsstarfsemi. Zuma sagði af sér sem forseti í síðasta mánuði en þá lá fyrir níunda vantrauststillagana á hendur honum í suður-afríska þinginu. Upphaf ásakananna má rekja til tveggja og hálfs milljarðar dollara vopnakaupasamnings ríkisstjórnarinnar seint á 10. áratugnum áður en Zuma varð forseti, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zuma var hins vegar varaforseti og leiðtogi stjórnarflokksins Afríska þjóðarráðsins (ANC) á þeim tíma. Zuma hefur alla tíð hafnað ásökunum um að hafa tekið við mútum frá fyrirtækjum sem tóku þátt í útboðinu. Sagði hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga. Spillingarásakanirnar blönduðust á sínum tíma inn í valdabaráttu hans og Thabo Mbeki, þáverandi forseta landsins. Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00 Fjöldi spillingarmála varð „Teflonforsetanum“ að falli Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku í vikunni, flæktur í fjölda spillingarmála. Cyril Ramaphosa tók við af honum. Var áður ræðismaður Íslands í Jóhannesarborg. 17. febrúar 2018 11:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Saksóknarar í Suður-Afríku tilkynntu í dag að þeir hefðu tekið aftur upp ákærur um spillingu gegn Jacob Zuma, fyrrverandi forseta landsins. Málið tengist vopnasölusamningi frá 10. áratugnum en Zuma var meðal annars gefið að sök að hafa þegið mútur frá hernaðarverktökum. Ákæran var upphaflega gefin út árið 2007 en Zuma notaði meðal annars áhrif sín sem forseti til að forðast saksókn, að því er segir í frétt New York Times. Hún er í átján liðum sem varða meðal annars spillingu, fjársvik og fjárplógsstarfsemi. Zuma sagði af sér sem forseti í síðasta mánuði en þá lá fyrir níunda vantrauststillagana á hendur honum í suður-afríska þinginu. Upphaf ásakananna má rekja til tveggja og hálfs milljarðar dollara vopnakaupasamnings ríkisstjórnarinnar seint á 10. áratugnum áður en Zuma varð forseti, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zuma var hins vegar varaforseti og leiðtogi stjórnarflokksins Afríska þjóðarráðsins (ANC) á þeim tíma. Zuma hefur alla tíð hafnað ásökunum um að hafa tekið við mútum frá fyrirtækjum sem tóku þátt í útboðinu. Sagði hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga. Spillingarásakanirnar blönduðust á sínum tíma inn í valdabaráttu hans og Thabo Mbeki, þáverandi forseta landsins.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00 Fjöldi spillingarmála varð „Teflonforsetanum“ að falli Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku í vikunni, flæktur í fjölda spillingarmála. Cyril Ramaphosa tók við af honum. Var áður ræðismaður Íslands í Jóhannesarborg. 17. febrúar 2018 11:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00
Fjöldi spillingarmála varð „Teflonforsetanum“ að falli Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku í vikunni, flæktur í fjölda spillingarmála. Cyril Ramaphosa tók við af honum. Var áður ræðismaður Íslands í Jóhannesarborg. 17. febrúar 2018 11:00